Föstudagur 19.06.2009 - 13:53 - 2 ummæli

Niðurrifsmaðurinn.

Margir segjast hafa skilning á hegðun niðurrifsmannsins á Álftanesi. Ég tilheyri ekki þeim hópi. Vissulega er þetta afgerandi yfirlýsing á reiði og afdráttarlaus en við hljótum að fordæma svona háttarlag. Hér hefur skynsemin verið skilin frá annarri hugsun.

En kannski trúa margir því að hennar sé bara ekki þörf á þessum tímum og hugsanlega vilja margir líka gefa ríflegan afslátt af góðum gildum sem gera okkur að siðmenntuðu fólki í siðuðu þjóðfélagi. Kannski er best að innleiða bara hnefaréttinn að fullu.

Nú berast svo fréttir af því að þessi tiltekni maður hafi sjálfur ekki staðið sig sérlega vel gagnvart sínum eigin viðskiptavinum og þá snýst dyntótt almenningsálitið trúlega við. Fordæmingin á þessu fáránlega athæfi á alls ekki að vera skilyrt að neinu leyti.

Og vonandi dettur engum öðrum í hug að þetta sé sniðugur leikur eða gott innlegg í nýja Ísland.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • SællNiðurrifsmaðurinn má vera þrjótur sums staðar vegna einhverra ástæðna en það breytir ekki því að hann tákngerir einstaklinginn sem getur ekki gengið frá skuldum sínum líkt og bankamenn.Lán þessa mans var ekki boðlegt né eru flest lán í dag sem eru í erlendri mynt né þau sem sífellt hækka vegna verðtryggingar. Kerfið þráast við að breytast því allir vilja vera „siðlegir“ en ef endurreisn Íslands fer einungis á kostnað almennings þá eru þessar aðgerðir réttlætanlegar því óréttlætið er svo gríðarlegt. Nú er því bara að vona að bankamenn og skuldajöfrar verðir sóttir til saka fyrir landssvikin svo að við hin „siðlegi“ meirihluti þurfi ekki að knýja á breytingar með niðurrifsaðgerðumSimon

  • Anonymous

    Bankarnir slógu öll met í því sem ég kalla siðleysi, felldu krónuna og komu skuldurum í þessa aðstöðu….við erum athlægi virtra hagfræðinga og jafnvel nópelsverðlaunahafa út um allan heim OG ALLSTAÐAR NEFNDIR ÞAR SEM VÍTINN ÞARF AÐ VARAST ´A VIRTUM RÁÐSTEFNUM . þú verður að athuga að fyrir utan icesave eru flestir sjóðir landsbankans tómir. landsbankinn var stjórnað af þröngri öfga sjálstæðisklíku um það er ekki deilt (KJARTAN GUNNARSSON VAR FRAMKVÆMDAST SJÁLSTÆÐISFL VAR Í BANKARÁÐI) REYNDU AÐ SKILJA ÞAÐ AÐ SJÓÐIRNIR FÁST EKKI ENDURSKOÐAÐIR ÞRÁTT FYRIR FULLAN RÉTT —-ÞETTA ER EKKERT ANNAÐ EN EINBEITTUR BROTAVILJI—- OG ÞESSA HÚS Á ÁLFTANESINU ER HREYNT AUKAATRIÐI Í ÞESSU ÞJÓÐAR KAOSI….EN ALLIR FLOKKAR OG LÍKA SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN ÞARNAST NITSAMRA SAKLEYSINGJA –ÞAR ERTU ALLTAF VELKOMINN EF ÞÚ HELDUR ÁFRAM SVONA HUGSUNARHÆTTI Í ANDA MÁTT FÁFRÆÐINNAR EÐA TIL LITRÍKU BARSÁLARINNAR Í VIÐTAL Á INN SJÓNVARPSTÖVARINNI OG SPURÐU SÍÐAN INGVA HRAFN HVER SPONSERAR SJÓNVARPSTÖÐINA KANNSKI KVÓTAKÓNGARNIR ÉG BARA SPYR

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur