Mánudagur 22.12.2008 - 20:14 - 1 ummæli

Eru allir að tala um mútugreiðslur?

það er ekki ofsögum sagt að fjölmiðlar eigi undir högg að sækja nú um stundir. Eigendahollir eins og áður og nú er mómentið þannig að full þörf er á að vanda sig. Virðingin fyrir þessum stofnunum á undanhaldi enda fagmennska á stundum aukaatriði.

Ísland í dag er merkilegur þáttur. Þar hafa verið nokkur gersamlega fáránleg augnablik undanfarin ár þar sem hlutdrægni og amatörismi hafa fullkomnast. Eða kannski bara getuleysi sem er vissulega betri kostur en hinir…

Í kvöld var Sölvi að tala við forsætisráðherra. þar hrukku frá honum magnaðar spurningar sem gersamlega var vonlaust að svara. Fátt kemur mér orðið á óvart þegar um fréttastofu Óskars Hrafns er að ræða en lengi er þó von á einum…

Sölvi ræddi það af fullri alvöru við Geir að altalað væri að forsvarsmenn lífeyrissjóða hefðu þegið mútur í tengslum við ákvarðanir sínar í starfi. Þessu er bara slengt fram rétt sí svona. þær verða varla alvarlegri ásakanirnar en þetta.

Meira að segja í kaffispjalli í Múlakaffi yrði venjulegur maður krafinn um heimildir fyrir svona löguðu. En á þessari fréttastofu nægir að menn telji hlutina altalaða til að henda þessu í loftið. Ég efast ekki um að þetta er altalað á fréttastofunni en það dugar ekki til. Reyndar er eitt og annað altalað um vinnuveitenda hans og sumt af því fréttnæmt en nær samt ekki í loftið….

Ætli fréttastofa stöðvar 2 að reka af sér slyðruorðið er að mínu viti hreint ekki vitlaust að stefna óhikað á fagmennsku. Enda alls engin ástæða til að gera minni kröfur til fjölmiðlamanna en til dæmis stjórnmálamanna.

Ég legg eindregið til að Sölvi segi okkur hvað hann veit um þessar mútu greiðslur sem allir eru að tala um.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    Sölvi verður kominn með kúrekahattinn fyrir jól. Farinn að ritstýra DV. Hann er með Potentialið.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur