Miðvikudagur 04.03.2009 - 15:14 - 1 ummæli

Enn um Össur.

Nýjasta bloggfærsla Össur Skarphéðinssonar er um margt kyngimögnuð. þar kvartar hann undan okkur hægri mönnum sem bloggum á Eyjunni og að hér sé komin hægri slagsíða og karlinn finnur Moggalykt. Ja, öðruvísi mér áður brá að félagi Össur kveinki sér undan orðaskaki okkar hægri manna. Hér á Eyjunni erum við í öruggum minnihluta þeirra sem blogga en vel má vera að að okkur hafi fjölgað eitthvað þó hlutfall okkar og þeirra sem leggjast til vinstri hafi ekki jafnast neitt.

Mér sýnist ráðherrann helst vilja hlaupa í öruggt skjól vinar síns Björns Inga núna og losna undan því að þurfa að berja gagnrýni okkar á hans störf augum. Kannski Björn Ingi hafi lofað ráðherranum friðhelgi, hver veit. Heldur þykir mér þessi létt dulbúna hótun hans lágreyst og nú virðist fjara allnokkuð undan gamla strigakjaftinum sem hefur til þessa ekki veigrað sér við einn og einn slag sér í lagi ef hann kemur frá hægri. Reyndar þykir honum best að eiga fyrsta höggið…

Vonandi nær Össur sér af þesum leiða og taugaveiklun og heldur sínu striki því verulegur sjónarsviptir yrði að karlinum héðan. Kosningavillidýrið Össur getur varla hafa átt von á að hér á Eyjunni yrðu allir í beinni röð að lofsyngja það sem hann á að vera að gera í vinnunni gagnrýnislaust. Kannski eru Samfylkingar ráðherrar undanþegnir aðfinnslum heima fyrir og svíður því núna eljan í okkur hægri mönnum.

Ef að líkum lætur hressist nú Eyjólfur og nær fyrri styrk því sá Össur sem skrifaði þessu nýju færslu passar honum illa. Þegar nær dregur kosningum og vinnuleiðinn bítur ekki lengur trúi ég að Össur muni hafa gaman að því að taka aðeins á mönnum með sínu oft flugbeitta orðfæri. Og muni ekki skæla undan andsvörum sem greidd eru í sömu mynt.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    Fínt að fara bara til Binga. Hann „handvelur“ svörin inn á síðuna hjá sér. Það sem er honum að skapi fær að sitja inni, hitt er bara plokkað út. Þá lítur þetta allt jafn vel út hjá honum og venjulega. Orkuveitustíllinn enn yfir pilti.þessir náungar sem stýra þessari vefsíðu hafa staðið sig vel. Ekki spurning þar um.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur