Sunnudagur 28.09.2008 - 14:32 - 12 ummæli

Meira um Jóhann.

Hann heldur áfram farsinn um Jóhann Benediktsson. Maðurinn veður áfram og sér samsæri í öllum hornum. Öll embætti sem hann þurfti að hafa samskipti við og þeir sem þar vinna hreinlega höfðu ekkert betra við tímann að gera en að leggja stein í hans götu. Hversu trúverðugt er það?

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það gerist að menn sem ekki geta unnið í hóp og undir aga hvort sem það lítur að grundvallarákvörðunum eða fjármálum beita því að peersónugera hlutina.

Þetta mál snýst ekkert um það hvort Björn Bjarnason er þurr á manninn eða Jóhann Benediktsson allra manna ljúfastur. Eða hvort menn þola ekki ríkislögreglustjóra almennt. Þetta snýst um það hver á að taka ákvarðanir. Hvernig stjórnsýsla er það að einn maður geti bara tekið sig út úr og haft hlutina bara eins og honum sýnist? Ég bið þá sem lesa þetta að reyna nú af öllum mætti að hafa hemil á krampakenndu ofnæmi sínu fyrir dómsmálaráðherra og heimfæra þetta upp á venjulega vinnustaði.

Ágreiningur um leiðir og aðferðir er eðlilegur og óhjákvæmilegur. Hlutirnir verða ekki persónulegir fyrr en augljóst er að maður í stöðu Jóhanns hvorki getur né vill vinna með þeim sem um málin eiga að véla. Þá snýst þetta um að persónan Jóhann er orðinn vandamál. Viljum við kannski hafa þetta þannig að embættismenn ráði almennt frekar en ráðherrar?

Hvaða hag halda menn að Björn Bjarnason hafi af svona látum? Af hverju ætti hann og þeir sem vinna í ráðuneytinu að standa fyrir því að leggja Jóhann í einelti. Vinsæll maður sem nær árangri. Á flestum málum eru tvær hliðar og kannski er kominn tími til að þeir sem hafa verið hvað hvað orðljótastir kynni sér efnisatriði málsins.

Hér er einfaldlega um faglegan ágreining að ræða sem Jóhanni hentar mjög vel að gera persónulegan. Ég fagna því að þeir sem hann ber þungum sökum í málinu virðast nú loks ætla að bera hönd fyrir höfuð sér auk þess sem öðrum lögreglustjórum þessa lands virðist nóg boðið.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Björn ætlaði að losa sig við hann með því að nota leið sem var ‘tæknilega’ fær. Enda pælir Bíbí mikið í því hvort hlutirnir séu ‘tæknilega’ færir. Málið sprakk svo bara framan í hann. Svo einfalt er það. Það eru kenningar á lofti um að ef að Ísland nær kjöri í öryggisráðiðið þá verði Björn sendur til NY. Miðað við hvernig honum tekst að klúðra öllu sem hann kemur nálægt þá verða að teljast yfirgnæfandi líkur á því að manninum takist að koma af stað heimsstríði sem fulltrúi lítillar herlausrar þjóðar í Öryggisráði SÞ.

  • Anonymous

    Hvernig dettur þér annað í hug en allir þessir menn, sem eiga allt sitt undir Birni, álykti eins og þeir gera. Jóhann er concrete dæmi um hvað hendir þá sem undir Björn heyra, ef þeir dirfast að fara útaf brautinni sem hann hefur lagt. Fyrir nú utan það að kannski langar þeim sem búa lengst í burtu að komast í djobb nær höfuðstaðnum. Sjáum til þegar kapallinn verður lagður.

  • Sókrates

    Röggi, Björn beitir, líkt og Davíð fyrr og nú, þeirri aðferðafræði að ná hreðjartaki á mönnum sem ekki GEGNA skilyrðislaust. Ef þú skoðar efnisatriði málsins, kynnir þér hvað hefur verið að gerast með embætti Ríkislögreglustjóra síðastliðin ár og þróun þess emæbttis þá skilurðu málið betur. Í upphafi var þetta lítið gæluverkefni sem hefur síðan sogað til sín allt fjármagn frá öðrum lögregluembættum. Þetta er að verða hin íslenska KGB og hvorki Birni né Haraldi er treystandi fyrir slíku apparati. Sagan ætti að kenna þér og okkur að ef þú ert á móti eða segir hug þinn þá ertu úti. Það er ekki eðlilegt, sama hvað hver segir. Jóhann neitaði að ljúga varðandi Jón Ásgeir vin þinn og hefur verið afar farsæll í starfi en samt er honum bolað út. Það eru engin efnisleg rök fyrir að auglýsa starfið laust. Hinn almenni lögreglumaður hefur miklar skoðanir á þessu ofbeldi en tjáir sig ekki því hann þarf að greiða fyrir það dýru verði í starfi sínu með einelti, brottrekstri eða tilfærslu í starfi.Þetta er djók og þú ert seriously farinn að missa dómgreind þegar kemur að þessum málum vegna þess að þú ert með fyrirfam ákveðnar skoðanir, því miður. Wake up…Ást og virðing

  • Anonymous

    Góð færsla Rögnvaldur. Björn Bjarnason er að standa sig í vinnunni þessa dagana og það mjög vel. Jóhann Benediktsson var skipaður í þetta embætti, aldrei sótti hann um. Það er kannski nýtt fyrir hann að þurfa að senda inn ferilsskrá eins og annað venjulegt fólk.Jóhann fór eitthvað um 70 milljónum fram úr fjárlögum fyrsta árið sem þessu var breytt. Búist við að núna fari hann 180 milljónum fram úr áætlun. Sem sagt, kvart milljarður yfir fjárlög. Það eru ekki litlir peningar. Ef hann er með 70 manna lið sem hann stjórnar, þá er það cirka 3,5 milljónir sem hann er að fara framúr áætlun pr. starfsmann. Er það ekki frekar mikið?Mikill tvískinnungur þessa dagana. Allir studdu 120 þús. kr. launahækkun pr. ljósmóður á mánuði fyrr í mánuðinum. margir vildu taka 500 milljarða gjaldeyrislán sem kallaði á vaxta greiðslur upp á tugi milljarða á greiðslutímanum (það þurfti að greiða lánið til baka). Sýslumaðurinn virðist eiga samúð alþýðunnar, þrátt fyrir að allt stefni í að hann fari upp undir milljarð fram úr fjárheimildum á einu kjörtímabili. OR setur orkuskatt á heimilin í borginni sem nemur líklega þetta 10-20 þús kr. á ári.Öllum virðist standa á sama. Sér fólk ekki að einhver þarf að greiða þessar skuldbindingar. Ef allir fengju að haga sér svona færi skattprósentan mjög fljótlega yfir 50%. Ekki víst að ef spurningunni yrði snúið við og fólk spurt, „viltu hækka tekjuskattinn um 25%?“ þetta er ekkert annað en ávísun á skattahækkanir.Ríkið þarf að taka til hjá sér. Húrra fyrir Birni Bjarnasyni að þora. Það er meira en margir samráðherrar hans hafa haft dug eða þor til að gera. Samfylkingarráðherrarnir össur og ingibjörg hafa farið hamförum í eyðslu og útgjaldasukki undanfarið. Það er komið nóg í bili. Jólin eru í desember, ekki september.

  • Anonymous

    Að einfalda þetta niður í að segja ,að fara fram úr fjárlögum eða fara ekki fram úr fjárlögum, og láta röksemdafærsluna snúast um það, hygla síðan í kjölfarið þeim er sagður hafa farið eftir þeirri heilögu forsendu, er eyðsla á tíma. Málið snýst um löggæslu í landinu og hvernig hún er skipulögð eða hvað það kostar að halda henni úti innan þess ramma sem við sættum okkur við. Þegar háttsettur innanbúðamaður lögreglunnar hefur áhyggjur af löggæslu í landinu er nauðsynlegt að taka heilbrigða umræðu um málið, eins og að 2/3 af starfandi mannafla í lögreglunni séu yfirmenn eða að yfirmaður lögreglunnar neitar að ljúga til um handtökuskipun. Stjórnkerfið þarf að vera gagnsærra, einfaldara og skilvirkara. Fólk þarf að vita hvað er um að vera, það er skylda þeirra sem við færum valdið.

  • Anonymous

    Það er ekki mjög klókt að undanskylja ábyrgð yfirmanna á því fé sem þeim er treyst fyrir. Það er talið að 90% af tíma yfirmanna fari í að brasa við að láta enda ná saman. Ef kostnaðurinn við að reka rakarastofu er mun meiri en tekjurnar, þá endar með því að rakarinn verður að leita sér að nýrri vinnu. Svo einfalt er það. Þetta er engin flókin hagfræði, samt er eins og margir séu ekki alveg að skilja þetta. Rakarinn verður þá kannski farinn að vinna á dekkjaverkstæði þegar búið er að loka sjoppunni.Þessi Jóhann Benediktsson, sem hefur aldrei opinberlega lýst yfir áhyggjum af einu eða neinu af því sem hann er að predika þessa dagana, áður en Björn Bjarnason ákvað að auglýsa embættið laus til umsóknar, kemur heldur seint með sínar áhyggjur EFTIR að staðan er auglýst. Jóhann Benediktsson hefur ekki trúverðugleika lengur. Menn líta á hann sem tapsáran náunga. Ef hann hefði stigið fram og komið með sínar áhyggjur meðan hann var enn Lögreglustjóri, þá hefði málið horft öðruvísi við. Hann eys úr skálum reiði sinnar af því staðan var auglýst.Menn hafa ýmsa mælikvarða á árangur. Margir hafa talað um góðan árangur tollgæslunnar í Keflavík varðandi magn fíkniefna sem hefur verið lagt hald á. Það held ég að sé erfitt að mæla.Þeir sem þekkja þennan eiturlyfja bransa vel, segja að það sé engin verðbólga í verðlagningu á dópi. Það gefur til kynna að enginn skortur er á efnum á íslenska dóp markaðnum. Segir það manni ekki að mikið magn sé að sleppa framhjá Tollgæslunni? Er það góður árangur? Er það góður árangur að dóp sé ódýrt og nóg sé til af því á markaðnum? Er tollgæslan þá að standa sig vel?Björn Bjarnason er að taka þennan slag, ekki til að afla sér vinsælda eða fylgis, heldur til að framfylgja þeirri stefnu sem hann telur vera heppilegasta. Hann hefur kjark í sér til að gera það sem hann telur vera þeim málaflokki sem honum er treyst fyrir fyrir bestu, ólíkt mörgum ráðherranum sem virðist bara framkvæma, án þess að nokkuð sé þar á bakvið. Það eru allt of margir sem eru á móti álverum fyrir kosningar, en gerast svo álheilar eftir kosningar. Svoleiðis tækifærismennska er ekki heppileg fyrir almenning í þessu landi til lengri tíma.Það er kominn tími til að Björn Bjarnason fái að njóta sannmælis. Það getur verið að mönnum finnist björn tréhestur. Það er röng greining. Hann hefur staðið vel fyrir sínu. Getað rökstutt sínar ákvarðanir á yfirvegaðan hátt. Hann býr ekki í fílabeinsturni eins og margir kollegar hans. Er snöggur til að svara gagnrýni, gerir það yfirleitt á fumlausan og rökstuddan hátt. Það er mikill kostur og væri jákvætt ef fleiri stjórnmálamenn höguðu sér þannigAMEN

  • Anonymous

    BB má sögulegu samhengi líkja við J.Edgar Hoover (flettu honum upp Röggi) og Mackartney-ismann i USA. BB sendir frá sér strauma Paranoiu, illsku og ótta. Hann er sannkallaður „vinur vina sinna“, þeirra innvígðu og innmúruðu (mannstu?) og lætur hvorki almennt siðferði né lýðræðið flækjast neitt fyrir sér. Hann virðist vera, leynt og ljóst að gera atlögu að stjórnarsamstarfinu ásamt besta vininum, Manninum í svörtuloftum, Davíð Oddsyni fyrrum foringja. Vonandi er tími þessarra manna að líða undir lok svo að íslenskt þjóðfélag geti náð áttum og almennu siðferði á nýjan leik.Ást og virðing, S

  • Anonymous

    Röggi !Hvaðan eru ,,gleraugun“ þín ?Er alveg sama hvað flokksfélagarnir gera vitlaust, þá þarf að verja það ?

  • Anonymous

    Heyr, heyr. Frábær færsla. Það er nú nefnilega þannig að það er ráðherra sem mótar stefnu en embættismanna er að sjá um framkvæmd. Að sjálfsögðu geta embættismenn reynt að hafa áhrif á mótun stefnu en ef gjá myndast á milli og embættismaðurinn treystir sér ekki til að framkvæma stefnu ráðherrans þá verður embættismaðurinn að eiga það við sig hvort hann sitji áfram í embætti eða snúi sér í öðru. Get ekki skilið að við skattborgarar gætum sætt okkur við að embættismenn ítrekað myndu leyfa sér að brjóta lög(fjárlög) og taka sér það vald í hendur að eyða okkar peningum langt umfram þá peninga sem þeim hefur verið úthlutað til að sinna þeim verkefnum sem undir þá heyra. Er ekki einmitt sífellt verið að tala um aðhald í fjármálum og að ríkisfjármálin séu að þenjast meir og meir út.

  • Anonymous

    Einmitt. Fjárlög eru lög. Það skýtur skökku við ef þessi mikli laganna vörður Jóhann Benediktsson er svo að brjóta lög sjálfur?Það er nú ekkert sérstaklega málefnalegt að tala um gleraugu manna óg setja það sem innlegg í umræðuna. Þetta væri svipað og ég myndi segja að Össur Skarphéðinsson væri eins og skúringamoppa í framan og hagaði sér meira segja sem slíkur. Ekki geri ég það?

  • Anonymous

    oftast glimur hæðst í tómri tunnu Álgerður sagði í silfrinu í dag að þegar embættið in voru sameinuð var uppsafnaður fortíðarvandi sem bb gleimdi að leisa svo hin sameinuðu embætti voru í mínus þrá því áður ne sameiningar hagræöing átti sér stað en þar sem flestir sem rugla hér sjá lítinn mun á kókkassa & frambjóðanda er ekki von á góðu

  • Anonymous

    „Á flestum málum eru tvær hliðar og kannski er kominn tími til að þeir sem hafa verið hvað hvað orðljótastir kynni sér efnisatriði málsins“. Þarna slóst þú tvær flugur í sama höfuðið Rögnvaldur. Þú ættir að sjá hina hliðina. Ef ágreiningurinn var persónugerður þá liggur það í hlutarins eðli að yfirmaður ber meiri ábyrgð á að reyna að rétta hann af en undirmaðurinn og það reyndi Björn í engu. Hefur þú engan áhuga á að lög- og tollgæslan í Leifsstöð nái eftirtektarverðum árangri? Nei, fyrirgefðu það er aukaatriði! Prinsippin ríða ekki við einteyming. Blár að eilífu, hvað sem tautar?Kv, KÓ

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur