Hvað getur maður skrifað um Reyni Traustason? Þessi maður sem hefur farið mikinn og hvergi dregið af sér í því að draga menn í svaðið þegar honum og hans vinnuveitendum hefur hentað. Stóryrðin ekki spöruð og gjarnan talað um siðferði og ábyrgð.
Svo þegar endanlega sannast að Reynir er algerlega óhæfur og siðlaus þjónn eigenda DV þá er annað hljóð í strokknum. Blessaður kallinn metur þetta mál þannig að stærðargráðan skipti öllu. það er hlægilegur útgangspunktur.
Hér er um grundvallaratriði að ræða og það ætti hinn sjálfskipaði siðapostuli að vita. En auðvitað skiptir þetta litlu því þeir voru varla margir sem gerðu þær kröfur til DV að þar færi alvöru fjölmiðill.
Hér eftir er algerlega óþarft að gefa þennan snepil út því ritstjórinn er marklaus og eigendurnir siðlausir. En þessi hópur manna þarf að eiga fjölmiðil af þessari sort hvað sem það kostar.
Og það kostar. Makalaust tap ár eftir ár skiptir þar litlu enda vita þessir menn að til eru leiðir til að láta aðra borga skuldir. Reynir Traustason er heppinn að þurfa ekki að mæta kjósendum til að halda vinnu sinni eins og stjórnmálamenn munu gera og axla þá ábyrgð sína.
Hann er í öruggu skjóli þar sem tryggð við eigendur er eina boðorðið. Hann kann það boðorð betur en aðrir menn og nú hefur hann fengið syndaaflausn hjá sér og sínum.
Þvílíkur brandari…
Röggi.
Sigurður Þ. Einarsson verður seint kallaður eigandi DV. Þarna virðist því um að ræða aðför auðmanns sem hefur bankaítök en ekki eigendur sem hafa hagsmuna að gæta. Mér er spurn; ef beittasti miðillinn lætur undan ritskoðun, hvar eru þá hinir miðlarnir staddir? Fréttablaðið? Morgunblaðið? Hvenær skyldum við fá að vita um auðmennina sem hafa áhrif á þær umfjallanir.
Sæll RöggiJá, þetta er slæmt mál. Kemst samt ekki nærri hollustu og/eða ótta „Sjálfstæðisflokksins“ við Davíð Oddsson sem má ekki hrófla við vegna þess að hann er innmúraður í regluverkið.Sorgleg dæmi bæði tvö…En sönn