Fimmtudagur 12.03.2009 - 09:48 - 4 ummæli

Baugur in memorian.

Fyrir okkur sem höfum árum saman reynt að benda á hvurslags fólk stendur að Baugsveldinu eru þessir dagar hálf undarlegir. Ég sjálfur hef á stundum þótt orðljótur mjög í umfjöllun minni um þessa fjölskyldu en núna sé ég eins og allir aðrir að hugarfari og siðferði þessa fólks fá eiginlega engin orð lýst.

Í dag finnst mér eiginlega sorglegast að þetta þyrfti að taka svona langan tíma og að kostnaðurinn er svo mikill. Þjóðin skiptist niður í afstöðunni með þessi fólki eftir pólitískum línum lögðum að Samfylkingu. Um það held ég að fáir efist nema heittrúaðir Samfylkingarmenn.

Áhrif þessa á stjórnmál og þjóðlíf síðustu ára eru svo augljós. Viðhlægjendur Baugs tryggðu eignarhald þeirra á fjölmiðlum og horfðu á í velþóknun. Auðvitað mun bæði forseti og Samfylking þræta fyrir þessa söguskýringu meðan stætt er en þess mun ekki verða langt að bíða að sagan mun bíta í skottið á þeim.

Jón Ásgeir flýr land eins og við mátti búast með fullfermi peninga sem við eigum eftir að greiða. Nú þegar er hafin áróðursherferð í fjölmiðlum drengsins til að hefja Jóhannes upp til skýja svo hann geti haldið áfram að drottna yfir matvörumarkaði okkar. Án efa munu góðhjarataðir Íslendingar mjög margir kokgleypa söguna um góðhjartaða kaupmanninn Jóhannes.

Ég vona að Baugi takist ekki að skjóta Högum undan kröfum okkar um að fá eitthvað upp í framtíðarskattana okkar. Núna standa yfir æfingar í þá veru og Jóhannes prýðir forsíðu DV nú í upphafi enn einnar áróðursbarátta Baugs. Í þeirri baráttu munu hagsmunir fjölskyldunnar teknir yfir alla aðra. Þessi taktík er þekkt en vonandi erum við flest vöknuð og látum ekki glepjast enn ganginn enn.

Matvöruverslun á Íslandi stendur ekki og fellur með Baugsfjölskyldunni. Hins vegar hefur Íslenskt þjóðfélag fallið með dyggri aðstoð þessarar fjölskyldu og Jóhannes stórkaupmaður og milljarðamæringur er ekki undanskilinn þar. Hann hefur hvergi dregið af sér.

Hann er tregablandinn fögnuðurinn yfir því að tímabil þessa fólks er að líða undir lok. Og mikið hlýtur óbragðið í munni þeirra sem veittu liðsinni sitt á meðan uppbyggingin stóð sem hæst að vera súrt.

Ég trúi því að sá hluti sögunnar sé allur ósagður og að þar sé talsvert kjöt á beinum.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • „Þjóðin skiptist niður í afstöðunni með þessi fólki eftir pólitískum línum lögðum að Samfylkingu.“ERTU AÐ DJÓKA?!Ég hef hallast að mörgu í Samfylkingunni, og verið sammála allskonar sem hún stendur fyrir, en auðvitað fundist margt fíflalegt. Sama má segja um mjög marga sem ég þekki.Að leyfa sér að halda það að við séum einhverjar Baugssleikjur fyrir það að kjósa annað en þú er bara FÁRÁNLEGT. Samfylkingin stendur fyrir STJÓRNMÁLASKOÐUN en Baugur er SIÐLAUST VIÐSKIPTAVELDI. Djísus kræst.Nema ég ætla ekki að spyrða þessi mjög svo heimskulegu orð við Sjálfstæðisflokkinn, þau eru algjörlega þín eigin.

  • Anonymous

    RöggyÞar sem þú ert búinn að fella Baugsfeðga og Baug þá eiga þeir nú enn Haga og er langstærstir í allri smáverslun og verða það um ókomna tíð.Nú vænti ég þess að þú sem óháður samfélagsrýnir (Sjálfstæðisflokksins) skoðir þá Björgólfsfeðga þar það eru þeir sem fella þjóðina í langvarandi skuldafen og/eða þjóðargjaldþrot með Ice Save. 70-80 milljarðar falla á ríkissjóð og skattgreiðendur með gjörðum þeirra Björgólfsfeðga.Skuldir Jóns Ásgeirs og félaga hans eru klink og ingenting, vasapeningar, miðað við þessar upphæðir.Rétt skal vera rétt. Það eru Björgólfeðgar sem settu okkur á hausinn með dyggri aðstoð Davíðs Oddssonar og einkavinavæðingu Sjálfstæðisflokksins.Skilurðu ekki? Eða viltu ekki skilja?Endurreisnarskýrsla flokksins þíns, Sjálfstæðisflokksins, hefur þegar VIÐURKENNT ÞAÐ. Almenningur vissi það fyrir löngu.Wake up, RöggiVertu nú einlægur og heiðarlegur, einsog fólkið sem þú hittir þegar þú heimsóttir föður þinn á sjúkrahúsið. Mannstu?

  • Anonymous

    In MemoriaM 🙂

  • Anonymous

    Hver hefði nú trúað því að strax eftir dóm Héraðsdóms í gær, myndi birtast forsíðuviðtal við Jóahnnes Jónsson í málgag…, ég meina frjálsa óháða dagblaðinu DV, strax daginn eftir… Það getur auðvitað ekki verið að viðtalið hafi þegar verið tilbúið til birtingar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur