Föstudagur 28.11.2008 - 09:59 - 1 ummæli

Grein Jóns Steinssonar um viðskipti.

Jón Steinsson skrifar reglubundið frábærar greinar um Íslenskt viðskiptalíf í moggann. Í gær varaði hann okkur við því að láta menn komast upp með þær æfingar sem hafa átt stóran þátt í að koma okkur í þá skuldastöðu sem við erum í.

Þá er hann að tala um brellur tengdra aðila sem selja sjálfum sér fyrirtæki fram og til baka á sífellt hækkuðu verði. Nefnir í því sambandi Sterling og 10/11. það fannst mér áhugavert. Af hverju 10/11?

Voru viðskiptin með 10/11 ekki dæmd lögleg í hæstaretti? Kannski eru svona taktar löglegir hér. Frá mínum bæjardyrum séð voru viðskiptin sem áttu sér stað með 10/11 á sínum tíma skólabókardæmi um hvernig hægt er að þverbrjóta lög um hlutafélög og komast upp með það. Mér er enn hulin ráðgáta hvernig hægt var að koma þeim í gegnum dómskerfið.

Kannski verður æra þessa manns troðin ofan í skítinn eins og sumra annarra sem hafa reynt árum saman að benda á hvernig þessir menn stunda sín viðskipti. Öllu var til fórnað. Kannski sér til lands í þessu núna.

Hugsanlega rumskar þjóðin og sér það sem alltaf var augljóst. Þau viðskipti sem eiga sér stað með 365 og voru reynd við TM eru sú tegund viðskipta sem við eigum ekki að líða. Slugsarnir búnir að skuldsetja fyrirtækin upp í topp og fá svo bara niðurfellingu og meiri peninga að láni. Og hafa í leiðinni grætt verulega sjálfir.

Þetta þarf að stoppa og þó fyrr hefði verið því reikningurinn endar alltaf hjá okkur.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    joðÞví miður hefur komið óumdeilanlega í ljós með dómum í Baugsmálinu að bréfið dularfulla til dómara „Einnota réttarfar“ lýsti fullkomlega hvernig stórveldi og peningaöfl – menn geta í skjóli “ ofbeldis „keypt“ sér þá niðurstöðu dóma sem þeim hentar.Jón Gerald sýnir óaðyggjandi á síðunni http://www.baugsmalid.is/ hvernig lyginn og óréttlætið sigrar sannleikann og réttlætið. Baugsmenn hafa ekki gert minnstu tilraun til að reyna að leiðrétta „rangfærslunum“ sem þeir sögðu vera í því sem kemur fram á síðunni, sem vekur furðu eins og þeir eru annars duglegir við slíkt og hvað þá hóta lögsóknum. Segir það ekki allt?Það væri ansi forvitnilegt að kanna hug almennings núna gagnvart niðurstöðu málsins eftir að meint afbrot þessara aðila hafa komið betur í ljós? Og við erum bara rétt búin að sjá toppinn á ísjakanum spái ég.Hafa Baugsmiðlarnir verið að kanna hug almennings um trúverðuleika Jóns Ásgeirs og málefnum sem hentuðu honum til að lemja á „Baugsóvinunum“ núna, eins og þeir voru svo duglegir við að gera fyrir stjörnuhrapið?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur