Föstudagur 17.04.2009 - 11:48 - 3 ummæli

Fríspil kosningabandalagsins.

Hefur einhver heyrt af því að kosningarnar eru næstu helgi? Reyndar hafa starfsmenn RÚV fattað það og standa fyrir umfjöllun en aðrir rolast bara í aukaatriðum sem vissulega skipta sum einhverju en það er þögnin um aðalatriðin sem er fáránleg.

Súlustaða ríkisstjórnin kemst upp með það að láta umdeildar breytingar á stjórnarskrá verða aðalamál þingsins á meðan þjóðin býður í ofvæni eftir þvi að smiðirnir sem áttu að slá upp skjaldborginni um heimilin mæti.

Helst er að skilja að það standi upp á Sjálfstæðsglokkinn að koma með upplýsingar um það hvernig skattastjórnin ætlar ser að leysa vandann. Flokkarnir sem virðast ætla að fá yfirburðafylgi til að vinna að skattahækkunum sitja nánast ekki fyrir svörum.

Nú er gaman að vera VG og Samfylking. Allar ár renna til Dýrafjarðar og fjölmiðlar sem hafa svo mikið að segja spila með. Flokkarnir eru í raun ekki sammála um neitt nema að vinna sigur í kosningunum og gleðjast yfir ógöngum Sjálfstæðisflokksins. Það kann að vera gefandi skemmtun en skilar okkur sem þjóð ekki miklu eftir kosningar.

Öllum er ljóst að þeir vilja vinna saman eftir kosningar og einungis pólitískar náttúruhamfarir koma í veg fyrir það. Samt bólar ekkert á útfærðum hugmyndum og ef yfirlýsingar flokkanna eru skoðaðar er erfitt að sjá sameiginlega fleti.

Hvernig væri nú að fjölmiðlar myndu rolast til þess að ganga á flokkana og krefja þá um hugmyndir. Við reyndar vitum að skattahækkanir og launalækkanir eru málið til að stoppa upp í gatið. Niðurskurður og hagræðing í opinberum rekstri er ekki til umræðu eins og við höfum séð síðustu 80 daga. Merkilegt að lítil og meðalastór fyrirtæki eru daglega að skera niður kostnað og hagræða með árangri en vinstri menn fá kramapaflog ef minnst er á að stærsti vinnuveitandi landsins geti hagrætt. Við erum hrædd frá slíku með áróðri um að þá muni svo margir missa vinnu og þjónusta versna. Hvorugt þarf að vera rétt.

Núna er kosið um það hvaða leiðir skulu fetaðar út úr vandanum. Hvernig við viljum sjá framtíðina. Vissulega geri ég mér grein fyrir þvi fortíðin skiptir máli fyrir framtíðina og kosningar eru uppgjör við fortíðina. það verður ekki umflúið.

Flokkarnir tveir sem mynda kosningabandalagið sem ekki má tala um hafa ekki gert neitt af þvi sem lofað var þegar þeir tóku við og því ætti að vera eðlilegt að rukka þá um það og ekki síst hvaða loforð þeir treysta sér til að selja okkur þann 25. apríl.

Af hverju er það ekki gert? Á ekki að krefja fólkið sem ætlar að leysa vandann um svör?

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Anonymous

    Guðmundur Gunnarsson.Sérstaklega ömurlegt að sjá hræsnina sem fylgir Samfylkingunni og Vinstri grænum, að þora ekki fyrir sitt litla að styggja Framsóknarflokkinn, sem fram að þessu hefur verið álitinn oddvitaflokkur og samansem merki pólitískrar spillingar í landinu.Hvernig er það, er spillingin og styrkjagreiðslur (mútur) til þeirra ekki hlutfallslega mun meiri miðað við stærðar flokks en nokkurs annars?Jafnvel stærri en 12 miljónirnar ásamt, öllum fríbirtingunum í Baugsmiðlunum, frítt húsnæði og frí afnot á símanúmerum og greiðsla kosningasímreiknings sem Jón Ásgeir hefur styrkt (mútað) Samfylkingunni með?Eina sem hefur gerst í kosningabaráttu stjórnarflokkanna og sérstaklega Samfylkingarinnar, er að ausa úr fjallháum skítahaugum sínum yfir Sjallana, sem væntalega brauðfæðir ekki börnin okkar eð greiða reikningana.Það er ekki við að búast að þeir lyfti sér og sínu á uppá hærra plan.

  • Anonymous

    Röggi litliSérðu ekki að fólk nennir ekki einu sinni að commenta á bullið úr þér?Ég finn yfirleitt til með þeim sem minna mega sín líkt og þér.Sjálfstæðisflokkurinn, eða FLflokkurinn þinn, er bara búinn að vera og spuni þinn og annarra landráðamanna breytir engu lengur.Það tóks alltof lengi og kostaði okkur aleiguna.Sýndu nú styrk og farðu á hnén og biddu fyrirgefningar á öllu því ógeði sem hefur poppað úr hausnum á þér á bloggið, gegn betri vitund.Wake up, Röggi og fáðu þér alvöru líf byggt á sjálfsvirðinug og heiðarleika.

  • Anonymous

    Mundu:Það er „kannski stigsmunur en ekki eðlismunur“ á þér og fávita.Biddu svo þjóðina afsökunnar og skammastu þín, drengur

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur