Færslur fyrir apríl, 2009

Fimmtudagur 30.04 2009 - 09:30

Bjarni Ben, XD og ESB umræðan.

Hún er skrýtin líðanin hjá okkur Sjálfstæðismönnum þessa dagana. Dagarnir eftir skellinn stóra. Sambland af svekkelsi en þó vissum létti. Botninum er vonandi náð en til þess að svo megi verða þurfum við kannski að hugsa margt upp á nýtt. Ég kaus Bjarna Ben og er nú hugsi yfir hans stöðu. Honum verður ekki kennt […]

Mánudagur 27.04 2009 - 14:28

Stjórnarkreppan.

það er eins og við mátti búast frekar snúið að mynda ríkisstjórn VG og Samfylkingar. Hver smáfuglinn á fætur öðrum þarf að láta ljós sitt skína og koma fram með stórar og stefnumarkandi yfirlýsingar sem allar eru sagðar ófrávíkjanlegar. Því er komin upp sú staða að annar verður að gefa eftir og það verður erfitt. […]

Fimmtudagur 23.04 2009 - 13:40

Össur skiptir um skoðun!!

Þá hefur félagi Össur rekið pólitískt nefið út um gluggann. Og komist að því að síðasta skoðun hans á álversframkvæmdum á Bakka er sennilega ekki söluvæn núna. þá bara hefur hann nýja skoðun og uppfærða og tekur síðan bara á málinu síðar og þá væntalega tilbúin að kúvenda aftur. Allt eftir því hvað hentar þá. […]

Fimmtudagur 23.04 2009 - 11:24

Hver á samleið með VG?

Auðvitað hlaut að koma að því að VG reyndu að slíta sig frá Samfylkingunni. Samfylkingin hefur algerlega verið í bílstjórasætinu í samstarfi vinstri flokkanna. Málefni VG hafa ekki komist að en mælingar á fylgi flokkanna hafa greinilega aukið sjálfstaust VG sem lætur nú loks á sér kræla. VG ætlar, öfugt við Samfylkingu!, að hækka skatta […]

Miðvikudagur 22.04 2009 - 17:48

Styrkjafarsinn.

Mér sýnist kosningarnar núna ætla að snúast um styrki því miður. Þeir sem trúðu því að Samfylkingin væri með hreina samvisku í samskiptum við Baug hljóta að vera með böggum hildar nú. Í mínum huga er enn mjög mikið starf óunnið í því að moka skitnum sem liggur eftir þá mafíu upp á yfirborðið. Fylgismenn […]

Þriðjudagur 21.04 2009 - 15:05

Árni Páll og tjáningarfrelsið

Árni Páll Samfylkingarmaður virðist ekki bara telja að andstæðingar sínir séu fífl. Hann trúir því greinilega líka að fólk sé fífl. Nú krefst hann þess að Sjálfstæðisflokkurinn afneiti auglýsingum og vefsíðum og láti auk þess loka þeim. Látum ekki tala til okkar eins og við séum fífl. Mikill er máttur stjórnmálamanna en að þeir geti […]

Mánudagur 20.04 2009 - 23:57

Grímulaus Grímur.

það er margt mjög skrýtið í kýrhausnum. Vinstri menn geta illa ekki sætt sig við að Mogginn skuli voga sér að hafa skoðanir sem ekki henta til vinstri. Grímur Atlason lætur þetta pirra sig og telur Moggann fella einhverja grímu með því að blaðið hefur tekið afstöðu í þjóðmálum. Grímur á því ekki að venjast […]

Sunnudagur 19.04 2009 - 18:23

Er bannað að heyja kosningabaráttu?

Vinstri menn með besserviserinn Egil Helgason í broddi fylkingar ganga nú nánast af göflunun af því að hægri menn ætla sér að stunda kosningabaráttu. Samfylkingarbloggarinn Dofri Hermannsson missir sig í dónaskap í geðshræringu sinni eins og títt er orðið með nýstirnin á himni Samfylkingarinnar. Auðvitað er þessu fólki öllu ákveðin vorkunn.  Egill Helgason telur sig […]

Laugardagur 18.04 2009 - 09:40

Hroki Páls Magnússonar.

Páll Magnússon forstjóri RÚV skrifar merka grein í Moggann í dag. Þar reynir hann að verja þann gjörning menntamálaráðherra að breyta skuldum RÚV í hlutafé. Sem fyrr vantar akkúrat ekkert upp á hroka forstjórans í garð annarra sem reyna að reka fjölmiðla á eðlilegum kjörum í samkeppni við ríkisrekið ofureflið sem Páli virðist svo gersamlega […]

Föstudagur 17.04 2009 - 11:48

Fríspil kosningabandalagsins.

Hefur einhver heyrt af því að kosningarnar eru næstu helgi? Reyndar hafa starfsmenn RÚV fattað það og standa fyrir umfjöllun en aðrir rolast bara í aukaatriðum sem vissulega skipta sum einhverju en það er þögnin um aðalatriðin sem er fáránleg. Súlustaða ríkisstjórnin kemst upp með það að láta umdeildar breytingar á stjórnarskrá verða aðalamál þingsins […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur