Miðvikudagur 25.03.2009 - 10:30 - 2 ummæli

Lestur minnisblaðs.

Merkileg umræðan um minnisblaðið hans Davíðs. Stjórnmálamenn láta eins og það skipti engu máli og vinstri menn rembast eins og áður við að gera allt grunsamlegt sem frá Davíð kemur. Þessi pólitíski stífkrampi vinstri manna gagnvart Davíð er fyrir löngu orðin skaðlegur svo um munar.

það er kunnara en frá þurfi að segja að nú er bankakreppa um allan heim. Stöndugar stofnanir riða til falls vegna þess sama og plagar okkar samfélag. Peningakerfi stærstu landa heims með þróað eftirlitskerfi og þrautreynt fólk í öllum stöðum stendur á gati og getur vart rönd við reyst. Vandinn er ótrúlegur og hann er nánast allra og sameignlegur í minnkandi heimi sem vinnur meira og minna eftir sama regluverkinu enda krafan um stöðlun og miðstýringu æpandi.

Hér á litla á litla Íslandi höfum við fundið einn mann öðrum fremur sem hægt að að skrifa fyrir hruninu. Þetta hefur öðrum þjóðum ekki tekist enda eru ekki allar þjóðir í fjötrum pólitískrar lömunur eins og við.

Bankahrunið snérist um viðskipti og siðferði þeirra sem áttu og ráku bankana. Alþjóðlegt lagaumhverfi sá ekki við svívirðunni og fáir komu auga á glæpina fyrr en of seint. það er hinn bitri sannleikur sem við eins og aðrir búum við. Þennan sannleika virðast margir hreinlega ekki vilja horfast í augu við.

Þess vegna tekst fólki að lesa minnisblað Davíðs á þann hátt að stílbragð og uppsetning bréfsins sé aðalatriði máls. Innihaldið og kjarninn auka. Hversu mikil þarf hin pólitíska blinda að verða? Kannski er ekki óeðlilegt að stjórnmálamenn reyni að koma sér undan sannleikanum að ég tali nú ekki um fyrri eigendur bankanna.

En hörmulegt að er að sjá málsmetandi menn bæði bloggara og aðra reyna að bjaga það sem er augljóst við lestur minnisblaðsins. Mér er fyrirmunað að sjá hvaða hagsmunir liggja þar að baki aðrir en pólitísk fötlun og hanaslagur í aðdraganda kosninga.

Davíð hefur verið einn fárra sem reynt hefur að benda á þvæluna og hlotið bágt fyrir. það er ekki hann sem reyndi að koma í veg fyrir að sérstakur saksóknari fengi fullt frelsi. Hann aftur á móti fór fram á fulla rannsókn í eigin málum í bankanum.

Bankarnir voru ýmist seldir vafasömum mönnum eða enduðu í eigu slíkra aðila. Pólitísk öfl tryggðu þeim svo yfirburðastöðu hér á öllum sviðum og þar var ekki svigrúm fyrir gagnrýni og er varla enn. það mun breytast.

Vonandi verður hulunni svipt af fleiri minnismiðum í framtíðinni. Líklega er þó best að þeir tengist ekki nafni Davíðs því ótrúlega ætlar að lifa lengi í þeim sem finna honum allt til foráttu. Upp úr þeim hjólförum verðum við að komast svo finna megi hina raunverulega sökudólga.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Anonymous

    Guðmundur Gunnarsson.Rétt. Fáránleiki stjórnarflokkafarsans og hjarðanna þeirra er sorglegt dæmi um hversu lágt pólitíkskur sóðaskapur getur lagst.

  • Anonymous

    Röggi minn. Þú ert að feila á einu grundvallaratriði í þessum umræðum öllum saman. Það er ekki það sama sem menn SEGJA og það sem menn GERA. Athugaðu það. Verkin tala.Kv,Steini

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur