Þriðjudagur 16.09.2008 - 18:02 - 2 ummæli

Fréttastjórablús.

Ég botnaði hvorki upp né niður þeirri ákvörðun 365 á sínum tima að láta Denna hafa fréttastofuna. Hann var þá blogggasprari eins og ég og margir og umdeildur nokkuð. Auk þess framsóknarmaður sem er að jafnaði verra…

Ég man vel hvar ég var þegar flogið var á turnana tvo. Man einnig vel hvar ég var þegar Stewie Ray Vaughan lést í flugslysi. Ég mun lika muna vel hver ég var niður kominn þegar mér var sagt hver væri nýr fréttastjóri stöðvar 2.

Áramótaskaupið bara skollið á. Mér hefur alltaf fundist hann frekur og aggressívur. Orðljótur og ritstýring hans á vísi ekki rismikil. Að vísu margir sem vilja sjá myndir af fræga fólkinu á fylleríi með rassinn út úr kjólnum. það mun ekki fleyta honum langt.

Orðspor fréttastofa eru þeirra líf. Hér finnst mér allt vera lagt undir. Frá mínum bæjardyrum séð er hann skilgetið afkvæmi DV stílsins. Það er vondur stíll sem þjóðin hefur ítrekað hafnað.

En hann hefur auðvitað margt. Kraftmikill og óhræddur og fylginn sér. Ja, nema þegar hann skrifaði um sukkið á Jóni Ásgeir í fyrra að mig minnir. Þá tókst honum að birta að mig minnir tvær afsökunarbeiðnir áður en dagur var að kveldi kominn.

Sannaðist þar að engu máli skiptir hver á fjölmiðil og líka að harðhausar eins og Óskar Hrafn kunna að hlýða. það er örugglega kostur hér….

Vona þó að vel gangi því ég vill veg einkastöðvanna sem mestan í baráttunni við ríkis ofureflið.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Anonymous

    Óskar þykir sérlega fær fréttamaður og Vísir hefur vaxið mjög undir hans stjórn. Þess má líka geta að afsökunarbeiðni hans vegna fréttaflutnings af Jóni Ásgeiri geislaði af kaldhæðni auk þess sem leiðréttingarfréttin daginn eftir var kostuleg skemmtun þar sem greinilegt ekkert í fréttinni virtist hafa verið rangt. Hins vegar er það mikill kostur að menn eins og þú kunnir ekki að meta fólk.

  • Anonymous

    Það segir bara mest um þig að taka aðeins eftir bossafréttum á Vísi. Fólk les jú það sem það hefur áhuga á og þeir sem vilja sleppa við fréttir af frægafólkinu er bent á að smella ekki á þær fréttir sem finna má í bleika boxinu á Vísi.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur