Laugardagur 11.10.2008 - 12:44 - 6 ummæli

Go Egill!

Þá styttist í að guðfaðir útrásarinnar og skuldsettra yfirtaka komi fram í silfri Egils. Bíð spenntur þó augljóst sé að ekkert nýtt muni koma fram í þættinum.

Hann mun nota sama trikkið og áður. Reyna að búa til stjórnmál úr málinu og fara með hefðbundna útgáfu af Davíðssálmum sem hann söng svo listilega í fjölmiðunum sínum með glæstum árangri í kringum baugsmálið. Kostnaðinn af þessum flutningi berum við svo öll eins og sumir hafa reynt að benda á árum saman.

Hvert stórfyrirtækið á fætur öðru rústir einar eftir kappann þó hann sjálfur hafi mokað undir sig tugþúsundum milljóna sem við sem þjóð skuldum útlendingum núna. Hann hefur margsýnt það áður að sómatilfinning er honum óþekkt.

Það geta menn séð á því hver viðbrögð Glitnismanna eru við ósómanum. Eins og venjulega er bara sparkað í allar áttir og núna í frekjukasti yfir því að fá ekki meira lánað til að setja í súpuna bragðvondu. Viðbrögð hinna bankanna gerólík.

Vonandi hefur Egill dug í sér til að þjarma að manninum. Margra ára svívirða hefur komið okkur á kaldan klakan á meðan þessir menn auðgast ótrúlega. Það er ekki okkur að kenna eða neinum öðrum. Ef Davíð hefur klúðrað þá er það gagnvart þjóðinni en ekki bankamönnum. Höfum það á hreinu.

Beinum spjótum okkar að þessum mönnum líka. Hættum að fjargviðrast eingöngu út í stjórnmálamenn þó þeir séu mistækir. Þeir hafa varla mikinn hag af því að klúðra. Jón Ásgeir og Bjöggarnir hafa hins vegar allan hag.

Ég hef ekkert á móti því að menn græði. Við eigum mikið af mönnum sem eru að græða án þess að skilja allsstaðar eftir sig rjúkandi rústir. Við ættum kannski að þakka okkar sæla fyrir það að Jón Ásgeir missti fljótlega áhuga á matvælabransanum hér heima og eftirlét pabba að græða þar. Þá væri sennilega búið að sjúga alla peninga þar út líka og yfir skuldsetja.

Ef augu þjóðarinnar opnast ekki núna þá er okkur ekki viðbjargandi. Þá eigum við svona menn skilið. Og hann og Thor fljúga á brott í fínu einkaþotunum sínum á vit auðæfa sina erlendis. Auðæfa sem við erum að stórum hluta greiðendur að þó við njótum aldrei kostanna.

Bind vonir við Egil. Nú er tími til kominn að sækja að þessum mönnum í stað þess að þeir komist upp með að ráðast að öllum með ásökunum. Láta menn svara óþægilegum spurningum. Það veitist fjölmiðlamönnum auðvelt þegar stjórnmálamenn eiga í hlut.

Þetta er dauðafæri. Höfuðpaurinn ætlar í vitnastúkuna.

Go Egill.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Anonymous

    Rétt Röggi.En athugaðu að glæpmennirnir eru nú búnir að koma sér saman um að eiga áfram öll dagblöðin. Og Stöð 2.Sér fólk ekki hvað er að gerast? Þeir verða enn máttugri en áður vegna þess hvað fjölmiðlarnir verða mikilvægir hér á næstu árum þegar uppgjörið fer framÞað verður að stoppa þessa menn.

  • Anonymous

    Það er margt til í þessu hjá þér Röggi en ekki gleyma því hver það var sem kom Baugsmálum af stað á sínum tíma. Og allir spyrja hvers vegna og hverju skilaði það, akkúrat engu öðru en skattpeningum þjóðarinnar.Það hljóta allir að sjá það nema kannski þeir sem eru með hausinn fullan af mannaskít hvað er höfuðvandamál þessarar blessuðu þjóðar. Það er og hefur verið í alltof langan tíma Davíð Oddsson og hans armur í Sjálfstæðisflokknum. Þetta lið er eins og íllkynja æxli og það þarf að byrja á því að skera það í burtu frá þjóðinni. Þessi óþjóðalýður hefur unnið þjóðinni ófyrigefanlegt tjón og ættu að drullast til að biðjast afsökunnar en til þess er þó lítil von þar sem þetta pakk er svo uppfullt af hroka. Mundu líka að það var Davíð sjálfur sem kom allri einkavinavæðingunni af stað með hjálp hækjanna í Framsóknarflokknum. Eftir því sem að mér skilst hafa þessir kónar sem hafa verið að græða allan þennan djöfuldóm af peningum farið að lögum.

  • Anonymous

    Baugsbúðirnar eiga eingar eignir. Vörurnar í búðinni eru í eigu birgjanna , þvi að Hagar sem eru í eigu Gaums greiða vörurnar eftir 90 daga. Fasteignir eru í eigu Landic property sem eru í eigu aums. Kíkið endilega inn á http://www.landicproperty.is og skoðið eignasafnið, síðan er spurningin hvað hvílir á þessum eignum. Vænanlega ery þessar eignir veðsettar upp í topp.IHG

  • Anonymous

    Þið Sjálfstæðismenn skulið ekki halda það að þið getið komið ykkur undan því að axla ábyrgð á því sem hefur skeð. Þið settuð reglurnar og þið réðuð fólkið sem átti að fylgjast með. Það getur verið að Jón Ásgeir og hinir „útrásarmennirnir“ séu fjárglæframenn, en þeir fylgdu reglunum. Á meðan bankarnir borguðu tugi miljarða í ríkissjóð, þá lágu ráherrar Sjálfstæðisfloks og Framsóknar á melltunni og gerðu ekki neitt. Sögðu að ríkissjóður væri skuldlaus vegna þess að þeir væru svo klárir.Það sem þarf að gera núna er að koma sjálfstæðisflokknum úr stjórn sem fyrst. Ég er ekki að segja að allir séu vonlausir í Sjálfstæðisflokknum heldur er forystan algjörlega óhæf og, það sem verra er, siðlaus.

  • Anonymous

    Ég spyr síðasta „ræðumann“: Hvað gerði Samfylkingin?

  • Anonymous

    Alveg pottþétt að Jón Ásgeir er með eitthvað uppi í erminni til að rétta sinn hlut. Hann fór með vonlaust mál gegnum hæstarétt og vann. Hann ætti ekki að vera í miklum vandræðum með einhverja leigutungu á borð við Egil Helgason. Allir vita hvar sá ágæti maður stendur þegar kemur að gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn. Hann mun bakka allt sem Jón Ásgeir segir illt um Davíð og Sjálfstæðisflokkinn. Spurningin sem ég held að allir séu að spyrja sig, hvert fóru peningarnir? Þessir fjármagnsflutningar úr íslenskum fyrirtækjum frá Danmörku og Bretlandi voru amk ekki að skila sér inn til bankanna á Íslandi.Hin spurningin er hvenær Davíð komi með næsta útspil Ef honum tekst til gæti hann líklega svo gott sem neglt alla leigupenna Baugs með einu höggi. Þá þyrftu þessir náungar, Egill, Hrafn og Illugi, Hallgrímu Helga, Ágúst Ólafur og co. að finna sér eitthvað annað til dægrardvalar en að tala illa um Davíð Oddsson og inngöngu í ESB, sem virðist hafa fuðrað upp í reyk og sinu undanfarna daga.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur