Föstudagur 28.11.2008 - 09:04 - 6 ummæli

Málfrelsi Katrínar.

Katrín Oddsdóttir varð hetja á svipstundu um síðustu helgi þegar hún hélt þrumandi ræðu yfir reiðum Íslendingum á Austurvelli. Þar fullyrti lögfræðineminn að stjórnvöld hefði brotið lög á borgurnum en þessi málflutningur var hrakin eftirminnilega í mogganum í fyrradag. Fólkið var aftur á móti ánægt með messuna.

katrín þessi er víst að læra lögfræði en á margt ólært greinilega. Sagðist í útvarpi standa við hvert orð og mun hiklaust hvetja fólk til þess að beita ofbeldi gegn valdhöfum ef þurfa þykir. Þeim skal koma frá með illu frekar en góðu.

Merkilegur málflutingur hjá verðandi lögmanninum. Hvenær skipta lög máli og hvenær ekki? Makalaust hvað pólitísk blinda getur afvegaleitt. Ekkert er að því að vilja stjórnina burt en verra að hvetja til hluta eins og valdaráns. Fyrst er ráðist á lögregluna og næst kannski alþingi…

Orðum fylgja ábyrgð. Katrín telur að þetta snúist um málfrelsið. Vissulega er henni eins og öðrum frjálst að tjá sig á hvaða þann hátt sem henni sýnist. Engum dettur í hug að draga þann rétt í efa.

Né heldur rétt okkar hinna til að krefjast þess að viðkomandi axli ábyrgð á orðum sínum. Það ætti verðandi lögmaðurinn að vita.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Þegar Katrín flutti hina kröftugu ræðu sína var allt hrunið og elítan sem stýrði hruninu sat og vélaði við IMF um „björgunaraðgerðri“ sem munu endanlega ganga frá Íslandi sem sjálfstæðu ríki.Smáborgaralega þrælslundin sem viðbrögðin við ræðu Katrínar sýna, mun fleyta elítunni áfram í nokkra mánuði í viðbót en tíminn er að renna út.

  • Anonymous

    Katrín er án efa talskona alls alþýðufólks. Byltingu strax

  • Anonymous

    Stóri vandinn við ræðu Katrínar var kannski helst að þar stóð ekki steinn yfir steini því hún virtist ekki hafa nema yfirborðslega þekkingu á því sem hún var að tala um.

  • Anonymous

    Var að spá í framkvæmdarhliðina hjá henni. Ekkert mál að vera með hótanir til hægri og vinstri en er það ekki frekar hallærislegt ef maður ætlar ekki að standa við hótanirnar. Ef mig minnir rétt þá sagðist hún ætla að fara og bera ráðamenn út.Gæti vafist fyrir henni að bera forsætisráðherra út, svona hreint físískt. Nú svo ég tali ekki um þingmenn eins og Árna Johnsen eða Guðjón Arnar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur