Ég vill óska þjóðinni til hamingju með að Jón Ásgeir hefur nú eignast alla fjölmiðla landsins að ríkisútvarpinu undanskildu. Jafnvel þó menn þjáist heiftarlega af ofnæmi fyrir Davíð þá hljóta menn að sjá að þetta er fullkomlega fáránlegt og snýst ekki um stjórnmál.
Er ekki einu sinni viss um Berlusconi hafi þessa stöðu í hinni gerspilltu Ítalíu. Þeir sem harðast fagna þessu eru eru svo pikkfastir í pólitískri fötlun að engu tali tekur. það að menn í stöðu Jóns Ásgeirs geti ráðið því hvernig fjölmiðlun er er grafalvarlegt mál í prinsippinu. Við höfum öll horft upp á hvernig fréttastofan hans hefur verið nánast ónýt undir hans eignarhaldi.
Engu betra væri ef Björgólfur kæmist þessa stöðu. Þetta er hvergi leyft hjá siðuðum þjóðum. Enda búa ekki allar þjóðir að forseta eins og við hér. Veit ekki hvort vó þyngra þegar hann tók að sér að taka fram fyrir hendur á þinginu sem var kosið til að setja okkur reglur, pólitískt eðlið eða vinargreiði við gamla samherja og vini. Sagan mun ekki fara fögum orðum um þennan gjörning.
Eftir sitjum við í súpunni með einn aðal útrásarvíkinginn rétt nýbúinn að setja okkur á hausinn kominn með öll spil á hendur. Hann er ekki af baki dottinn blessaður og snarar hér fram einhversskonar gjaldmiðli til að ná þessu til sín. Hvort það eru aurar eða ekki aurar veit ég ekki.
Skipti lítlu. Ef að líkum lætur mun einhver annar borga á endanum…..
Röggi.
Sæll Röggi…Skil ekki hvað þú ert að fara með þessu? Þér fannst þetta í lagi með Björgólf Thor en er ekki Jón Ásgeir. Þú hefur reyndar alltaf verið mikið veikur fyrir þeim feðugm:)En þetta hlýtur að teljast gott mál hjá Jóni Ásgeiri. Hann er þegar byrjaður að hjálpa þjóðinni úr ógöngunum með því að mynda mótvægi á fjölmiðlamarkaðnum (Björgólfur Thor á moti) þar sem spáð er miklum samdrætti, uppsögnum og atvinnuleysi á næstunni. Björgólfur eldri nýbúinn að tilkynna að Moggin stæði varla undir sér lengur og Jón kemur sterkur inn til aðstoðar.Þorgerður Katrín (og fleiri þingmenn) yfirmaður RÚV er búin að gefa því undir fótinn að RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði (sem er nauðsynlegt) til að koma til móts við einkarekna fjölmiðla og þeir eru nú komnir í dreifnara eignarhald en áður með þessum kaupum Jóns Ásgeirs. Röggi, varst þú ekki með þá kröfu líka að RÚV væri tekið út af auglýsingarmarkaði? Þar erum við sammála og því gæti þessi innkoma Jóns Ásgeirs verið frekari innspýting í það að ríkið verði ekki í einokunaraðstöðu á fjölmiðlamarkaði líkt og allt stefndi í. Gott mál. Vona það sé enginn munur á Jóni og séra Jóni hjá þér, ekki frekar en Jóni Ásgeir og Björgólfi Thor? Menn hljóta almennt að fagna þessum tíðindum mjög því þetta verður til að auðvelda samruna Árvakurs og 365 og meira gegnsæi mun ríkja á fjölmiðlamarkaði en áður.P.S. það gæti farið svo að það þurfi ekki eftir allt að henda Davíð með handafli úr Seðlabankanum. Þessar fréttir og fleiri gætu framkallað massívt hjartáfall næstu daga ef líkum lætur.
Vá.. hvað var að gerast?Bjöggi Thor í fjölmiðlum á Íslandi… ehm hvar?Meira gegnsæi ef það er allt á sömu hendinni…. ehm hvernig?Mikilvægt mótvægi á fjölmiðlamarkaði með fækkun eigenda… ehm hvað?Allavega sammála þér með eitt… Fokk Davíð..En úfff…. hvaða spunamaskína er þetta?- Siggi Lú
Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson eru feðgar og yfirleitt talað um þá sem eina heild í viðskiptum hér heima. Þeir eiga Árvakur ásamt fleira af góðu fólki og nú Jóni Ásgeir líka.
P.S. Röggi, ég geri ráð fyrir því að þú vitir að Berlusconi og Davíð er bestu vinir í raun. Davíð hefur oft sagt frá ferðum sínum þangað.Davíð og frú eyða reglulega fríum sínum á heimili Berlusconi á Ítalíu. Skemmtilegt að þú skulir benda á þessa tengingu þarna á milli því ég var búinn að gleyma þessu. Davíð og Berlusconi…hvað eiga þeir annars sameiginlegt?
Röggi; Það er enginn munur á kúk og skítHvort þessir feðgar eða hinir feðgarnir eiga þessa fjölmiðla skiptir akkúrat engu máli. Einokunin er sú sama.Þó þín persónulega gremja beinist meira í eina átt, þá skiptir það akkúrat engu máli