Miðvikudagur 21.01.2009 - 10:24 - 13 ummæli

Lögreglan er ekki vandamál.

Sit hér og velti því fyrir hvernig fólk getur komist að þeirri niðurstöðu eftir mótmæli síðasta sólarhrings að lögreglan sé vandamál. Það er gersamlega fáránlegt að tala þannig um störf lögreglunnar. Hvernig strúktúr vill þetta fólk hér?

Snúast mótmæli um að óhlýðnast tilmælum lögreglu? Um að slást við hana og sletta á hana skyri. Um að slást við þingverði sem ekki hafa neitt til saka unnið en að framfylgja einföldum reglum sem gilda jafnt fyrir alla, óháð skoðunum? Um að slást við starfsfólk hótels og sjónvarpsstöðvar?

Síðan hvenær varð þetta nauðsyn? Fulltrúar hvaða skoðana voru að brenna og eyðileggja í nótt? Alltaf er söngurinn eins. Umgjörðin sem við sem siðuð þjóð höfum sett okkur verður vandamál. Ég má vaða yfir reglurnar og jafnvel friðhelgi næsta manns ef mér er nóg boðið.

Eru það almenn viðmið að fara ekki að eðlilegum tilmælum lögreglu? Eru einhver dæmi um að lögreglan hafi veist að fólki sem hefur mótmælt friðsamlega? Ofbeldi eru ekki friðsöm mótmæli.

Hvaða einkunn hefði lögreglan fengið ef fólk hefði komist inn í þinghúsið í gær og hugsanlega beitt kjörna fulltrúa líkamlegu ofbeldi? Af hverju þarf að færa andófið á það plan?

Beinlinis barnalegt að halda því fram að menn eigi bara að sitja hjá garði og aðhafast ekki neitt. Hættum að veitast að því góða fólki sem vinnur í lögreglunni. það fólk er ekki óvinurinn. það fólk er ekki að abbast upp á skoðanir fólks.

það fólk er bara að sjá um að eðlilegum leikreglum sé fylgt og reyna að koma í veg fyrir ofbeldi. Það sýnist mér ekki muni takast án þess að beita óyndislegum meðölum á köflum. Tökum ekki upp hanskann fyrir fólk sem eyðir heilli nótt í slagsmál við lögregluna.

Gleymum ekki aðalatriðunum enn þau snúast í engu um lögregluna. Hvort fólk komist einu skrefi nær glerhúsi þingmanna til eða frá er algert aukaatriði fyrir mótmælendur en getur verið stórt atriði fyrir lögregluna.

Stöðvum ofbeldið strax og hugsum um það sem skiptir máli. Verjum málsstaðinn en fordæmum hegðun sem ekki getur leitt til annars en ofbeldis og óreglu.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Anonymous

    Lögreglan er ekki vandamálið.Sjálftökuflokkurinn er vandamálið.

  • Anonymous

    Rétt Röggi.Nú þarf bara að segja Álfheiði Ingadóttur þingmanni þetta.

  • Alveg rétt hjá þér Röggi minn lögreglan er ekki vandamálið.Stjórnvöld eru vandamálið.

  • Mikið rétt það er „óeirðasveit“ BB sem er vandamálið.

  • Anonymous

    Hvað með manninn sem var handleksbrotinn?Ég mundi segja að lögregluþjónninn sem gerði það sé vandamál.

  • Anonymous

    Löggan sem slík er ekki vandamál, hún er í vinnunni, hinsvegar geta einstakar löggur verið mikið vandamál, sem og einstakir mótmælendur ( einstaka löggur með gasbrúsa telja að ljósmyndarar séu mikið vandamál ).Versta vandamálið er náttúrlega stjórnvöld og þeir sem af undirlægjuhætti sjá það ekki.Kristján Pétur Sigurðsson

  • Anonymous

    Þetta fólk hefur ekki gert mér neitt. Sama get ég ekki sagt um skjólstæðinga sjálfstæðisflokksins sem hafa hafa kostað mig hreint fé, auk lífskjaraskerðingar mér til handa sem og barna minna.Annars hélt ég að tilvistarkreppa þín og þinna líka væri slík að þið færuð að hætta þessu hjáróma mjálmi.Farðu nú að taka til í liðinu þínu eða það fellur úr fyrstu deild í þá fimmtu, svo þú skiljir hvað ég er að segja. Hernaðararmur sjálfstæðisflokksins mun ekki geta bjargað honum.

  • Anonymous

    Mikið er ég sammála þér. Og mikið er ég orðin þreytt á þessu liði sem hafa fært mótmælin á afar lágt plan og hneykslast svo á þeim sem gagnrýna það. Þykist alltaf vera að þessu fyrir mig, fyrir þjóðina. Held ekki. Margir sem voru þarna í gær voru til skammar og voru þarna bara til að lenda í slag og helst að komast í blöðin.Við vorum í vinnunni að horfa á þetta í gærdag á ruv.is og þá vorum við einmitt að tala um hvað væru margir með myndavélar þarna og hvað þeir væru kaldir að vera alltaf upp í löggunni og mótmælendum…. kom okkur því ekki á óvart að heyra að einhverjir þeirra hefðu lenti í gasi.

  • Ertu búinn að sjá þessar myndir? :http://stjaniloga.blog.is/blog/stjaniloga/entry/777079/http://stjaniloga.blog.is/blog/stjaniloga/entry/777781/Lögreglan er vandamál sem og smáborgaralegar skoðanir þínar um rétta hegðun við öfgafullar aðstæður. lifið heil og lifi byltingin fyrir lýð-ræði.

  • Anonymous

    joðAuðvitað eru þessi átök vond, en etv. það sem þarf til að vekja stjórnvöld af þyrnirósarsvefninum?Hörð mótmæli og bloggvetvangurinn varð td. til þess að Tryggvi Jónsson og bankastjórarnir voru látnir taka poka sinn.Laugardagsfundir Harðar Torfa, „Davíð burrrtt!“ virðast ekki hafa neina vigt miðað við þá athygli sem td. gærdagurinn og Kryddsýldarmótmælin voru.Stundum brýtur nauðsyn lög.

  • Anonymous

    Röggi varstu á mótmælunum í gær? Veistu eitthvað hvað þú ert að tala um?Haraldur

  • Ef fólk gerði ekkert annað en þegja og hlýða væri mannkynið ennþá í Austur-Afríku að tína upp í sig pöddur undan steinum.

  • Anonymous

    Bendi þér á að skoða stjanilog.blog.isog vona að þú endurskoði afstöðu þína eftir það

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur