Hvað ætlar Samfylkingin að verða þegar hún er orðin stór? það er brennandi spurning. Mér finnst Ingibjörg Sólrún vera á góðri leið sjálf. Gríðarlega mælsk og beinskeytt og fer nánast aldrei yfir strikið. Er að reyna að búa til landsföðurslega ímynd sem er svo nauðsynleg.
Núna er hún í ríkisstjórn með mínum mönnum við skilyrði sem enginn stjórnmálamaður hefur nokkru sinni þurft að horfast í augu við. Ólíkir flokkar um flest og ágreiningur um stór mál öllum ljós. Geir og Ingibjörg fara býsna vel með samstarfið og ágreininginn. Eru hófstillt og virka samhent.
Enda ekki vanþörf á akkúrat núna. Margir heimta kosningar núna þó flestum virðist augljóst að slíkt tal eru í besta falli broslegt. Kosningar núna þegar við þurfum mest á stöðugu stjórnafari að halda gagnvart okkur sjálfum og umheiminum væri glapræði.
Reyndar voru þeir skoðanabræður, Sigmundur Ernir og Sigurjón Egilsson, saman í útvarpinu í morgun að éta þessa kröfu upp eftir hvor öðrum. Annar taldi stjórnmálamenn hrædda við kjósendur og hinn taldi okkur ekki þurfa ríkisstjórn! það væri hvort eð er búið að taka allar ákvarðanir. Þetta er fólkið sem býr til fjölmiðlana…
þeir eru kannski að taka þetta upp eftir tveimur ráðherrum Samfylkingar. Af hverju ráðherrarnir rjúka nú til og bulla um þetta er mér hulin ráðgáta. það er akkúrat svona uppákomur sem hafa staðið vinstri flokkunum fyrir þrifum árum saman. Upphlaup og óstöðugleiki.
Ekkert er að því að hafa þessa skoðun og lang líklegast er að fljótlega verði kosið. Þetta fólk er að leitast eftir stundar vinsældum en sú leit hefur leikið margan stjórnmálamanninn grátt. Þetta veit Ingibjörg enda hefur hún stórbætt pólitískt stöðumat sitt og tímasetningar.
Og hafi hún líka kjarkinn þá fjúka þessir ráðherrar nokkuð örugglega úr stólum sínum og geta þá hafið eftirsóknina eftir vindi sem óbreyttir. Með því tæki hún stórt pólitískt frumkvæði og styrkur hennar yrði öllum ljós.
það er nefnilega þannig hjá okkur að alltaf er leitast við að fyrirgefa og gleyma. Verja sitt fólk í gegnum þykkt og þunnt. Akkúrat þessa dagana fer þetta rosalega í taugarnar á fólki.
Með því að losa sig við þessa ráðherra sem er þreyttir þá tæki hún frumkvæðið af mínum mönnum sem þyftu svo sannarlega á andlitslyftingu að halda líka.
Þetta er dauðafæri.
Röggi.
Sæll Rögnvaldur. Það er oft gaman að lesa þig og oft hittir þú naglann á hausinn en það lítur út fyrir að þú teljir stjórnmál eingöngu snúast um að vera í liði. Þú ert of fyrirsjáanlegur. Ég er oft sammála þér þegar þú skrifar um andstæðinga liðsins sem þú ert í. En hvernig stendur á því að þú gagnrýnin beinist aldrei að þínu liði? Jú, það koma kannski stundum smá ábendingar til þeirra frá þér en aldrei föst gagnrýni. Góður dómari eins og þú þarft að geta séð allar hliðar málsins, ekki lokað augunum þegar uppáhaldsleikmaðurinn brýtur af sér.kv. Steinar
Alltaf jafn ferkanntaður,Sjallarnir eru Drullu hræddir við kostningar og fengju sennilega færri en 10 þingmenn ef yrði kosið í vor. Það alvarlega er að ISG er að grafa sýna eigin gröf og á þetta eftir að koma henni í koll.Og ég er sammála Steinari hér að ofan, þú ert svona hliðarlínu kall, veist þetta allt EN spilar ekki sjálfur. Sennilega gömul meiðsli úr ungliða hreyfingunni.Steini
Ekki vottur af sjálfstæðri hugsun Rögnvaldur. Farðu bara að þrífa dómarbúninginn eða eitthvað. Það er ekkert vit í þessu hjá þér.