Miðvikudagur 01.10.2008 - 12:11 - 5 ummæli

Meira um bankablúsinn…

Alveg er kyngimagnað að fylgjast með eigendum Glitnis fara hamförum í fjölmiðlum. Nenni varla að eyða orðum í Jón Ásgeir en stenst ekki freistinguna. Þeir sem ekki sjá í gengum ruglið í honum núna er gersamlega blindir. Þessi maður er búinn að blóðmjólka hvert fyrirtækið á fætur öðru. Icelandair hreinlega í tætlum og nú keyrir hann bankann sinn í þrot. Hver man eftir FL group? Heimtar hámarksávöxtun á fé sitt og tekur til sín þegar vel gengur. Brjálast svo þegar á móti blæs og hann getur ekki fengið meira fé til að leika sér með.

Þeir sem efast um að önnur leið hafi verið fær en að tala við seðlabankann þrátt fyrir aðvaranir Jóns! eru á rangri leið. Hef ekki hitt einn einasta mann sem vildi lána þessum köppum 84 þúsund milljónir af peningum okkar skattgreiðenda. Stjórnmálaskoðanir skipta engu, loksins. Kannski er runninn upp sá tími að þjóðin fer að sjá i gegnum þessa menn. Ekkert hefur vantað upp á þeir hafi fengið sitt í gengdarlausu góðærinu. Nú gerum við kröfu um Jón Ásgeir haldi einhverri reisn og standi í lappirnar.

Ef banikinn er svona gríðarverðmætur af hverju var hann þá að niðurlotum kominn? Stjórnarformaðurinn var í kastljósi í gær og talaði um hagnað ríkisins af kaupunum. Gengið rauk upp! það eru góðar fréttir segi ég. Hann kannski trúir þvi blessaður að gengið hefði rokið upp ef seðlabankinn hefði sagt nei…

Vilhjálmur Bjarnason, sem ég ber mikla viðringu fyrir, birtist okkur líka og bullaði. Sagðist viss um tryggingar hefðu verið fullnægjandi en viðurkenndi þegar á hann var gengið að hann hefði ekki kynnt sér málið. Bankastjórinn hans hins vegar sagði sjálfur að seðlabankinn hefði orðið að sýna sveigjanleika þegar tryggingarnar yrðu metnar. I rest my case…

Hluthöfunum virðist í raun sama um allt nema hlutinn sinn. Hagsmunir heildarinnar og viðskiptavina bankans aukaatriði. kannski skiljanlegt en við hin höfum annað sjónarhorn. Menn tíunda vondar afleiðingar þess að bankinn fór í þrot. Lánshæfi ríkisins versnar og ég veit ekki hvað og hvað. Hér er látið eins og valdhafar hafi átt fjölmarga góða kosti úr að spila. Af mörgum vondum valkostum var þessi illskástur.

Ábyrgðin liggur hjáþeim sem ráku bankann og áttu. Þeim sem hafa notið þess í ríkulega í góðærinu að eiga hann. Engir aðrir komu að því að reka hann í þrot.

Hvað halda menn að gerist ef svo ótrúlega vildi nú til að hluthafar Glitnis fyndu nú allt einu eignir og aura og forðuðu þessu. Hver mun treysta þessum aðilum fyrir peningunum sínum í framtíðinni?

Allt væl og dylgjur um annarlegar hvatir þeirra sem leystu vandann við illann leik er í besta falli fáránlega ósmekklegt. Og enn og aftur legg ég til að fjölmiðlamenn reyni að spyrja þá sem bera ábyrgð á stöðu bankans af sömu einurð og festu eins og þeir spyrja stjórnmálamenn…

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Hluthöfum er einmitt ekki sama um heildina. Þeir skilja hvaða atburðarrás er að fara af stað hér á landi. Það er búið að varpa kjarnorkusprengju á hagkerfið hér. Falloutið verður gríðarlegt. Hverjir heldurðu að fjármagni þessa 200 milljarða sem rænt var frá eigendum þeirra? Það er auðvelt að reikna það út að varlega áætlað mun þetta kosta hina bankana um 60-90 milljarða sem þeir geta hvergi fengið að láni. Þannig fer af stað keðjuverkun sem endar með því menn eins og rakarinn á horninu fer á hausinn. Allt út af því að ríkisvaldið ákvað að beita ofbeldi í stað þess að semja á eðlilegum forsendum.

  • Anonymous

    Í raun skiptir það ekki máli hvort Það sem seðlabankinn gerði var af illum kvötum eða ekki, niðurstaðan er sú sama, þessi gjörnigur mun hafa slæm áhrif á íslenskt atvinnulíf og maður tali nú ekki um heimilin í landinu. Gengið hefur fallið um 10% síðustu 3 daga með tilheyrandi kjaraskerðingu. Bankarnir hafa kanski verið illa reknir af gráðugum nönnum á síðustu árum, en rekstur þeirra er til mikilla fyrirmyndar miðað við ósköpin í seðlabankanum.

  • Ljónsmakkinn

    Það er víst nóg af traustum tryggingum í bönkunum í………….. viðskiptavild!!!Líklega hundruðir milljarða!!

  • Anonymous

    Að sjálfsögðu hækkar banki sem er fyrir innspýtingu nýs fjármagns í eigu fjárvana hóps fjárfesta en eftir innspýtingu í eigu ríkissjóðs. Það er óheyrilega heimskulegt að fárast út í „gróða“ ríkisins vegna þessa.“Gjörningurinn mun hafa slæm áhrif á ísl atvinnulíf…….“: Það eina sem þessi „gjörningur“ gerði var það sem þarf að gera, þ.e. stinga á kýlið sem rugl síðustu ára hafa skapað. Það þarf að passa sig á því hér að rugla ekki saman orsok og afleiðingu. Lántaka síðustu ára banka og einstaklinga og fyrirtækja er „slæmi gjörningurinn“, staða bankana nú er „afleiðingin“.

  • Anonymous

    Stærstu mistök Seðlabankans voru gerð í vor. Þá samþykkti Alþingi heimild til allt að 500 milljarða króna lántöku í erlendum gjaldeyri. Það lán var aldrei tekið þótt þeir sem vitið hafa og starfa að fjármálum hafi næstum grátbeðið bankann um að taka þetta lán strax. Raunar reyndi bankinn að klóra aðeins í bakkann núna síðsumars með 300 milljóna evru láni en það var of lítið og of seint.Á þessum tíma, það er í vor, og næstu tvær vikurnar, var skuldatryggingarálagið á ríkissjóð um 150 punktar eða 1,5% og lánið hefði því ekki verið mjög kostnaðarsamt. Hins vegar vildi Davíð Oddsson alls ekki taka þetta 500 milljarða lán af einhverjum orsökum. Vísir hefur heimildir fyrir því að hinir bankastjórarnir tveir hafi verið áhugasamir um að taka lánið og lítið skilið í þvermóðsku Davíðs.Síðar í sumar þegar spurt var eftir því hvað liði lántökunni voru svör Seðlabankans og raunar fjármálaráðherra einnig að skuldatryggingarálagið væri orðið of hátt. Nákvæmlega, það hækkaði og hækkaði af því að menn sáu ekkert koma frá Seðlabankanum. Í dag er þetta álag orðið yfir 570 punktar samkvæmt frétt á Bloomberg-fréttaveitunni.Næststærstu mistök Seðlabankans eru að þar á bæ sváfu menn algerlega á verðinum er Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað að dæla tugum milljörðum dollara inn á fjármálamarkaði heimsins til að reyna að lina lausafjárkreppuna sem ríkir þar. Seðlabankar hinna Norðurlandanna fengu sinn skerf af þessari aðstoð Bandaríkjamanna. Og meira til þegar bandaríska lánalínan til erlendu seðlabankanna var tvö- til þrefölduð í einni svipan í þessari viku. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi komið Seðlabankanum í opna skjöldu. En eins og einn sérfræðinganna sem Vísir ræddi við á þessum tíma sagði: „Þetta er ekki eins og boð í barnaafmæli. Menn verða að bera sig eftir björginni.“

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur