það er engu logið upp á VG. Steingrímur aðal birtist okkur grautfúll yfir því að stjórnvöld reyni að bjarga okkur frá hörmungum. Hann er á móti eins og alltaf og mun væntanlega minna okkur á það eftir 12 ár að hann hafi nú verið á móti skuldsetningu ríkissjóðs. þannig póltíkus er hann. Eftir höfðinu dansa […]
Katrín Jakobsdóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir voru í viðtali um daginn sammála um að alþingi væri hálflömuð afgreiðslustofnun fyrir ráðherra og ráðherra frumvörp væru einu frumvörpin sem fengju afgreiðslu þingsins. Þetta fannst þessum ágæti þingkonum ótækt og lái þeim hver sem vill. Þær ræddu um hvernig mætti breyta þessu. Nefndu breytta vinnutilhögun og fleira gott en […]
Margt er skrýtið í kýrhausnum. Mér hefur verið tíðrætt um það lengi að við verðum að passa upp á fjórða valdið, fjölmiðlana. Nú er kominn upp staða sem ekki má koma upp. Stórlega varasamur fýr hefur eignast allt heila klabbið. Allir virðast sjá að það er óhæfa. Verulega er skemmtilegt að fylgjast með fólki sem […]
Ég vill óska þjóðinni til hamingju með að Jón Ásgeir hefur nú eignast alla fjölmiðla landsins að ríkisútvarpinu undanskildu. Jafnvel þó menn þjáist heiftarlega af ofnæmi fyrir Davíð þá hljóta menn að sjá að þetta er fullkomlega fáránlegt og snýst ekki um stjórnmál. Er ekki einu sinni viss um Berlusconi hafi þessa stöðu í hinni […]