Miðvikudagur 18.03.2009 - 09:23 - 3 ummæli

Útúrsnúningar LOGOS.

Ég er að reyna að staulast í gegnum yfirlýsingu frá LOGOS lögmannsstofu í Mogganum mínum. Þar útlistar Gunnar Sturluson fræðin á bak við skiptastjóra djobbið allvel. Fer yfir helstu prinsipp og upplýsir okkur um að skiptastjóri skuli gæta hagsmuna kröfuhafa en ekki fyrrverandi eigenda. þetta er allt gott og fínt og ber að fagna því að lögmannsstofan skilur hlutverk skiptastjóra til fullnustu.

Hitt er verra að LOGOS skilur alls ekki að menn skuli efast um hlutleysi starfsmanna LOGOS til að skipta upp búi fyrrverandi eða jafnvel núverandi viðskiptavinar stofunnar. Hvort Baugur var „fastur“ viðskiptavinur Gunnars Sturlusona eða ekki fastur er bara eitthvað tækniþvaður sem okkur flestum er nákvæmlega sama um. LOGOS hefur unnið fyrir Baug og tengd fyrirtæki.

það er viðurkennt og upplýst og því einboðið að stofan komi ekki að uppgjöri Baugs. Nóg er komið af sukki og svínaríi í kringum Baug og tengd fyrirtæki eins og það heitir. Nú má alls ekki kasta til hendinni og ekki má leika minnsti vafi um uppgjör Baugs.

það er krafa almennings og réttur og mjög er dapurlegt að þessir sjálfsögðu hagsmunir almennings skuli ekki fara saman við hagsmuni LOGOS. Ég fæ ekki betur séð en að útúrsnúningar Gunnars Sturlusonar í Mogganum í morgun ali frekar á tortryggni í garð LOGOS en hitt.

Legg eindregið til að þeir sem um þessi mál véla kippi þessu í liðinn svo ekki þurfi að leika vafi um að eðlilega verði staðið að uppgjöri Baugs. Það eru einu hagsmunirnir sem skipta máli núna.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Núna er ég orðrétt sammála þér.

  • Anonymous

    Hmm ætla þeir að rifta gerninga sem þeir hafa sjálfir gert og ætla þeir í mál við fyrirtækin sem þeir sitja í stjórn sjálfir???? Hlægilegt ekki satt!!!

  • Anonymous

    Ég viðurkenni fúslega að nánast aldrei er ég sammála þér en nú er ég það og ég held að 99% þjóðarinnar hljóti að vera það líka.Atli

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur