Mánudagur 06.04.2009 - 14:18 - 6 ummæli

Um fjölmiðlalög.

Nú fer kannski að verða svigrúm fyrir umræðu um fjölmiðlalög. Staðan er nenfilega þannig að fleiri en bara einkavinir Samfylkingar og forsetans eru að eignast fjölmiðla. Þá verður þörfin væntanlega knýjandi.

Liðið sem hefur ekki mátt heyra minnst á misnotkun fjölmiðla árum saman í þágu eigenda sinna vaknar nú upp við vondann draum. Og ástæðan; jú Óskar Magnússon hefur keypt Moggann í félagi við aðra. Og það sem meira er.

Hann hefur lýst því yfir að hann muni hafa síðasta orðið í öllum málum er lúta að reksti og stefnu blaðsins. þetta mun nýmæli hér enda hafa eigendur fjölmiðla keppst við að sverja af sér miðlana þó hvert mannsbarn hafi séð hvernig þeir ganga erinda eigenda sinna seint og snemma.

Þessi yfirlýsing Óskars hefur farið fyrir brjóstið á einhverjum. Sjálfur sé ég ekki hvaða löggjöf á að koma í veg fyrir að eigendur fjölmiðla stýri rekstrinum eða ákveði stefnu og áherslur. Lög um eignarhald á fjömiðlum átti að koma í veg fyrir það stórslys sem við kölluðum yfir okkur þegar menn sem áttu hér alla skapað hluti fengu að eignast fjölmiðla og stjórna hugsunarhætti heillar þjóðar árum saman með afleiðingum sem blasa við.

Við vitum öll nákvæmlega hvaða fólk og flokkar tryggðu það. Sé eignarhaldið á Mogganum á skjön við eðlilegar leikreglur í þessum efnum þá á að taka á því. það mun þó ekki geta gerst fyrr en Samfylkingin treystir sér til þess að hleypa í gegn lögum um eignarhald á fjölmiðlum.

Hvenær það gerist snýst án efa um kalt hagsmunamat þess flokks. Hagsmunirnir hafa fram til þessa verið öllum ljósir.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Anonymous

    Úfff hvað þið Sjálfstæðismenn eruð eitthvað mikil fórnarlömb Samfylkingarinnar og forsetans. Það er eiginlega átakanlegt að sjá hversu bágt þið eigið.Í raun ertu að segja að Sjálfstæðiflokkurinn hafi hreinlega verið áhrifalaus þó svo að hann hafi verið í lykilaðstöðu síðustu 18 árin. Hin mikla Samfylking hefur haft ykkur í gíslingu og getað komið í veg fyrir þau þjóðþrifamál sem anga sjálfstæðiflokkurinn reyndi að koma á laggirnar. Mikill er máttur þessa „afturhaldskommatitts“ flokks.Ef mig misminnir ekki þá var nú eingin sérstök eining milli stjórnarflokkana um hin margumræddu fjölmiðlalög. Framsókn streittist aðeins á móti en á samþykkti á endanum þá útfærslu sem forsetinn neitaði að skrifa uppá. Þá átti stjórnin að setja málið í þjóðaratkvæði sem var hins vegar ekki gert.Auðvitað þarf að vera hér almennileg fjölmiðlalög og hafa alltaf þurft að vera. Það er mjög slæmt hvernig þróun á eignarhaldi fjölmiðla hefur verið á undanförnum árum og breytir þá engu hvort á í hlut Baugur eða önnur stórfyrirtæki. Það var dapurlegt hvernig fjölmiðlalögunum var klúðrað hér um árið og sínir kannski svart á hvítu hvað trúverðuleiki þeirra sem fara með löggjafarvaldið skiptir miklu máli.Hrafnkell

  • Anonymous

    Ekki rétt hjá þér hérna Hrafnkell að Sjálfstæðismenn séu bara fórnarlömb forsetans. Það eru fleiri en sjálfstæðismenn sem eiga lífeyrissjóðina. Nú er búið að skerða þá um líklega 30-40%, tæma suma. Af hverju? Skyldi það nokkuð vera út af sömu eigendur sem voru að ryksuga upp úr sjóðunum láðist að flytja af því fréttir í leiðinni? Þeir áttu nefninlega stóru miðlana einnig.Forsetinn sem neitaði þjóðinni um að hér yrði nokkuð hlutlaus fjölmiðlaumfjöllun kom svo snilldarlega í veg fyrir þetta.Enda ekki skrýtið að einu staðirnir sem þessi blessaði forseti séu dagheimili. Börnin hafa enn ekki uppgötvað hvaða mann Mr. You aint seen nothing yet hefur að geyma. Það er fullseint í rass gripið að tala núna um að það þurfi að vera almennileg fjölmiðlalög. Af hverju varstu á annarri skoðun þegar Davíð Oddsson bar þessa tillögu fram? Var það ekki efnið sem skipti máli þá, heldur hver bar það fram? Þetta hatur Samfylkingar á Davíð Oddssyni er búið að reynast þjóðinni afar dýrt. Því miður eru þeir enn ekki búnir að sjá það.

  • Anonymous

    Það er rétt að minna á það, að það var ekki forsetinn em stoppaði fjölmiðlalög Davíð Messíasar Oddssonar. Forsetinn neitaði að skrifa undir þau, og þar með vísaði þeim til þjóðarinnar, lögin hefðu engu að síður öðlast gildi amk. þar til þjóðin hefði kveðið upp sinn dóm. Davíð Messías dró þá lögin tilbaka og neitaði þar með þjóðinni um að segja sitt álit á þeim.

  • Anonymous

    Guðmundur Gunnarsson.Að gefnu tilefni hefðu fjölmiðlalög náð líka yfir Moggann sem hefði komið Kolkrabbanum, Sjöllunum og Bjöggunum jafn illa og Jóni Ásgeiri, Samfylkingunni og hinum auðrónunum.Eitthvað sem Samfylkingunni og Jóni Ásgeiri, Samfylkingunni og forsetatrúðnum hugnaðist ekki og gerir ekki enn, frekar en litlu spillingarstrumpunum sem hér tjá sig spillingunni til dýrðar.Núna er ekki síður en þá stórkostleg ástæða til að lemja niður augljósan tilgang Samfylkingarinnar og annara spillingaafla og tryggja að fólk fái ekki meiri lygavaðal og fréttafalsanir í boðu auðsvína og Samspillingarinnar gagnrýnislaust.Það er vel skiljanleg heimska að spillingaraðilar að reyna að verja forsetaómyndina og Samfylkinguna, Borgarnesræðuna, „þið eru ekki þjóðin“, vinkonuna sem var hótað ef hún segði hug sinn allan, alla þjónkunina við auðsvínin, hótunina að leggja niður stöðu Ríkislögreglustjóra og hafna tillögum um að enginn einn fengi að eiga meira en 3 – 8% í bönkunu, lygar heilagrar Jóhönnu, óhæfi Björgvins, sekt ráðherra flokksins á hruninu os.frv, os.frv, allt til að vernda eiganda flokksins og hans vini, auðsvínin.Já það er erfitt fyrir Samfylkingarliðið að vera með allt niðrum sig opinberlega og vera eins og þorpsfífl við að reyna að spinna hlutina á hvolf, – en þó virðingarvert að reyna. (o:

  • Anonymous

    Þessi fjölmiðlalög voru sjálfsagt mál og með ólíkindum að trúðurinn á bessastöðum skyldi hafa neitað að skrifa undir þau. Það ein ótrúlegasta uppákoma stjórnmálanna á Íslandi. DO ber þó það mikla virðingu fyrir lýðræðinu, að fara ekki með lög sem forsetinn neitar að skrifa undir áfram í þjóðaratkvæðagreiðslu.Vonandi verður forsetaembættið lagt niður þegar tíma ORG líkur. Það væri rétt að hann fengi að lifa í þeirri skömm að hafa verið forsetinn sem stóð sig svo illa að það hafi þurft að leggja embættið niður eftir alla þvæluna í honum.

  • Anonymous

    Hrfnkell kemst nálægt sannleikanum þegar hann talar um Sjálfstæðismenn sem fórnarlömb Samfylkingar og forsetans. Skíturinn flýtur smátt og smátt uppá yfirborðið. Situr ekki öll þjóðin í súpunni?Takk fyrir góða bloggsíðu. Góð greining hjá þér Röggi að vanda!!Kristján

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur