Fimmtudagur 19.02.2009 - 09:07 - 1 ummæli

Fréttamat stöðvar 2.

það er kannski að æra óstöðugan að vera að skrifa einn ganginn enn um fréttastofu Óskars Hrafns á stöð 2. Læt sama slag standa. Fréttamat Óskars kom berlega í ljós í gærkvöldi. Þá var það það fyrsta og stærsta sem honum datt í hug að skipti þjóðina máli núna, fíkniefnakaup tónlistarmanns sem er hvorki ákærður né dæmdur. Ársgömul „fréttin“ tók öllum öðrum fram í gær.

Ætlast Ari Edwald til þess að þessi fréttastofa verði tekin alvarlega eða er hann bara að höfða til þeirra sem lesa DV og þess háttar fjölmiðla? Vissulega er hægt að ná upp einhverju áhorfi á svona gula fréttastofu en vægið verður ekkert. Eltingarleikir um allan bæ á eftir mönnum, bankandi upp á um miðja nótt þegar menn eru á leið í frí. Og nú þetta. Hvernig væri að fréttastjórinn setti skurk í að elta vinnuveitanda sinn uppi? það er maður sem þjóðin á brýnt erindi við.

Lengi hefur stöð 2 talið fréttastofuna vera sitt flaggskip og viljað byggja upp traust og trúverðugleika. Fréttastofu sem mark væri takandi á og gerði sig gildandi í þjóðfélagsumræðunni. Með ráðningu Óskars var eiginlega gefist upp á því og allt lagt upp úr mældu áhorfi sama hvernig það áhorf er fengið. Sorglegt hversu fátæklega við búum að fréttastjórum á þessu landi.

Nú er búið að færa drulluköku fréttamennsku eins og DV stundar í sjónvarpið og við getum átt von á því að fréttir af einkahögum og persónulegum vandræðum manna muni verða í öndvegi. Þetta gerir vissulega eitthvað fyrir gægjuþörf sumra en það gerir ekki mikið fyrir fréttastofu stöðvar 2.

Sem mun með sama áframhaldi síga neðar í lágkúruna en dæmi eru um áður. Var það þetta sem Ari Edwald var að sækjast eftir?

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    Björn Jörundur er eitt, en það keyrði um þverbak þegar upp kom „frétt“ af afmæli Ingibjargar Pálmadóttur! Halló! (hver er hún aftur?)Skyldi það hafa eitthvað með það að gera að Pálmi frændi hennar er sjónvarpsstjóri?!!!Þetta fólk er alveg ævintýralega upp fullt af sjálfu sér (með hvíttaðar tennur).

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur