Sunnudagur 26.10.2008 - 11:54 - 8 ummæli

Stækkum álverið.

Hvenær ætli verði bankað upp á hjá mér og mér boðið að skrifa upp á það að kosið verði aftur um deiliskipulag hér í Hafnarfirði? Þá gefst tækifæri til að leiðrétta fyrri kosningu sem kom í veg fyrir að álverið hér fengi þá stækkun sem lofað hafði verið.

Pólitískt hugleysið í Lúlla bæjó kom í veg fyrir að staðið yrði við loforðin. Nú er lag og ekki eftir neinu að bíða enda hefur þessi vinnustaður aldrei truflað nokkurn mann hvorki hér í Hafnarfirði né annarsstaðar.

Bíð með penna í hönd…

Röggi.

p.s. Ég bý á völlunum….

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Anonymous

    það er undirsktiftalisti á n1 á lækjargötu. Ef þú ert spenntur fyrir stærra álveri

  • Anonymous

    Bíddur er álverð ekki að hrapa nú? Held að menn séu að hætta við Helguvík í bili Eigum við að gefa þeim í Rio Tinto rafmagnið?

  • Anonymous

    Þú fylgist lítið með heimsfréttum.Það er komin heimskreppa , allavega tæknileg heimskreppa. Olíuverð er í frjálusu og óstýrðu falli- sama er með ál á mörkuðum.Enginn veit hvernig fjármálakerfið (in) virka lengur.Við orðin bónbjargarfólk- gjaldþrota.Við verðum eingöngu að treysta á okkur sjálf næstu árin – með nánast allt.Byggja álver hér ? Gleymum því.. eða hver ætti svo sem að hafa áhuga á að byggja álver hér í hrundum fjármálaheimi ???

  • Anonymous

    gott að vita að enn eigum við Íslendingar hugmyndaríka menn með frumlega hugsun

  • Anonymous

    Er ekki tæpt ár síðan þetta var felld með stæl? Viltu bara láta kjósa aftur og aftur þangað til þú færð niðurstöðu sem þér líkar? Þetta minnir á ESB í Noregi. Þar er búið að kjósa þrisvar sinnum um ESB aðild, og fella það jafn oft. Þetta er vægast sagt vafasamt.Annars er lítil hætta á að nokkur álver verði byggð á næstunni, og líklega ekki stækkuð. Álverð fór í síðustu viku niður fyrir 10 dollara, sem hefur aldrei gerst áður. Aðeins tvisvar sinnum á síðustu 10 árum hefur álverð farið niður fyrir 20 dollara, minnir að í annað skiptið hafi það verið út af 11. sept., en þá rétti það sig við fljótt. Álverð hefur annars verið nokkuð stöðugt síðasta áratuginn, 35-45 dollarar. 9 dollarar er þess vegna algjört hrun. Hlutabréf í alcoa hafa lækkað úr tæpum 30 dollurum á hlut fyrir mánuði síðan, og niður í um 9 dollara á föstudag:http://quotes.nasdaq.com/quote.dll?page=charting&mode=basics&selected=AA&symbol=AA&timeframe=1m&charttype=line Á fréttavef Víkurfrétta má lesa tilkynningu frá Century Aluminium. Þeir eru eitthvað að draga í land:http://www.vf.is/Frettir/37935/default.aspx Hvort þeir seu að draga sig út í bili verður hver að dæma fyrir sig.

  • Stækkun ISALs felur í sér um 4 til 5 hundruð milljarða innspýtingu í þjóðfélagiðVirkjum + stækkun þúsundir starfa skapast við framkvæmdir allar tekjur af stækkun eru gjaldeyrir 60% af kostnaði verða eftir í landinu eða um tæpir 3 hundrið milljarðar sem er hærri upphæð en alþjóða bankinn lánar.ISAL selur ekki né framleiðir hráál heldur hálfunnar vöru sem selda á milli 25 til 30% hærra verði en heimsmarkaðsverð sé markaðsverð 2000$ þá er verð til ISALs 2400 til 2500$.Bæði álverin Reyðarál og Norðurál voru sett á laggirnar þegar álverð var um 1600$ á tonnið.Í gegnum tíðina hefur álverð verið háð sveiflum.

  • Anonymous

    Fyrirtæki sem er búið að lækka í virði um tæp 80% á síðustu 52 vikum er ekki að fara að gera eitt eða neitt á næstunni:http://topics.nytimes.com/top/news/business/companies/century-aluminum-company/index.html Ef þessi linkur með gengi Century aluminium er skoðaður, þá hlýtur hver að sjá að fyrirtækið er ekki að fara út í neinar framkvæmdir á næstu mánuðum. Því miður.

  • Það gegnir öðru máli hjá ISAL verði kosið aftur um deiluskipulagið er þeir tilbúnir að skoða stöðuna og hefja framkvæmdir.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur