Handbolti getur verið skemmtilegt sport. Nú ætti að vera sóknarfæri eftir gott sumar. Jákvætt umhverfið hlýtur að hjálpa. Menn hafa verið að gera breytingar á keppnisfyrirkomulagi til að reyna að blása lífi í deildina og koma í veg fyrir að við körfuboltamenn kaffærum handboltann eitt árið enn. Íþróttir eru eins og menn vita söluvara í harðri samkeppni við aðra afþreyingu.
Þess vegna er mikilvægt að allir rói í sömu átt. Það gera ekki allir handboltamenn. Þeir eiga nefnilega Viggó. Hann hefur þrátt fyrir að vera kominn á sextugsaldur ekkert þroskast. Veit ekki hvort vanþroski hans og ruddaskapur er áunninn eða meðfæddur.
Alltaf skal honum takast að toppa viltleysuna í sjálfum sér. Hann þolir ekki dómara og hefur aldrei gert. það er sjálfur sér ekki endilega óalgengt en hitt er nánast einsdæmi að menn skuli nenna að trúa þvi að slakur leikur hjá dómara þýði að viðkomandi hafi viljandi verið að reyna að bregða fyrir menn fæti.
Frá mínum bæjardyrum séð er það rakinn skepnuskapur að saka menn um það opinberlega að vera óheiðarlegir. Ég bíð eftir því að einhver kæri Viggó til dómstóla fyrir svona þvætting. Greinilegt er að HSÍ er búið að gefast upp á því að reyna að aga manninn. Nú er ákveðið að að gera ekkert í þessum ummælum af því að hann sendi frá sér yfirlýsingu sem var í besta falli niðurlægjandi og hæðin og engin tilraun gerð til að draga til baka ummælin.
Í mínum bókum eru endurtekin brot og ítrekuð ærin ástæða til aðgerða. því oftar sem Viggó svívirðir starfsheiður dómara opinberlega því léttar sleppur hann! Þetta er sannarlega fín auglýsing fyrir sportið.
Sem betur fer búa ekki allar greinar að svona manni.
Röggi.
Við eigum líka Guðjón Þórðarson:“Þú býrð ekki til kjúklingasalat úr kjúklingaskít“
körfuboltamenn að kaffæra handboltann? Hvað mættu margir á seinasta landsleik í körfu? en handbolta?Eigðu þetta bull bara við sjálfan þig.
Sástu umræddan leik?Hvert einasta orð Viggós átti við rök að styðjast – en auðvitað á maðurinn að halda þessu fyrir sig.
Röggi þú veist það á Íslandi eru málin eftirfarandi:Þeir sem komast ekki í lið í handbolta og fótbolta fara í körfuna.Það eitt að vera orðinn 2 metrar á hæð tryggir þér landsliðssæti í körfunni.Íslendingar geta ekkert í körfu og almenningur hefur ekki hugmynd um hverjir eru í þessu landsliði.Þú ert alveg út á túni stundum í þessum pistlum þínum.