Þriðjudagur 06.01.2009 - 10:54 - 5 ummæli

Nafnlaus komment.

Frelsið er vandmeðfarið eins og við vitum. Bráðum fer frelsi að verða skammaryrði í okkar máli og það yrði afleitt. Frelsi til tjáningar má aldrei skerða og nú virðist gæta misskilnings hjá mörgum vegna þess að stjórnendur Eyjunnar hafa af því áhyggjur að í kommentakerfi miðilsins þrífist hugsanlega allskonar óþverri.

Mér sýnist þetta vera vinsamleg tilmæli til að koma í veg fyrir að ekki þurfi að grípa til aðgerða sem takmarka aðgengi. Við sem látum okkur þetta varða eigum að sjálfsögðu að gera okkar til að losa Eyjuna við orðsóða sem halda að það sé innlegg í umræðu að svívirða fólk sem hefur það eitt til saka unnið að vera á annarri skoðun.

Þeir sem telja að sér vegið með þessum tilmælum ættu kannski að hugsa sinn gang. Eyjan og lýðræðisleg skoðanaskipti munu án alls vafa lifa af þó nafnlaus sóðaskapur þurfi að víkja.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Anonymous

    Málfrelsi þýðir að taka þarf því slæma með þvi góða. Heftun málfrelsis hefst alltaf með góðum áformun; að banna það vonda. (eða nafnlausa í þetta skiptið).“The road to hell is full of good intentions“ eins og þeir segja í útlöndum.

  • Anonymous

    Ég held að það sé einungis þroskandi fyrir þjóðina – og umræðu hennar – að koma fram undir réttu nafni. Hins vegar er skiljanlegt að menn vilji kannski rasa út nafnlausir eða undir dulnefnum og ekki er óeðlilegt að þannig vettvangur sé til líka. Svo má ekki gleyma að óöryggið er allsráðandi í þjóðfélaginu í dag og ekki óeðlilegt að fólk þori ekki tjá sig grímulaust vegna ótta um einhvers konar „refsingu“. Þetta er vandmeðfarið, en vonandi verður ástandið þannig hér í framtíðinni að fólk þori yfirleitt að vera það sjálft – og geti tjáð sig ó-örvilnað og af sæmilegri yfirvegun.- Ísak Harðarson.

  • Anonymous

    Sæll.Hef bent á það áður að ekki nema hluti þeirra sem skrifa undir nafni og eru merktir með rauðu, eru með link inná heimasíður sem hugsanlega er hægt að fá einhverjar nánari upplýsingar um viðkomandi.Sumir hafa ekki neina mynd, og þá eru þeir að skrifa sem einhver fjöldi nafna sinna eins og þeir sem eru með nöfnin svartlituð. Td. á Guðmundur Guðmundsson handboltalandsliðsþjálfari 252 alnafna samkvæmt símaskrá. Undir fornafninu Guðmundur eru þeir töluvert fleiri.Engin trygging er fyrir því að einhver sem er ekki með neinn öruggan link sem gerir nánari og betri grein fyrir viðkomandi að hann heiti því nafni sem hann segist í innleggjum.Öll svartlituð nöfn hérna eru jafn órekjanleg eins og dulnefnin. Fjöldi rauðlitaðar einnig. Öll eru merkt með ip-tölu sem hægt er að rekja og á að vera einhver trygging að sá sem hefur gerst brotlegur við landslög sé finnanlegur. Þas. ef hann hefur ekki skrifað af td. netkaffihúsum, bókasöfnum og þar sem hægt er að nýta sér tölvur til almenningsafnota.Einhver proxy kerfi er líka hægt að skrifa í gegnum til að hylja slóðina ef menn ætla sér að brjóta lög.Stjórnendur eyða ummælum og loka aðgangi ip-talna ef þeim þurfa þykir.Marg gott sem slæmt getur komið út úr nafnlausum skrifum. Þetta snýst um meiri hagsmuni eða minni, og eins og málin eru í þjóðfélaginu í dag er möguleiki á að nafleysið geti gert meira gagn en ekki.Einfalt væri fyrir mig að kalla mig ” Ólaf Ragnar Grímsson ” í stað ” joð ” ef það liti betur út. Ég kýs að kalla mig ” joð ” vegna fyrri reynslu af ákveðnu stórfyrirtæki sem gerir allt til að reyna að drepa niður óþægilega umræðu um þeirra málefni.Meðan öryggiskerfið varðandi hver er hver er svona ófullkomið er þetta ósköp tilgangslítil umræða.Kv. joð

  • Anonymous

    Tek undir þetta allt hjá þér, reyndar magnað hvernig menn hafa komist að þeirri niðurstoðu að umrædd ósk sé einhver hótun um ritskoðun……Held reyndar að þessi þörf manna á nafnleysi sé byrtingarmynd þess sama agaleysis og fór með viðskiptalífið og þjóðina til fj……, þe. hugmyndin um frelsi án ábyrgðar né eftirmála.Vonandi þarf samt ekki að loka fyrir nafnleysi, enda getur fólk stundum ekki komið fram með hugmyndir sínar né upplýsingar án þess, en kannski tekst hettuklæddu ritsóðunum að koma málum þannig að nauðsyn verður á lokun. – Elías P

  • Anonymous

    Svona getur maður klikkað…..á eftir „þér“ átti að koma Röggi 🙂 ég var ekki að taka undir með síðasta ræðumanni, þó svo að það sem hann skrifaði um rekjanleika og gagnleika sumra nafnlausra athugasemda væri svo sem rétt og viturlegt.Elías P

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur