Miðvikudagur 14.01.2009 - 18:40 - 22 ummæli

Ærandi þögn.

Hún er mun háværari dauðaþögnin bæði hjá fjölmiðlum og bloggurum en meira að segja ég átti von í kjölfar yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar um hinar meintu hótanir. Sjaldan hafa jafn margir staðið eftir berrassaðir.

Skítt með það þó bloggarar og þeir sem gera athugasemdir við blogg séu orðlausir í vandræðum sínum en ekki veit ég af hverju fjölmiðlar misstu áhugan. Og þó, auðvitað veit ég það….

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (22)

  • Anonymous

    já, það er orðið skítt að allir séu orðnir jafnfyrirlitlegir og sjallarnir.

  • Það hefur ekkert verið nein þögn. Samfylkingin er einfaldlega farin að vinna eins og Sjálfstæðismenn hafa unnið í mjög mörg ár, og það er viðurkennt af mjög mörgum. Bara enn meiri ástæða til að koma þessari ríkisstjórn frá. Það eru ekki allir jafn gagnrýnislausir á sitt fólk, eins og sjálfstæðisfólk er. Margur heldur mig sig.

  • Anonymous

    Rétt.Þarna hefur komið greinilega í ljós hvað fjölmiðlafólk er hallt undir samfylkinguna.Hefði sjálfstæðisráðherra verið staðinn að þessu hefðu fjölmiðlarnir gengið af göflunum með Baugsmiðlana í fararbroddi. Íslenskum fjölmiðlum er ekki treystandi.Því miður.

  • Anonymous

    joðHéðinn. Svo skal böl bæta að benda á annað.Allir flokkar eru með þessu marki brendir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í stjórn lengur en aðrir flokkar og bak við hann hátt í helmingur kjósanda.En ef menn vilja fara út í að metast hver er verstur, þá væri athyglisvert að skoða hvað flokkur hefur reynst sá spilltasti miðað við stærð og lengd stjórnartíma.

  • Anonymous

    Þú ert að misskilja þetta algerlega Röggi minn. Það var fyrir þrýsting þessara bloggara sem Ingibjörg var svæld út. Hefði það ekki gerst þá lægi GUðlaugur enn undir grun.Gallinn við þig er sá að þú horfir á alla hluti í gegnum sömu gleraugun, en gerir allt of lítið af því að hafa sjálfstæðar skoðanir. Þannig hugsanagangur verður alltaf hálf kjánalegur og menn sem stunda hann eru alltaf auðveld bráð þeirra sem vilja setja stimpil á fólk. Það væri mun meira mark takandi á þér ef þú kæmir einhvern tíma með eitthvað frá eigin hjarta, eða heila.

  • Anonymous

    Sennilega ertu svona af því að þú kemur úr heimi íþróttanna þar sem einhver þarf alltaf að vera í einhverju „liði“. En heimurinn er bara ekki svo einfaldur.Mikið væri nú allt betra hér ef stjórnmálamenn og áhangendur þeirra hættu þessum eilífu flokkadráttum og færu að nota eigin skynsemi í umræðunni. kv,Steini

  • Endalausa flokksgæðingabull! Ingibjörg Sólrún/Guðlaugur Þór… sami grautur í sömu gagnslausu, gjörspilltu ríkisstjórn. Leiðinlegt að færa þér fréttir af því Röggi minn…. en þínir menn eru á skíta í heyið á hverjum degi í sömu hlöðu og Samfylkingin

  • Óttalegur væll er þetta í ykkur Sjálfstæðispeyjum hér á Eyjunni;-).Vermdu þér við þetta:http://skessa.blog.is/blog/skessa/entry/769659/

  • Heiða mín.Sýnist þér þú vera að kommentera á það sem ég skrifa um í tveimur síðustu færslum?Eiga kannski engir aðrir en anarkistar eða vinstri grænir tilverurétt og rétt til að hafa skoðanir?

  • Hvorum hópnum tilheyri ég? VG eða anarkistum?

  • Anonymous

    Röggi getur ekki talað um málefni við aðra en þá sem hann getur flokkað niður í einhverja ákveðna hópa, sbr. síðustu athugasemd. Þá getur hann gripið til slagorðanna og klisjanna án þess að þurfa að setja sig inn í málin.Röggi minn, hvernig væri nú að fara að hugsa sjálfstætt og ræða málin út frá málefnunum, í stað einhverra ímyndaðrar skiptingar í „vinstri“ og „hægri“. Þessi skipting dó með Kalda stríðinu og var endanlega grafin með efnahagskreppunni.Kv,Steini

  • Anonymous

    enn heldur röggi áfram að rugla. Það á ekki að bjóða eyjulesendum eða yfirhöfuð netlesendum upp á svona takmarkaða hugsuði eins og hann rögga.

  • Ekki hugmynd Heiða enda hélt ég að þetta snérist um að ég tilheyrði Sjálfstæðisflokknum og skoðanir mínar þá ógildar eða einskis virði. Þó við séum að þínu mati spilltir og vondir menn þá er ekki hægt að afgreiða allt sem hinn alemnni maður út í bæ segir með þeim málflutningi. Ég hef áhuga á því að fylgjast með því hvernig fjölmiðlar bregðast ólíkt við nú þegar þessi fáránlega staða kom upp.Ég hef lengi haft áhuga á fjölmiðlum hér á landi eins og þú kannski veist. Þeir hafa að mínu mati verið ónýtir og hallir undir suma stjórnmálamenn og flokka, lengi.Það er í þessu ljósi sem ég leyfi mér að drepa niður penna jafnvel þó ég tilheyri Sjálfstæðisflokknum.Ég þarf ekki að biðjast afsökunar á því.

  • Anonymous

    Röggi er píslarvottur.kv,Steini

  • „Þið“ eruð ekkert spilltir að mínu mati… „þeir“ eru það.Ég er að tala um Sjálfstæðismenn sem gegna opinberum stöðum og starfa undir hlýjum örmum þeirra.Þú ert ekki það framarlega í koppi Sjálfstæðisflokksins að ég telji þig spilltann.Það getur vel verið að þér finnist fjölmiðlar hafa ráðist á Guðlaug varðandi þessa hótun… en mér finnst þeir ekki hafa farið nærri nógu vel í þessi mál…óháð því hver á í hlutVarstu að hlusta á Sigurbjörgu á RÚV áðan? Stolltur af þínum mönnum?Svo ertu betri karakter en svo að þú leyfir þér að falla í þann fúla pytt að kalla fólk sem er ósammála þér VG eða anarkista. Það er nóg af óvönduðum einstaklingum í því að beita því fyrir sig í umræðunni;)

  • Anonymous

    Röggi, þú kemur skemmtilega orðum að því hvað mig langaði að segja hérna „ég tilheyri sjálfstæðisflokknum“.Það er einmitt málið, allt sem til umræðu kemur á þessari síðu er svo litað af því að þú getur ekki með nokkru móti sett fram sjálfstæða skoðun. Skoðun þín mun alltaf miðast við skoðun Flokksins.Þú ert örugglega fínn náungi, síðan og skrifin þín eru samt lítils virði nema þú reynir að sýna fram á örlítið af gagnrýnum hugsunarhætti á eigin flokk og skoðanir hans.

  • Þeir eru víða fúlu pyttirnir. Þit fyrsta komment við færsluna mína snérist hreint ekki neitt um það sem greinin fjallaði um.Mér sýnist að þeir sem leggja hér orð í belg saki mig helst um að hafa skoðanir og fylgja þeim eftir. Getur verið að þeir sem kommentera hafi engar skoðanir hvorki fyrirfram gefnar eða eldgamlar hægri vinstri skoðanir? Ég treysti þér fullkomlega til að komaast að sömu niðurstöðu um það og ég.Þú kannski rennir yfir þau komment sem hér hafa birst um það málefni sem ég skrifaði um segir mér hversu mörg snúast um efnisatriðin. Ég hef lengi haft áhuga á því hvernig fjölmiðlar hér hafa verið misnotaðir af eigendum sínum. Og líka hvernig þeir hlóðu undir stjórnmálamenn sem tóku varðstöðu með sumum aðalhetjunum í bankahruninu árum saman. það er nú bara í þessu ljósi sem ég skrifaði. Ingibjörg Sólrún var ein af þeim sem tók til varna þegar menn tóku að benda á hvurslags viðskipti fyrirtæki eins og Baugur stundaði. Þetta vill stundum gleymast. Vel má vera að þeir sem þetta lesa hafi engan áhuga á því. Og hafi ýmist króníska eða ný áunna óbeit á Sjálfstæðisflokknum. það ætti þó ekki í öllum tilfellum að gera fólk óhæft til að skiptast málefnalega á skoðunum.Það er nefnilega engin aðferð til að taka þátt í rökræðum að sletta því bara fram að fólk tilheyri hinum eða þessum.Eins og þú tókst svo vel eftir þegar ég sletti á þig…

  • Anonymous

    joðEitthvað kemur Röggi við kaunin á ykkur með skrifunum miðað við vælið í sumum.

  • Anonymous

    Haha þú ert svo fullur af yfirlæti og bulli Steini :-)… Snilldarleg sálgreining á Rögga eða þannig… eða varstu kannski bara að búa til strámann?Kv, Palli

  • Anonymous

    Ertu að segja að ég ahfi ekki haft eitthvað til míns máls varðandi Rögga? Þetta er bara svo rosalega áberandi hjá honum að maður fær stundum kjánahroll við lesturinn á skrifum hans. Það er sorglegt því að inn á milli koma mjög skynsamleg skrif hjá honum sem hann síðan eyðileggur jafnharðan með þessu flokkadrættisbulli sínu. Tek það fram að ég er langt frá því einhver stuðningsmaður ISG, hún ætti að mínu mati að segja af sér á stundinni fyrir þessi ummæli sín.Ég er bara að reyna að sýna fram á að fólk getur haft sínar eigin skoðanir án þess að vera alltaf dregið í dilka af mönnum sem hafa engin rök fram að færa nema einhverja fyrirfram ákveðna flokks- eða hugmyndafræðilega línu.Kv,Steini Kv,Steini

  • Ef þetta hefði verið Guðlaugur hefðir þú þá kannski verið sá sem hefðir verið með þessa ærandi þögn?P.s. Mér er alveg sama hvaða ráðherra þetta var svona vinnubrögð líðast bara ekki lengur, baktjaldamakk er ekki lengur ásættanlegur stjórnunarháttur sama hvaða flokksræskni þykist ráða völdum.

  • Anonymous

    noh það er bara hraun eldur og brennisteinn:)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur