Laugardagur 18.04.2009 - 09:40 - 2 ummæli

Hroki Páls Magnússonar.

Páll Magnússon forstjóri RÚV skrifar merka grein í Moggann í dag. Þar reynir hann að verja þann gjörning menntamálaráðherra að breyta skuldum RÚV í hlutafé. Sem fyrr vantar akkúrat ekkert upp á hroka forstjórans í garð annarra sem reyna að reka fjölmiðla á eðlilegum kjörum í samkeppni við ríkisrekið ofureflið sem Páli virðist svo gersamlega fyrirmunað að reka svo einhver bragur sé á.

Páll kvartar undan hlutum sem snúa að rekstri risans ríkisstyrkta sem allir aðrir sem standa í rekstri hér á landi þurfa að glíma við án þess að menntamálaráðherra komi hlaupandi til. Nefnilega óhagstæð ytri skilyrði.

það er algerlega orðið óþolandi að fylgjast með þessum hálaunaða ríkisforstjóra sýna þeim sem voga sér að hafa skoðanir á RÚV hroka og yfirlæti. Þetta er maðurinn sem kvartaði sáran undan því á sínum tíma að þurfa að vera í samkeppni við rikið en bregst núna bæði minni og auðmýkt í garð þeirra sem glíma við ofureflið.

Eitt er að ríkið ætli sér eftir geðþótta stjórnmálamanna að handvelja þau fyrirtæki sem þurrhreinsa skal af skuldum svo þau geti af endurnýjuðum ríkisþrótti lamið á restinni af markaðnum, Penninn er gott dæmi, en annað að menn í stöðu Páls Magnússonar skuli alltaf bregðast við gagnryni með þeim hætti sem gerir. Hver man ekki eftir því hvernig hann tók á undirboðum RÚV á auglýsingamarkaði?

það setur að manni hroll við tilhugsunina um fjölgun ríkisfyrirtækja sem munu í framtíðinni njóta forréttinda í samkeppni við einkarekstur og heldur eykst nú hrollurinn við lestur greinar eins og Páll Magnússon nennti að skrifa í Moggann.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Anonymous

    þið sem hafið með atkvæðum ykkar haldið þessum Sjálfstæðisflokki við völd vil ég þakka skynsemina við að velja sér flokk til að kjósa. Þvílíkir snillingar og mannvitsbrekkur, sem hafa svo gott auga fyrir málefnum að þeir kjósa flokk sem setti landið á hausinn.

  • Anonymous

    Páll Magnússon er vikadrengur Þorgerðar Katrínar og Sjálfstæðisflokksins.Röggi, hvar hefur þú verið undanfarin ár?Ég gerir ráð fyrir að vildarvinir þínir í X-D hafi leiðrétt þennan misskilning þinn beint gagnvart þér.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur