Mánudagur 09.02.2009 - 09:37 - 7 ummæli

Ætlaði Jóhanna ekki að reka manninn?

Hvurslags rugl er á Jóhönnu forsætisráðherra? Ætlaði hún ekki að reka Davíð úr bankanum? Nú læðist hún um eins og kéttlingur og sendir bréf og fer fram á að hann reki sig sjálfur. Meðferð hennar á þessu máli er í hlægileg.

Þetta er allt leikur. Hún er að reyna að mjólka vinsældir út á óvinsældir Davíðs hjá hennar fólki. Þetta getur snúist í höndum hennar nema hún hysji upp um sig.

Stjórnin sem nú situr lofaði mörgu en fátt var eins naglfast og að reka Davíð. Ekkert mál er að reka stjórnir lánasjóða og skipta út ráðuneytisstjórum en nú er hik. Hvernig má það vera?

Hefur Davíð kannski helling til síns máls? Ég hef margsagt það að þróttlitlir stjórnmálamenn og auðjöfrar hafa notið þess lengi að hafa Davíð óvinsælan í bankanum. Kannski hentar bara ekki lengur að reka hann.

Er ekki bara betra að hafa hann þarna til þess að athyglin beinist ekki að því sem skiptir máli. Á meðan mótmælasveitir vinstri manna eru að lemja potta og pönnur eru slappir fjölmiðlar ekki að fjalla um alvörumál.

Sem eru lausnirnar góðu á vandamálum heimila og atvinnulífs. Lausnirnar sem okkur var lofað að væru til en fyrri stjórn gat ekki komið auga á. Þess vegna er bara gott að hafa Davíð í bankanum og halda áfram að ala á óánægju með hans störf.

Svo enginn nenni að hugsa um störf stjórnmálmannana sjálfra.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Anonymous

    Ja hérna,… eiginlega held ég að þú ættir að einbeita kröftum þínum að körfuboltanum

  • Anonymous

    Hverju orði sannara. Hókus pókus lausnirnar eru ekki fyrir hendi, hvorki hjá nýrri né gamalli ríkisstjórn. Þá er gott að geta bent á annan aðila til að leiða athygli frá eigin vandamáli.

  • Anonymous

    Vandamálið er að Jóhanna hefur ekki rétt til að reka Davíð, seðlabankanum er tryggt mjör mikið sjálfstæði samkvæmt lögum (sambærileg lög eru í flestum löndum).Til að reka hann þarf hann að hafa brotið af sér í starfi en ekkert bendir til að svo sé.Annars skiptir engu máli eins og er hverjir eru í bankastórn seðlabankans og því kominn tími til að Jóhanna og félagar fari að snúa sér að einhverju þarfara, þau hafa bara fáa daga til stefnu áður en kemur að næstu kostningum.

  • Anonymous

    Gæti ekki verið meira sammála þér Röggi. Af hverju fer þetta fólk í ríkisstjórninni ekki að gera eitthvað í málum sem skipta máli? Hvað í andsk…. getur skipt máli að hafa Davíð þarna í Seðlabankanum í þessa 75 daga til viðbótar? Ræður ekki AGS öllu þar hvort sem er? Held nefnilega eins og þú að DO sé orðin þráhyggja hjá þessu fólki sem nú þegar hefur líka komist að því að það ræður ekki við verkefnið sem það hefur tekið að sér; hvorki við efnahagsástandið né Davíð Oddsson.

  • Anonymous

    „joð“Gaman að sjá hjá þér Röggi hvað þú kemur við kaunin á sumum með skrifunum.Leið og það hættir, þá ertu örugglega á vitlausri leið.Gunguskapur Jóhönnu og stjórnarinnar er alger með að getað ekki leyst þetta mál sem átti að vera eitthvað sem væri bara formsatriði til að hugnast kjósendunum sínum.Af hverju þorir hún ekki einfaldlega að reka mennina ef hún telur sig hafa vald og umboð til þess, og gengur síðan í mál sem skipta þjóðinni verulegu máli? Eins og að aflétta bankaleynd þessara 30 – 40 aðila sem eru taldir bera ábyrgð og grunaðir um alvarlega afbrot sem urðu þess valdandi að þjóðfélagið var lagt í rúst? þessi farsi er lýðskrum sem þjóðin þarf örugglega ekki á að halda á þessum erfiðu tímum þegar það skiptir öllu máli að setja verkefni í forgangsröð vegna mikilvægi hagsmuna.

  • Anonymous

    Það er eðlilegt að sjálfstæðismönnum þyki það skrýtið að Jóhanna sé ekki búin að henda Davíð út. Hún er nefnilega á því að það eigi að fara að lögum og reglum þegar embættismenn eru látnir fara. Davíð var aldrei neitt mikið að hafa áhyggjur af slíku og lét sér heldur ekki fyrir brjósti brenna að leggja heilu stofnanirnar niður ef honum bar svo við að horfa. Ég er ekki frá því að það hefði verið gagnlegt að hafa Þjóðhagsstofnun starfandi nú síðustu árin.Ingibjörg St.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur