Föstudagur 21.11.2008 - 10:55 - 7 ummæli

Dómgreindin hans Ólafs.

það er svo sem ekki nýtt að dómgreindin og eðlið svíki Ólaf Ragnar. Allur hans pólitíski ferill, sem enn stendur yfir, er meira og minna markaður því að karlinn tapar dómgreind reglubundið.

Nú situr hann á Bessastöðum og hefur gersamlega einangrast frá þjóð sinni eins og vinir hans útrásavíkingarnir. Hann sleikti þá og kjassaði seint og snemma árum saman. Gékk svo erinda þeirra í fjölmiðlafrumvarpinu og gerði þjóðinn mikinn óleik í leiðinni eins og öllum ætti nú að vera ljóst.

Þar var Ólafur á sögulegum lágpunkti því kostnaður okkar vegna þessa pólitíska vinargreiða er verulegur. Og nú skrifar hann bók á meðan hann enn gegnir embætti. Kannski er kostnaður okkar eitthvað minni við þann gerning enda svívirðir hann bara embættið með þessu en ekki bæði þing og þjóð.

Situr svo bara í hásætinu og neitar að tjá sig um bomburnar sem hann setti fram. Enda grunar mig að honum finnist blóðið sitt vera farið að blána mikið. Fyrir neðan hans virðingu að svara spurningum um bókina en í góðu lagi að skrifa hana.

Já dómgreindin hans Ólafs Ragnars lætur ekki að sér hæða….

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Anonymous

    Röggi þú ert bara klikkaður kall. Hættu þessu bloggi bara. Þú hefur ekkert að segja.

  • Anonymous

    Halltu þig bara við körfuboltann, þar sem þú getur bara haldið með þínu liði. Það er það sem þú gerir best.

  • Anonymous

    Frekar dapurt hjá þér – þú ert svo hrikalega hlutdrægur. Þarna brást þér dómgreindin, en hún bregst flestum, sumir eiga bara svo erfitt með að viðurkenna það, en þeim bregst hún ekkert síður en öðrum.Guðjón Friðriksson skrifar bókina. Kemur Davíð í klippingu til þín?

  • Anonymous

    Nú held ég að þetta hljóti að fara að vera gott hjá þér.

  • Anonymous

    Mér finnst þú góður! – Margir sem eru sammála þessu-Telma

  • Anonymous

    Þú er furðulegur sóðabloggari. Þig skiptir engu þó að þú slítir hluti úr samhengi, eða farir með hreina lygi. Dæmi um þetta er umfjöllun þínum fjölmiðlalögin og Ólaf Ragnar.Jónas Kristjánsson (ekki ritstjóri)

  • Forsetinn sagði skilið við þjóðina og fór fremstur með nýju vinum sínum útrásarhyskinu í nýju starfi sem klappstýra og fjölmiðlafulltrúi þeirra. Hann er forseti þeirra og á að segja sf sér og það strax. Bókin virðist vera ein „stórasta“ smjörklípa í anda Davíðs vinar hans.Gaman að sjá hversu virk náhirð Jóns Ásgeirs er á kommentakerfinu hérna til að kveinka sér undan Rögga og markvissum skotunum hans, sem augljóslega hitta þá illa fyrir.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur