Mánudagur 04.05.2009 - 08:56 - 7 ummæli

100 daga aðgerðaleysið.

Það er ekki laust við spennu hjá mér fyrir „nýju“ ríkisstjórninni sem Jóhanna og Steingrímur eru að smíða. Myndun hennar hefur í raun tekið um 100 daga og enn sér ekki til lands. VG og Samfylking tóku við skútunni með þeim orðum að nú yrði tekið til óspilltra málanna.

En málin eru ennþá spillt og ekkert er aðhafst. Tvær nefndir voru settar af stað í upphafi seinni bylgju stjórnarmyndunarviðræðna. Önnur um ESB og hin um stjórnskipan. Bæði þessi málefni eru mikilvæg og áhugaverð mjög en þau snúa lítið að því verkefni sem stofnað var til á sínum tíma.

Eins og málið snýr við mér er augljóst að ríkisstjórnin veit ekki sitt rjúkandi ráð í efnahagsmálum og þess vegna hefur VG ákveðið að gefa eftir í ESB málinu og trúa Samfylkingu sem heldur því fram að með því einu að ákveða að fara í aðlidarviðræður að þá lagist allt.

Skuldir heimilanna hverfi og atvinnulíf blómstri. Lamaðir ríkisbankar eru núna helst notaðir til þess að berja á atvinnulífinu og taka yfir fyrirtæki eftir smekk og mismuna þeim svo í samkeppninni við blæðandi markaðinn.

Ég get auðvitað ekki gert lítið úr vandanum en hér höfum við fólkið sem sagðist hafa lausnirnar og þetta er líka fólkið sem var lamið í ríkisstjórn með búsáhöldum forðum undir styrkri stjórn söngvaskáldsins sem virðist nú horfið af yfirborði jarðar þó fátt hafi lagast og ekkert í sjónmáli eftir 100 daga.

Þetta er erfið staða því öll orkan fer í að finna leiðir til að geta verið í ráðherrastólum á morgun. Jóhanna segir að hér sé starfandi ríkisstjórn í landinu og ekkert liggi á stofnun nýrrar. Þetta held ég að hreinlega enginn skilji nema kannski Ólafur Ragnar. 100 daga aðgerðaleysinu verður að ljúka.

Ekki er hægt með neinni sanngirni að biðja um kraftaverk en lágmarkskrafan getur ekki orðið ódýrari en að biðja um eitthvað annað en að þeir sem koma með tillögur séu skotnir í kaf án umhugsunar.

Kannski við hægri menn mætum með búsáhöldin okkar í næstu byltingu sem hlýtur að verða fyrr en seinna haldi aðgerðaleysisríkisstjórnin áfram á sömu braut.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Það er misskilningur að ESB valdi töfum við myndun nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og VG. Það mál er afgreitt. Niðurskurður í ríkisútgjöldum og skattamálin eru heldur ekki til vandræða. Þar liggja lausnirnar fyrir.Það vefst heldur ekki fyrir þeim að koma fram með áætlanir um að skapa tíu þúsund störf á næstu fjórum árum.Það vefst heldur ekki fyrir alþýðuhetjunum að búa til fagurlega skreyttan málefnasamning. Þar eru innanborðs ágætir stílistar. En það er skuldsett alþýðan og gjaldþrota fyrirtækin sem er aðal höfuðverkurinn.Samninganefndir flokkanna og aðallega leiðtogarnir gera sér nefnilega fullkomlega grein fyrir því, að ef þeim mistekst að koma fram með með afgerandi aðgerðir í þeim málum og það fljótt, er fjandinn laus.Óttinn við gengishrun þjóðarbúsins er vissulega fyrir hendi á þeim bæjum en óttinn við fylgishrun yfirgnæfir allt og nístir inn í merg og bein.Þeir vita sem er, að skuldsett alþýðan bíður með svipuna, tilbúin að reiða til höggs. Þolinmæðin er á þrotum.Það er af þessum ástæðum að svona hægt gengur í viðræðum Samfylkingar og VG.Nagandi ótti við framtíðina og fólkið í landinu.

  • Anonymous

    Guðmundur Gunnarsson.Hvaða … hvaða. Ertu ekki full hlutdrægur þegar þú ert að dæma „stórkostleg“ stjórnvöld í þessa 100 daga?1. Hún rak Dabba og hina 2 seðlabankastjórana og réði vanhæfan Norðmann til starfsins sem hefur ekkert gert nema þá til hins verra.2. Hún stöðvaði Geira gullfingur og dónakall og strýpalinga kellingar á hans vegum.3. Hún færði vændi niður á enn faldara plan.4. Hún sló sérstaka skjaldborg um fjárglæframennina og auðrónana með frábærum árangri. (Aldrei að vita nema að sú reynsla gæti nýst síðar við að slá skjaldborg um heimilin?) 5. Hún lagði fram langan lista af stórkoslegum loforðum sem voru bara svona til að sýnast og átti aldrei að efna, og of mikil vinna að skrá hér. (O:

  • Anonymous

    Sofðu unga sjálfstæðisflónúti regnið græturég skal geyma stjórntökin þíngamla styrki og völuskrínVið skulum ekki gráta um liðnar næturSelið þið nú Valhöll drengir og leggið svo flokkinn niður og gefið afganginn til mæðrarstyrksnefndar, grátlómurinn er farin að heyrast um allar jarðir.

  • Sérstaklega málefnalegt og rökfast komment hérna frá „nafnlausum“ kl. 14:03. En þó ekki ólíkt öðrum úr þessum herbúðum.

  • Anonymous

    Fyrir það fyrsta þá bannaði Davíð bönkunum að gera upp í evrum og gaf þeim leyfi til að taka stöðu á móti krónunni ársfjórðungslega, sem gerði það að verkum að krónan hrundi, sem svo aftur gerði það að verkum að við misstum það litla traust sem eftir var og þá var stutt í hrun. Og hér er svo efnisleg gagnrýni í boði Helga Hjörvar: Og þetta er orðin gömul upptalning:1. Seðlabankinn er gjaldþrota. Stjórnendur hans töpuðu 150 milljörðum í óvarlegri lánastarfsemi til svokallaðra „óreiðumanna” í því sem kallað var ástarbréfaviðskipti. Þetta jafngildir hálfri milljón króna á hvert mannsbarn í landinu.2. Seðlabankinn nýtti ekki góðu dagana til að byggja upp gjaldeyrisvaraforða í samræmi við vöxt fjármálakerfisins, þrátt fyrir ábendingar um nauðsyn þess, m.a. frá Þorvaldi Gylfasyni. Viðbúnaður bankans við fjármálakreppu var því í skötulíki.3. Jafnvel í vor synjaði bankinn láni frá J.P. Morgan sem bauðst á góðum kjörum og nam hærri fjárhæð en aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins nú. Lýsir það ótrúlegu vanmati á viðbúnaðarþörf.4. Bankinn áttar sig ekki á hlutverki sínu í fjármálastöðugleika og beitti ekki stjórntækjum sínum til að hemja vöxt bankanna, heldur lækkaði þvert á móti bindiskyldu sem var mjög misráðið.5. Seðlabankinn hefur nær aldrei náð verðbólgumarkmiði sínu frá því honum var sett það í upphafi aldarinnar.6. Bankinn vanmat augljóslega áhrif of sterks gengis á neyslu og fjárfestingagleði og þar með þenslu.7. Að geyma gjaldeyrisforða þjóðarinnar á Englandi eftir að Icesave-vandinn var ljós og hætta á frystingu hans, er líkt því að vera í sjóorrustu hjá skipstjóra sem gleymdi púðrinu í landi. Yfirsjónin ætti að varða við þjóðaröryggi.8. Óviðunandi er að stjórnendur Seðlabankans hafi frétt það í London í febrúar sl. að íslensku bankarnir væru í alvarlegum vanda. Ætlast verður til þess vegna stöðu og hlutverks bankans að hann hefði átt að uppgötva það sjálfur og fyrr.9. Óskiljanlegar eru ívilnanir hinn 15. apríl í tengslum við bindiskyldu vegna útibúa erlendis eftir þær upplýsingar sem Seðlabankinn hafði fengið í London.10. Hafi Seðlabankinn fengið svo greinargóðar upplýsingar um stöðu bankanna í London er skýrsla bankans um fjármálalegan stöðugleika frá maí sl. beinlínis villandi upplýsingagjöf.11. Ófaglegt er að engin viðbragðsáætlun hafi verið til í bankanum vegna fjármálakreppu.12. Lækkun og hækkun vaxta á víxl jók ekki trúverðugleika.13. Óheppilegt var og trúlega viðvaningsháttur að Seðlabankinn keppti við viðskiptabankana um fjármagn, m.a. með skuldabréfaútgáfu og í lánalínum.14. Viðvaningsháttur var að bankinn þagði þegar fréttir bárust af því að hann væri ekki með í samningum norrænu seðlabankana við þann bandaríska. Að bankinn skyldi ekki ná samningum við þann bandaríska var nógu slæmt en þögnin jók á ótta og óvissu og gróf enn frekar undan trúverðugleika á ögurstundu.15. Ákvörðun um ríkisvæðingu Glitnis var stórslys. Svo röng var hún að stjórnvöld vonuðust fljótlega eftir þroti bankans svo ekki þyrfti að efna samninga! Hve illa er þá komið fyrir trúverðugleika Seðlabankans?16. Fum og fát í gengismálum dró enn frekar úr trúverðugleika og fagmennsku í Seðlabanka Íslands. Ákvörðun um að festa gengið við 175 stig verður lengi kennd sem hrapaleg mistök, enda lifði „staðfesta” bankans í gengismálum aðeins í tvo daga, því oftrúin á krónuna var svo víðs fjarri veruleikanum á gjaldeyrismarkaði. Hún hefur síðan fallið um tugi prósenta.17. Kastljósviðtal við formann bankastjórnar hjálpaði ekki til við að verja stærsta fyrirtæki landsins, Kaupþing, falli.18. Þyngra er en tárum taki ótímabær yfirlýsing Seðlabankans um svokallað Rússalán. Bæði spillti það mjög þeim lánasamningum sem Geir Haarde hafði átt frumkvæði að og einnig orðspori okkar á alþjóðavettvangi.19. Fyrrnefnt Kastljósviðtal, sem m.a. var birt í Wall Street Journal, dró nokkuð úr trúverðugleika íslensks fjármálakerfis á viðkvæmu augnabliki. Einkum þau ummæli sem voru þýdd svo:…Iceland is „not going to pay the banks’ foreign debts”.20. Óheppilegt var að seðlabankastjóri skyldi hóta stjórnarformanni stærsta fyrirtækis landsins knésetningu.21. Óheppilegt er að seðlabankastjóri dylgi um viðskipti einstaklinga við bankakerfið og ástæður beitingar hryðjuverkalaga.22. Óheppilegt er að seðlabankastjóri aflétti einhliða trúnaði af fundum sínum með forystumönnum ríkisstjórnarinnar og samningum við IMF.23. Óheppilegt er að seðlabankastjóri veiti seðlabankastjórum annarra ríkja tilsögn í mannasiðum.

  • Anonymous

    Reyndar miklu meira en 100 dagar …

  • Anonymous

    Já það er hægt að kvarta undan aðgerðarleysi á 100 dögum ? Aðgerðarleysi hvað ?Ertu með þessu kvarti að segja að eitthvað slæmt hafi gerst hér á 18 ÁRA VALDATÍð sjáLfstæðisFLokksins?Getur það verið ?Ætli það taki ekki gott betur er 18 ár að moka þennan flór sem þeir skildu eftir sig þessar mannvitsbrekkur í VALHÖLL !!!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur