Miðvikudagur 18.03.2009 - 16:30 - 1 ummæli

Niðurstöður PISA könnunar.

Við Íslendingar erum ekki að skora nógu vel þegar námsárangur í grunnskólum er mældur. Það er viðvarandi vandamál og við höfum kosið að láta eins og ekkert sé að marka þær rannsóknir og þann samanburð sem aðrar þjóðir notast við. Það er hinn séríslenski útúrsnúningur sem við skýlum okkur svo gjarna á bak við þegar eitthvað er ekki nógu þægilegt.

Þarna er ég að vísa í PISA könnunina sem gerð er á námsárangri með reglubundnum hætti og öðrum þjóðum þykir góður mælikvarði. Niðurstöður þessarar könnunar staðfesta aftur og aftur að eitthvað er að í okkar kerfi. það gerist þrátt fyrir að fáar þjóðir ef nokkrar setji meira peninga í málaflokkinn.

Í dag skrifar Lára Dögg Alfreðsdóttir sem er formaður aðgerðarhóps PISA, hvað svo sem það nú er, grein í Moggann. Þar segir hún að nemendur og kennarar hér hafi greinlega ekki nógu mikinn áhuga á könnuninni og það skýri útkomuna. Þetta les hún út úr því að við skorum svo vel í samræmdum prófum.

Ég er pínu efins um þessa afstöðu. Af hverju tökum við ekki fullt mark á niðurstöðunum í stað þess að leita að ódýrum svörum? Hvort við getum ekki þjálfað okkar börn til að þau mælist betur í þessu. Mér finnst þetta tilraun til að sjá ekki það sem við eigum að sjá.

Og það er að eitthvað erum við ekki að gera rétt í grunnskólunum. Það er lærdómurinn en ekki hvernig við getum snúið á þessa ansans könnun. Könnunin er ekki vandamálið.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    Þessi samanburður er okkur óhagstæður.Hins vegar er skólakerfið búið að vera í gríðarlegri enduruppbyggingu og margt frábært í gangi á mörgum stöðum. Gallinn við það er að árangurinn af þeirri vinnu er lengi að koma fram í samanburði elstu nemenda í grunnskóla.Þangað til þarf að þola svona skrif, þó svo að kennarastéttin sé að velja það sem bestum árangri skilar og flétta inn í sína starfshætti. Við getum nú varla ætlast til þess að þú lesir þér til um hvað er verið að gera í skólunum, eða hvað? Það er meira að segja í tíð Sjálfstæðismanna sem þessi þróun fór af stað. Skoðaðu skólamálin og hverju er búið að breyta síðan börnin sem tóku PISA prófin síðast byrjuðu sína skólagöngu. PISA er aðeins spegill á fortíðarvinnuna, aldrei samtíðina. Þarna er verið að mæla þekkingu og færni sem byggir á meira en áratuga löngu námi í leik- og grunnskóla.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur