Föstudagur 07.11.2008 - 09:38 - 7 ummæli

Þrískiptingin..

Katrín Jakobsdóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir voru í viðtali um daginn sammála um að alþingi væri hálflömuð afgreiðslustofnun fyrir ráðherra og ráðherra frumvörp væru einu frumvörpin sem fengju afgreiðslu þingsins. Þetta fannst þessum ágæti þingkonum ótækt og lái þeim hver sem vill.

Þær ræddu um hvernig mætti breyta þessu. Nefndu breytta vinnutilhögun og fleira gott en ekki það sem er augljósast. Sjálfstæði þings gagnvart framkvæmdavaldinu er í dag ekkert. Framkvæmdavaldið setur okkur lög og reglur. Þingmenn rétta svo upp hendur þegar við á. Ráðherrarnir skunda svo út í bæ að vinna eftir reglunum sínum.

Þetta er og hefur alltaf verið ótækt. Þingið á ekki að vera afgreiðslustofnun fyrir stjórnvöld. Þingið er löggjafasamkoma sem á að setja stjórnvöldum leikreglur. Við kjósum fólk til þings í þeim tilgangi. Til að setja lög en ekki til að framfylgja þeim. Dómstólar sjá svo um að lögum sé fylgt. Þrískipting valds.

Hér hjá okkur er þetta ekki þannig. Ráðherrar, framkvæmdavaldið, setur sjálfu sér reglurnar. það er vandinn sem þær stöllur ræddu. Þetta er grunnvandinn. Engu mun breyta þó við reynum að bæta verklag í þinginu. Þetta system er bara þannig að það mun alltaf virka illa.

Þess vegna var þrískiptingin sett í stjórnarskrána. það var ekkert djók eða vanhugsuð aðgerð. Og núna þegar margir tala um allsherjar uppstokkun á kerfinu er gráupplagt að skoða nú þennan þáttinn.

Og tryggja að þrískipting valds verði ástunduð svo stjórnvöld, framkvæmdavaldið, á hverjum tíma geti ekki farið fram án aðhalds þings og þjóðar. Og sett sjálfu sér leikreglurnar. það var aldrei meiningin.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Er þá ekki fyrsta skrefið í átt að „alvöru“ þrískiptingu valds að sjá til þess að ráðherrar sitji ekki á Alþingi?

  • Anonymous

    Væri ekki nær að Menntamálaráðherra myndi víkja.Hún er yfirmaður RÚV og er ekki lagi að Jón Ásgeir ráði yfir fréttamiðlum eins og Þorgerður.Það er alveg merkilegt með þessa sjalla hvað þeir eru hlynntir einkavæðingu meðan hún er í höndum réttra aðila.Ef ekki er hægt að treysta einkaaðilum fyrir fjölmiðlum, hvernig er hægt að treysta þeim fyrir sjúkrastofnunum.Hvernig var það þegar síminn var einkavæddur var þá mikið hugsað um margar hendur.Annaðhvort treystir þú fólki fyrir fyrirtækjum sem standa undir grunnþjónustu við fólkið í landinu eður ei.Einkavæðing hlýtur að vera hagkvæmust á færri höndum, líkt og sameiningar söngvar sem hafa ómað yfir löndum síðustu ára segja.Ert þú á móti einkavæðingu?Eða bara hlynntur henni ef það er einkavinavæðing

  • Þú hittir hér naglan á höfuðið. Það eru fleiri á sama máli um að stjórnarskránni þurfi að breyta til að aðskilja þessi valdssvið enn betur. Því miður er stjórnarskráin arfleifð konungsveldis og þjáist fyrir það. Á Fésbók er baráttuhópur um nákvæmlega þetta mál. http://www.facebook.com/group.php?gid=46270875914

  • Anonymous

    Röggi. Það þarf enga stjórnarskrárbreytingu. Það þarf bara að fara eftir þeim reglum sem settar hafa verið. Hvers vegna í veröldinni fara þessar konur ekki að vinna að brýnum málum í stað þess að standa og kvarta yfir því að það sé lítið að gera hjá þeim? Það er nákvæmlega ekkert sem bannar þeim það.

  • Anonymous

    Alveg hárrétt hjá Rögga.Hvernig þessu verður breytt er vandséð því að þeir sem hafa Framkvæmdavaldið hverju sinni kvarta ekki. En þetta er hluti af því sem þarf að tækla við að gera landið byggilegt og styrkja stoðirnar. Líkur á hverslax axarsköftum minnkar og mun fleiri öryggisventlar enda var það tilgangurinn með þrískiptingunni.Gott innlegg

  • Ég hef kallað þá lýðræðisræningja – og fengið bágt fyrir. Nú er vonandi fólk að átta sig á þeim þjófnaði sem þessir skíthælar hafa staðið fyrir gegnum árin.

  • Framsóknarmenn hafa flutt tillögur um að ráðherra sitji ekki á þingi í mörg ár. Allir flokkar verið á móti og íhaldið sínu verst.En batnandi mönnum er best að lifa

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur