Þriðjudagur 27.01.2009 - 17:21 - 2 ummæli

Réttindi opinberra embættismanna.

Væri það ekki verulega skemmtilegt ef Davíð þyrfti að leita til BSRB til að verja rétt sinn til vinnu?! Les það á vísi að hugsanlega sé flókið að víkja kallinum frá enda ekki hlaupið að því að losna við opinbera starfsmenn.

Mér hefur lengi fundist að við þurfum að breyta þessu. Af hverju þurfa opinberir aðilar að sitja uppi með starfsmenn sem ekki duga? Vissulega þarf að huga að réttindum vinnandi fólks en af hverju þurfa þau að vera öðruvísi varin hjá opinberum aðilum en einka?

Ráðherrar koma og fara en ráðuneytisstjórar sitja endalaust. Er samt viss um að ráðherrar eru oft algerlega upp á þá komnir með upplýsingar og faglega þekkingu. Í Bandaríkjunum er öllu skipt út þegar nýr maður kemur í ráðuneytið. Er það ekki sniðugt?

Ókostirnir eru trúlega að þá getur tekið smá tíma að koma sér inn í kerfið en er það ekki bara gott? Menn sem hafa komið sér makindalega fyrir í kerfinu eru nefnilega ekki endilega það sem er hagstæðast fyrir okkur.

Ný sýn og ný nálgun getur verið af hinu góða. Og auk þess yrði ábyrgð allra sem i ráðuneytum starfa augljósari og hagsmunir sameiginlegir. Eins og þetta er núna þá virðist ábyrgð þeirra sem starfa þar ekki vera nein þó þátttakan í ákvörðunum sé án efa mjög veruleg oft ef ekki hreinlega afgerandi.

Datt þetta svona í hug….

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Anonymous

    Í framhaldi mætti spyrja hvort mótmælum verði haldið áfram um helgina eð var nóg að Sjálfst.fólk fór frá en í lagi að Samfo sitji áfram sama fólk en samt ný ríkisstjórn.

  • Góð hugmynd með BSRB.Það er víst hægt að reka hann – fyrir afglöp í starfi. Af nógu er að taka.Annars bara reka hann og leyfa honum að fara í mál – sonur hans getur þá dæmt honum í vil í Hæstarétti. Er það ekki þannig sem þetta virkar á Íslandi?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur