Færslur fyrir mars, 2009

Þriðjudagur 31.03 2009 - 12:50

Sjálfstæðismenn kjósi XD.

Ég heyri marga góða og gegna Sjálfstæðismenn lýsa því yfir að þeir ætli ekki að kjósa flokkinn í kosningum núna. Vegna atburða sem gerðust hinu megin við gærdaginn. Linnulaus áróður ónýtra fjölmiðla í garð flokksins og forystumanna hans virðist hafa náð til eyrna ótrúlega margra. Sjálfstæðisflokknum er um að kenna er messað yfir okkur ótt […]

Mánudagur 30.03 2009 - 18:43

Jóhanna og launakjörin.

Jóhanna Sigurðardóttir er merkilegur stjórnmálamaður. Gerir út á að hún vilji gagnsæi og ábyrgð. Talar hátt um siðferði þó hún telji hvorki að siðferði né ábyrgð eigi við hana sjálfa eins og viðbrögð hennar við nýgengum dómi yfir hennar embættisfærslum sannar. Hún virðist hafa smitast all hraustlega af popúlisma pólitík félaga Össurar. Tími ofurlauna er […]

Föstudagur 27.03 2009 - 12:11

Jarðsamband Skúla Helgasonar.

Skúli Helgason er upprennandi stjarna í Samfylkingunni. Hann er skilgetið afkvæmi klækjastjórnmálaskóla flokksins. Í framkvæmdastjóra tíð hans molnaði flokkurinn niður og stakk undan formanni sínum svo að aldrei gleymist. Samræðustjórnmál Samfylkingar hafa ekki verið merkilegri en það að hefja samræður við flokka um myndun vinstri stjórnar á meðan Ingibjörg Sólrún notaði alla sína takmörkuðu orku […]

Miðvikudagur 25.03 2009 - 10:30

Lestur minnisblaðs.

Merkileg umræðan um minnisblaðið hans Davíðs. Stjórnmálamenn láta eins og það skipti engu máli og vinstri menn rembast eins og áður við að gera allt grunsamlegt sem frá Davíð kemur. Þessi pólitíski stífkrampi vinstri manna gagnvart Davíð er fyrir löngu orðin skaðlegur svo um munar. það er kunnara en frá þurfi að segja að nú […]

Laugardagur 21.03 2009 - 18:40

Össur fabúlerar um Sjálfstæðisflokkinn.

það er uppi á Össuri typpið eins og stundum áður og nú hefur klækjameistarinn sjálfur komið auga á plott hjá okkur Sjálfstæðismönnum. Hann trúir auðvitað á að allt sé hannað og plottað eins og gjarnan gerist í hans flokki. Karlgarmurinn nauðaþekkir slík vinnubrögð enda hefur ekkert gerst í leiðtogamálum Samfylkingar hvort heldur er í Reykjavík […]

Miðvikudagur 18.03 2009 - 16:30

Niðurstöður PISA könnunar.

Við Íslendingar erum ekki að skora nógu vel þegar námsárangur í grunnskólum er mældur. Það er viðvarandi vandamál og við höfum kosið að láta eins og ekkert sé að marka þær rannsóknir og þann samanburð sem aðrar þjóðir notast við. Það er hinn séríslenski útúrsnúningur sem við skýlum okkur svo gjarna á bak við þegar […]

Miðvikudagur 18.03 2009 - 11:10

Skítblönk ríkisstjórn.

Það má með sanni segja að ríkisstjórnin sé að vinna okkur gagn þessi dægrin. Hún er kynjuð að verða og hún ætlar að segja okkur hvað ráðherrar eiga af verðbréfum. Jóhanna fer fyrir umræðum um siðbót nýdæmd fyrir brot á stjórnsýslulögum! Allt horfir nú til betri vegar og Grímsi segir skuldir okkur mun minni en […]

Miðvikudagur 18.03 2009 - 09:23

Útúrsnúningar LOGOS.

Ég er að reyna að staulast í gegnum yfirlýsingu frá LOGOS lögmannsstofu í Mogganum mínum. Þar útlistar Gunnar Sturluson fræðin á bak við skiptastjóra djobbið allvel. Fer yfir helstu prinsipp og upplýsir okkur um að skiptastjóri skuli gæta hagsmuna kröfuhafa en ekki fyrrverandi eigenda. þetta er allt gott og fínt og ber að fagna því […]

Sunnudagur 15.03 2009 - 15:57

Staða Framsóknar.

Er hugsi yfir stöðu Framsóknarflokksins. Mómentið þeirra virðist algerlega farið og vindur úr seglum. Ákvörðunin um að ábyrgjast vinstri stjórnina var frá upphafi afleikur sem hefur eiginlega lamað flokkinn sem er nú í þeirri stöðu að ekkert hlustað á hann. Hvorki stjórn né stjórnarandstaða gefur flokknum neinn gaum. Fálætið afgerandi enda er pirringur Framsóknar orðinn […]

Fimmtudagur 12.03 2009 - 09:48

Baugur in memorian.

Fyrir okkur sem höfum árum saman reynt að benda á hvurslags fólk stendur að Baugsveldinu eru þessir dagar hálf undarlegir. Ég sjálfur hef á stundum þótt orðljótur mjög í umfjöllun minni um þessa fjölskyldu en núna sé ég eins og allir aðrir að hugarfari og siðferði þessa fólks fá eiginlega engin orð lýst. Í dag […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur