Mánudagur 06.04.2009 - 11:03 - 3 ummæli

Ögmundur talar um samstarfið við IMF.

Félagi Ögmundur fór mikinn í morgun. Uppveðraður eftir heimsókn sérfæðinga sem allt vita og halda því fram að gjaldeyrissjóðurinn sé vondur samstarfsaðili. Heimir og Kolla fengu heilbrigðisráðherra til að galopna sig.

Málflutningurinn minnti á gömlu góðu dagana í stjórnarandstöðunni. VG er og verður á móti þessu samstarfi og finnur nú vind í seglum. Þetta er allt gott og blessað svo langt sem það nær. Hvernig VG ætlar að stunda samstarf við Samfylkingu sem bókstaflega borðar úr lófa gjaldeyrissjóðsins er vandséð.

Vinstri stjórn eftir kosningar virðist andvana fædd. Flokkarnir tveir geta komið sér saman um að vinna sigur í kosningunum og ornað sér við tilhugsun um ráðherrastóla en lengra nær það ekki. Ólík afstaða flokkanna til stórra mála er æpandi augljós.

þess vegna verða ágreiningsmál ekki rædd né heldur erfiðar ákvarðanir í efnahagsmálum. Félagi Ögmundur hlýtur að hafa gleymt sér í útvarpinu í morgun. Annars er Samfylking ekki óvön þessu mynstri í stjórnarsamstarfi, hún er bara vön því að vera hinu megin í ruglinu.

VG þurfa að svara því hvort það komi til greina að hætta samstarfi við IMF. Þetta er ekki mál sem hægt er að hafa í flimtingum. Flokkar sem hóta því að starfa saman að loknum kosningum verða að hafa þetta á hreinu.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Anonymous

    Tja, ég las það einhvers staðar í morgun að Steingrímur sagði að það kæmi ekki til greina að segja upp samningum við AGS, en nú get ég ómögulega fundið þetta aftur.

  • Anonymous

    Alveg sama hvernig ég reyni þá fæ ég mig ekki til að skilja hvernig svona vel gefinn maður eins og þú getur breysts í rakinn fávita þegar Sjálfstæðisflokkurinn er annars vegar… Ég nenni ekki að copy/paste allt helv.. draslið sem þú skrifaðir, þannig að hér er svarið við 1. málsgrein:Það sem raskar ró minni er að Sjálfstæðisflokkurinn skuli setja sig upp á móti vilja 70% þjóðarinnar sem vill stjórnlagaþingÞað sem raskar ró minni er að hroki þeirra skuli vera svo mikill að þeir skuli voga sér að tala um að það sé verið að svíkja alþingi um rétt sinn til að setjast að skriftir á nýrri stjórnarskráFyrir utan mannréttindakaflann hefur nánast ekkert verið gert nema 31.gr hefur verið breytt margoft…Og það vill svo til að 31.gr fjallar um kosningar og kjördæmaskipan.Skemmtileg tilviljun að þingflokkarnir skuli hafa tryggt sér sætin sín á alþingi enn betur með hverri einustu breytingu þeirrar greinarVissir þú Röggi að íslenska þjóðin hefur ALDREI fengið að taka afstöðu til stjórnarskrárbreytinga? Aftur og aftur hefur þingið leyft sér að breyta stjórnarskránni OKKAR án þess að bera þær undir þjóðinaÞað sem þú vilt að við sameinumst um að mótmæla eru afleiðing vanhæfni ríkisstjórna sl 20 ára og kannski full frekt að ætlast til þess að ríkisstjórn sem skipuð er til 3ja mánaða leiðrétti drullumall síðustu 20 ára. Það eru kosningar eftir rúmlega 3 vikur… algjör óþarfi að leggja alla þá vinnu sem fór í að losna við þína menn og samfó á sig aftur vitandi að þessi stjórn er að fara fráSjálfstæðisflokkurinn vill ekkert stjórnlagaþing. Lýðræðisleg stjórnarskrá þýðir að þeir þurfi að sjá á eftir þeim völdum sem þeir hafa tryggt sér og þeir láta það ekki af höndum möglunarlaust.Má ég minna þig á að á meðan landið var að brenna og þjóðin nánast öll örvæntingafull í óvissu sinni um framtíðina skilaði þinn flokkur sér inn í þingsali eftir óralangt jólafrí mitt í bálinu og eyddi fyrsta starfsdegi þingsins í að reyna að sannfæra þingheim um ágæti þess að selja áfengi í BónusOg ég nenni ekki að tjá mig um þetta þreytta „flokkspólitísk mótmæli“ röfl…. Þér er óhætt að fara að horfast í augu við það svona hvað úr hverju að það eru fullt af fyrrverandi Sjálfstæðismönnum hérna úti.Fólk sem er ofboðið

  • Er fólk farið að kóper kommentin mín?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur