Mánudagur 15.12.2008 - 10:36 - Rita ummæli

Og augun eru að opnast…

Illugi Jökulsson fer mikinn núna og heimtar skýringar á því að ritstjóri DV skuli láta menn út í bæ hafa áhrif á það hvað fer í blaðið. þetta kemur Illuga á óvart sýnist mér.

Það er stórmerkilegt alveg. þetta kemur mér ekki á óvart enda fyrir löngu orðið ljóst að Reynir Traustason er kjölturakki eigenda sinna. Nú man ég ekki nákvæmlega hver afstaða Illuga var til fjölmiðlalaganna en hafi hann verið á móti þeim þá bað hann um þetta rugl.

Greinilegt alveg að æ fleiri eru að sjá ljósið. Jón Gerald er að verða hetja eftir að hafa þurft að þola magnaðar árásir árum saman í fjölmiðlum mestu þjófa sögunnar. Jónina Ben og reyndar fleiri sem reyndu að berjast gegn þessum mönnum voru skrifuð geðveik og rugluð og sökuð um að vera fótgönguliðar Davíðs. það var þá….

Núna tekst allt í einu að draga fram fræðimenn sem benda á hið augljósa. það sem blasti við allan tímann en hvorki fjölmiðlar né fólk sem ekki getur brotist út úr pólitískum slag vildu sjá. Þjóðin var höfð að fíflum og þeir sem bentu á það fengu að finna fyrir því.

Pólitíska uppgjörið mun fara fram því stjórnmálamenn þurfa að mæta kjósendum sínum á endanum. Nú skulum við einhenda okkur í það gera upp við þessa örfáu gaura sem stálu þjóðarauðnum, íbúðunum okkar til dæmis, skuldsettu okkur til eilífðar og sitja svo fínir menn erlendis og horfa á þjóðina basla við reikninginn.

Staðreyndirnar eru að ryðjast upp á yfirborðið núna og loks virðist þjóðin tilbúin að opna augun og það þrátt fyrir að sumir fjölmiðlar þegi þunnu hljóði.

Vonandi verður Illugi öflugur liðsmaður þegar kemur að þessari tiltekt þó hún lúti ekki að því að slá pólitískar keilur. Það eru nefnilega víðar rotin epli en bara í pólitík og á meðal embættismanna.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur