Mánudagur 24.11.2008 - 09:18 - 10 ummæli

Álfheiður Ingadóttir ruglar.

Borgaraleg óhlýðni varð á þessu ári tískufyrirbrigði. Vörubílstjórar ruddust á göturnar og sköpuðu umferðaröngþveiti sem vatt svo upp á sig þannig að þeir sem voru óánægðir með bara eitthvað bættust í hópinn og öllu var mótmælt. Við vitum hvernig það fór. Eitt allsherjar rugl sem snérist undir það síðasta um að lemja á lögreglunni.

Nú er tími mótmæla og óánægju. Ekkert nema gott um það að segja ef fólk vill koma saman og mótmæla. Og líklega verður seint hægt að koma í veg fyrir eggjakast og fánahyllingar í kringum svoleiðis. Sumum finnst það tilheyra og vera sniðugt. Mér ekki…

Þeir sem standa fyrir mótmælum og fundum á torgum þurfa að muna að sýna ábyrgð í tali. Annars er hætta á stigmögnun sem enginn veit hvar endar. Svo eru auðvitað þeir til sem vilja bara að svona magnist og endi helst í allsherjar óreglu.

Álfheiður Ingadóttir er nálægt því. Hún hafði ágætan skilning á því að hópur fóks reyndi með hreinu ofbeldi að ráðast inn á lögreglustöð. þeirri árás var hrundið sem betur fer. það er grafalvarlegt að ýta undir svona hegðun þó henni þyki þessi borgaralega óhlýðni kannski smart.

Hvurslags þjóðfélag vill konan að við eigum hér? Eigum við að safna saman hópi af reiðum vinum okkar og ráðast til inngöngu hjá skattinum ef við teljum menn þar ósanngjarna? Ættum við að ráðast inn í þingið og taka það í gíslingu?

Undir engum kringumstæðum er hægt að mæla með svona hegðun. þeir sem ekki sjá að með því er vegið að grunnstoðum samfélagsins og allsherjarreglu eru frá mínum dyrum séð blindir eða eitthvað þaðan af verra.

Kannski gott að ryfja það upp að Álfheiður situr á löggjafarþingi okkar Íslendinga. Þar er hún fulltrúi löggjafans…….

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Anonymous

    Það er ömurlegt hvernig ákveðið fólk er búið að „stela“ mótmælum almennings á Austurvelli.Þarna eru nokkrir ungir krakkar úr VG að skemmta sér við að skíta út alþingishúsið. Og svo kvatti Hörður Torfa til þess að fólkið stormaði löggustöðina. Hver ákveður annars ræðumennina? Er það hann? Ég held að þeir sem vilja ekki lengur sætta sig að ákveðið fólk eigni sér mótmæli almennings vegna þeirra hrikalegu mistaka sem hér hafa verið gerð verði bara að koma sér upp eigin mótmælum óháðra.Þetta gengur ekki.

  • Anonymous

    Það er ömurlegt hvernig ákveðið fólk er búið að „stela“ mótmælum almennings á Austurvelli.Þarna eru nokkrir ungir krakkar úr VG að skemmta sér við að skíta út alþingishúsið. Og svo kvatti Hörður Torfa til þess að fólkið stormaði löggustöðina. Hver ákveður annars ræðumennina? Er það hann? Ég held að þeir sem vilja ekki lengur sætta sig að ákveðið fólk eigni sér mótmæli almennings vegna þeirra hrikalegu mistaka sem hér hafa verið gerð verði bara að koma sér upp eigin mótmælum óháðra.Þetta gengur ekki.

  • Þér náttúrulega finnst engin gerð mótmæla nokkurn tímann viðeigandi.Íslenskt samfélag væri betra ef stjórnmálamenn óttuðust íslenskan almenning.

  • Anonymous

    Er Álfheiður ekki fulltrúi kjósenda sinna á löggjafasamkundunni? Fyrst þú ert nú á annað borð að „ryfja“ þetta upp.

  • Anonymous

    Vá, þú talar um borgaralega óhlýðni eins og það sé eitthvað ljótt. Það er til hugtak fyrir fólk með þannig afstöðu…

  • Þú ert alveg eins og Geir vill hafa þig

  • Krakkar úr VG hvað hefurðu fyrir þér í því nafnlaus? Svo er þetta blogg þitt alveg óendanlega leiðinlegt og ómerkilegt alltaf hreint. Þú ert svo ástfanginn af samfélagslegri reglu að þú munt deyja við að verjana þrátt fyrir að reglan sé eins spillt og hægt er.

  • Anonymous

    joðÞað væri gaman að sjá einhverja vitræn skoðannaskipti um hversu gáfulegt það er að brjótast inn í lögreglustöðvar eða aðrar opinberar stofnanir þegar verið er að mótmæla yfirvöldum?Legg til að þeir sem eru með svona ríka sjálfspíningarþörf að lesa skrif Rögga gegn sínum vilja, leiti sér aðstoðar hjá fagaðilum.

  • Anonymous

    Samfélagsleg regla er það sem skilur mannfólk frá skynlausum skepnum. Mér þykir það nokkurs virði.Það sem fram fór við lögreglustöðina á laugardaginn voru skrílslæti, ég skil ekki hvernig nokkrum dettur í hug að koma liðinu sem þar hafði sig í frammi til varnar.

  • Anonymous

    Borgaraleg óhlýðni er eitt.Að ráðast á byggingu með grjótkasti og ógna lífi og limum fólks er annað. Óverjandi. VG til skammar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur