Þriðjudagur 25.11.2008 - 19:20 - Rita ummæli

Dylgjur um samning borgarinnar við Val.

Nú berast fréttir af óánægju íþróttafélaga í Reykjavík með það sem kallað er óeðlileg sérkjör sem Valsmenn fá hjá Reykjavíkurborg. Þessi óánægja virðist þó að mestu nafnlaus enda efnisatriði máls þannig að varla mun nokkur leggja nafn sitt við.

Því fer víðs fjarri að Valsmenn séu að fá sérmeðferð hjá borginni. Mér er nær að halda að þeir sem eru að blása þetta út viti hreinlega ekki mikið um þann samning sem borgin gerði við Valsmenn á sínum tíma. Reyndar er það þannig að fæstir í íþróttahreyfingunni trúðu því að Valur væri með söluvöru í höndunum í félagssvæði sínu. Það er önnur saga, og þó.

Valsmenn hf sem keyptu svæðið af félaginu tóku lán til að standa við sitt og ætlaði að ná sínu til baka með sölu á lóðum sem var búið að skipuleggja. Kannski rétt að minna á það að á þessum tíma var lóðaverð í Reykjavík skýjum ofar.

Svo gerist það að borgin biður um frest til að breyta skipulagi og var sá frestur veittur. Svo gerist það aftur og enn var sá frestur veittur og ég veit ekki betur en að enn sé skipulag á svæðinu óráðið.

Þeir sem ekki sjá að hér er borginni skylt að tryggja að Valsmenn hf beri ekki kostnað af láninu sem þeir tóku til að standa við sitt eru blindir. Í samningi Valsmanna hf var klausa um styrk til unglingastarfs sem ekki hefur, eðli máls samkvæmt verið hægt að standa við.

Borgin leggur nú út fyrir þessum styrk og kannski rétt að árétta að þar er verið að leggja út peninga sem á að endurgreiða þegar skipulag verður loks komið á og hægt að selja lóðir.

Borgin er sem sagt að hjálpa Valsmönnum hf til að lágmarka það tap sem þeir verða alveg augljóslega fyrir vegna þess að borgin hefur ekki getað staðið við sitt. Þó er klárt mál að Valsmenn hf munu ekki fá það verð fyrir lóðirnar og þeim stóð til boða þegar beiðnir Reykjavíkurborgar um frestun á fullnustu samnings tóku að berast.

Staðreyndir þessa máls liggja allar fyrir og því er furðulegt að ónefndir forráðamenn einhverra félaga skulu komast upp með dylgjur sem þessar. Valsmenn fengu ekkert gefins en bera samt talsvert tap sem klárlega verður ekki að fullu bætt.

það að borgin reyni að bjarga því sem bjargað verður gagnvart félaginu er í hæsta máta eðlilegt og sanngjarnt.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur