Miðvikudagur 10.12.2008 - 09:33 - 4 ummæli

Fréttablaðið í vörn.

Nánast sorglegt að sjá hvernig rítstjórar Fréttablaðsins reyna að telja okkur trú um að engu skipti hver borgar þeim kaup. Blindur maður sér að aðalfréttin er hvernig ekki er skrifað í þetta annars fína blað.

Engu skiptir hvort um er að ræða fréttstjóra stöðvar 2 eða fréttablaðsins. Alltaf er hlaupið til þegar eigandinn þarf að komast að og nú síðast til að leiðrétta grein sem birtist ekki í Fréttablaðinu. Lesendur Fréttablaðsins geta lesið leiðréttinguna en ekki greinina.

Eigendur Fréttablaðsins eru heppnir með ritstjóra því ég hef mjög mikla trú á Þorsteini Pálssyni þrátt fyrir allt. Það er bara Þorsteinn sem er ekki mjög heppinn með eigendur……

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Anonymous

    Þetta er ekki lítil ásökun hjá þér í garð þessara blaðamanna. Þú vegur að starfsheiðri þeirra bara si svona án þess að rökstyðja mál þitt af e-u viti.

  • Anonymous

    Það mætti alveg vera einhver rökstuðingur þarna að baki. Ég hef ekki séð að baugsmiðlar hygli sínum eigendum meiri en aðrir miðlar…

  • Anonymous

    joðÞað er með eindæmum þessi vonlausa varnartaktík Baugsnáhirðarinnar.Göbbels var áróðursmeistari nasista þegar þeir voru við völd og beitti einmitt þessu áróðursbragði: „Að endurtaka lygina nógu oft til að almenningur færi að trúa henni!“Legg fram þessa grein Andrésar Magnússonar í Mbl. um hyglun eigenda Baugsmiðlana skrifuð fyrir tæpum 5 árum sem ætti að svara vel þessum réttu fullyrðingum Rögga, sem ber ekki ábyrgð á handónýtum starfsheiðri Þorsteins og Jóns Kaldals, sem og öllum hinum leigupennum Baugsnáhirðarinnar. Það gera þeir best sjálfir.http://athugasemdir.blogspot.com/2004/01/sannleikanum-er-hver-srreiastur.htmlFleiri skrif um sama málefni ma. þar sem Baugspennar lýsa reynslu sinni að þurfa að gegna kröfum og ritskoðun Jóns Ásgeirs:http://baugsmalid.is/?k=ritskodun

  • Anonymous

    joðRöggi. Get ekki sett inn linkana. Gæturu gert það fyrir mig takk.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur