Miðvikudagur 11.02.2009 - 10:26 - 16 ummæli

Vanhæf ríkisstjórn.

Sem betur fer er nýju ríkisstjórninni ekki ætlaður langur líftími. Flumbrugangur og tilviljanakennd ummæli og aðgerðir eru nánast daglegt brauð.

Stóryrt stjórnarandstaðan innblásin af mótmælum situr nú í stjórn til hálfs og rúmlega það og vinnur verkin sem aðrir voru búnir að skipuleggja og ákveða. Steingrímur mun ekki i annan tíma hafa þurft að kokgleypa gífuryrði sín eins og núna og boðar svo fagnaðarerindið af miklum móð. Reykás lifir. Kolbrúnu þurfti að snupra fyrir hádegi fyrsta vinnudags og síðan hefur ekki til hennar spurst sem betur fer.

Steingrímur hefur sig allan við að lágmarka skaðann af ummælum Jóhönnu sem með blaðri sínu tókst að losa sig við formenn bankaráða tveggja banka. Hann hefur beðið þá að hætta við að hætta svo hann geti rekið þá í apríl. Þetta er akkúrat það sem við þurfum núna.

Vanhæf Samfylkingin reynir allt hvað af tekur að láta lítið fyrir sér fara. Össur kemur ekki nálægt neinu sem ekki er líklegt til að verða vinsælt. Aumingja Jóhanna situr upp með stjórnina og er greinilega ráðvillt en hún hefði þó mátt vita að svigrúmið sem stjórnarandstaðan og mótmælendur sáu í hverju horni er ekki til staðar.

Hvaða umboð hefur þessi minnihlutastjórn til 80 daga til að fara um og reka mann og annan? Ég hélt að þetta fólk hefði sest í stjórn til að redda atvinnulífi og heimilum. Umboðið yrði svo sótt í kosningum.

Framsóknarflokkurinn nagar sig upp að öxlum af eftirsjá enda augljóst að þar á bæ erum menn að jafnaði óánægðir með allt sem frá flokkunum tveimur kemur. Verður gaman að fylgjast með þegar Framsókn fer að sverja krógann af sér fyrir kosningar.

Við vinnum okkur ekki út úr vandanum með töfrabrögðum. Tími töfrabragðana er vonandi liðinn. Það voru nefnilega töfrabrögð sem komu okkur á kaldan klaka. Ekki dugir að halda blaðamannafundi vikulega til að kynna áform fyrri ríkisstjórnar.

Ég vill vita hvenær von er á bjargráðunum sem lofað var. Aðgerðir í stað aðgerðaleysis. Ákvarðanir en ekki ákvarðanafælni. Ykkar timi er kominn. Ekki er eftir neinu að bíða.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

  • Anonymous

    Þessi ríkistjórn hefur gert meira heldur en sú fyrri. Hvað í fjandanum voru sjálfstæðismenn að gera allan þenna tíma, þú veist, fyrir utan að koma landinu á hausinn með fyrirhyggju- og aðhaldsleysi.

  • Anonymous

    Algörlega sammála, þvílíkur flumbrugangur og eltingaleikur við vinsældir. Á eftir að valda þvílíkum skaða fyrir þjóðfélagið

  • Anonymous

    jájá vinur, halt þú bara áfram að kjósa sjálfstæðisflokkinn þinn, þá kannski tekst þér á endanum að útrýma sjálfum þér og þínum líkum, það væri hið besta mál.Halli

  • Anonymous

    Æ, RöggiGrow up, þú sem varst að koma til og skildir mjög vel nauðsyn þess að losna við fársjúkan Seðlabankastórann um daginn.Nú ertu kominn í afneitun aftur!Ef þú sérð ekki skaðann af 18 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins þá áttu bara bágt… ekkert annað.Hugsa sjálfstætt þýðir ekki að hugsa eins og ykkur var kennt í Sjálfstæðisskólandum…eða eins og Sjálfstæðismaður.Gangi þér vel 🙂

  • Anonymous

    Rosalegt hatur er alltaf í vinstri mönnum út í fólk sem er ekki með sömu skoðanir og þeir, ótrúleg illska alltaf og svo þykist þetta fólk vera umburðalyndari en flestir aðrir 🙂

  • Anonymous

    Sæll RöggiEkki láta þessa vinstri hunda hræða þig. D listinn er á mikilli siglingu og mun vinna flottan kosningasigur í vor. Þar mun skynsemin ráða og menn munu læra af mistökunum. Við getum ekki leyft prúðuleikurunum að stjórna landinu í meira en 70 daga í viðbót. Flottir pistlar hjá þér. Kveðja Tryggvi

  • Anonymous

    Reynið nú aðeins að sýna smá stórmennsku. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 18 ár og gerði sumt gott og annað verra. Þessi ríkisstjórn er ekki fullkomin en við þurfum bara svo nauðsynlega á því að halda að hrista upp í þessu og hleypa nýju fólki að. Ég myndi vilja skipta um stjórnarmynstur á 4 árra fresti, það myndi halda þessu liði á tánum.

  • Anonymous

    Út að mótmæla! Gó Röggi.Farðu út á Austurvöll með pönnu og kyrjaðu vanhæf ríkisstjórn.Ég mana þig.

  • Anonymous

    Sama segi ég…..Grow up

  • Það er merkilegt að lesa þetta væl, útúrsnúninga og rangfærslur hjá þér góði. Þó ýmislegt sem núverandi ríkisstjórn er að gera hafi verið á hugmyndaborðinu hjá þeirri fráfarandi þá er alveg ljóst að ráðuneyti Geirharðar hefði aldrei komið neinu af því í verk. Til þess er hagsmunagæslupólitíkin og einkavinavæðing- og vernd of ríkandi.Íhaldið snýst eins og hani á haug. það sem þeir áður vildu vilja þeir ekki. Þeir voru búnir að bjóða uppá að reka Davíð „einhverntíma“ en nú sveitast þeir blóðinu til að verja hann og veru hans í Seðlabankanum.Þó er það samdóma álit allra sérfræðinga, inllendra sem erlendra að Davíð eigi að víkja. Náhirðin stendur blóðug upp að öxlum við að verja svínið áföllum en það læðist með veggjum, skríður í húsasundum og laumast um undirganga og bakdyragættir. Uppfullt af sínum svínslegu hugsunum og útúrboruhætti.O þetta ertu að verja. Þetta er það lið sem þú kýst þér Röggi litli. Ja maður, því´líkt og slíkt.

  • Anonymous

    Núverandi ríkisstjórn vinnur þrekvirki við afar erfiðar aðstæður. Þrekvirkið verður að upplýsa þjóðina um raunverulega stöðu.Fullorðið fólk á Íslandi, eins og þú Röggi hefur þær skyldur við börn sín og barnabörn, að leggja fáránlega flokkadrætti/valdadrætti á borðið og taka höndum saman um að vinna.Þjóðin hefur ekki verið upplýst um hvað sé í gangi, m.a.s. sjálfstæðismenn sjálfir gagnrýndu og gera enn lélegt upplýsingaflæði.Það eru blóðug átök á bak við tjöldin þessa dagana, því til að finna út raunverulega stöðu, virðist þurfa að beita afli.En vona Röggi minn að þú og við öll fáum einhvern sálarfrið við að fá vitneskjuna upp á borð.

  • Anonymous

    Þú sjálfur vanhæft fífl sem ekki ætti að hafa kosningarétt.Munt kjósa þetta helvítis íhald þótt það hafi dregið þjóðina í svaðið.Endurreisn tekur a.m.k. 30 ár.

  • Anonymous

    Þetta var bara nokkuð gott hjá þér Röggi!!!

  • Anonymous

    paranoia

  • Anonymous

    Sjálfgræðgisflokkur= Hubris syndrome anyone?

  • Anonymous

    Ekki segja okkur sem erum að tapa öllum eignum okkar og atvinnu af hverju það er.Við vitum það ofurvel. Svo vinsamlegast ekki bíta höfuðið af skömminni og segja okkur að svart sé hvítt og hvítt sé svart. Við trúðum ykkur og orðagljáfri ykkar of lengi og það kostaði okkur allt.Við vorum blekkt af frálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins í 18 ár. Takk samtÞökk sé Aðalforingjanum ykkar Davíð og svo leppnum honum Geir.Haltu bara áfram að mæra Davíð ásamt hinum í náhirðinni og Skrímsladeildinni… en þú mátt vel vita að þið blekkjið engan lengur og ykkur mun verða refsa í langan langan tíma.Hvernig þú og menn líkir þér fara að því að sofa á nóttinni botna ég ekki í…og þó, líklega er það sama siðleysið og hrjáir leiðtoga lífs ykkar Davíð Oddsson sem er veikur á sál og líkama.Þó það verði það síðasta sem við gerum, þeir okkar sem þurfa yfirgefa landið vegna helstefnu ykkar síðustu ár, þá verður það að sparka leiðtoga ykkar, Davíð Oddsyni, úr Seðlabankanum.Ástand mál hér hjá gjaldþrota þjóð og hörmungar fólksins er allt í boði Sjálfstæðisflokksins sem leggur áfram að þjóð sinni.Njóttu

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur