Föstudagur 19.06.2009 - 09:50 - 8 ummæli

Rétttrúnaðurinn.

Ritsjóri fréttablaðsins skrifar pistil þar sem hann vogar sér að hafa skoðanir á Evu Joly. Og það er eins og við manninn mælt. Hver stjörnubloggarinn á fætur öðrum fyllist heilagri vandlætingu. Ég spyr. Af hverju má Jón Kaldal ekki hafa þessa skoðun á konunni? Er nóg að afgreiða skoðanir hans með því einu að hann ritstýri blaði í eigu Jóns Ásgeirs? Þessi botnlausi rétttrúnaður er fyrir löngu orðinn óþolandi og allir og allt skal dregið í dilka eftir behag og meginstraumum.

Lengi var öllum þeim sem voguðu sér að hafa skoðanir á Baugi og útrásarvíkingum velt upp úr skítugu pólitísku svaði og í þeim skollaleik drógu menn ekki af sér enda sannfæringin þung og vissan og rétttrúnaðurinn alger. Þá var tískan öðruvísi og magnað að fylgjast með fullkominni umpólun margra upp á síðkastið.

Það er einmitt þessi fötlun sem hefur staðið okkur fyrir þrifum og það var í þessum jarðvegi sem dónarnir fengu vinnufriðinn sem þurfti til að sölsa landið undir sig. Í heimi réttrúnaðarins er lítil ástæða til málefnalegrar umræðu eða umfjöllunar.

Þeir sem gagnrýndu Baug voru bara sagðir ganga erinda einhverra og því engin ástæða til að ræða málið. Jón Kaldal og fréttablaðið fær nú sömu meðferð. Hann vinnur fyrir Jón Ásgeir og þess vegna fást efnisatriðin ekki rædd.

Ég hef svo sannarlega ekki minni áhuga á því en næsti maður að þeir menn sem stálu þjóðarauðnum verði dregnir til ábyrgðar. En við megum ekki gleyma okkur gersamlega þó reiðin sé réttlát og stór. Gerum ríka kröfu til allra sem að málinu koma og það má ekki bara gilda um ríkissaksóknara.

Leyfum okkur að efast því ef sagan á að hafa kennt okkur eitthvað þá er það að ekki er alltaf allt sem sýnist og heilög vandlæting og fanatík rétttrúnaðar með dass af pólitík skilar okkur ekki alltaf áleiðis.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Þvílík hræsni hjá einum manni.Núna segir þú eftirfarandi:“Af hverju má Jón Kaldal ekki hafa þessa skoðun á konunni? Er nóg að afgreiða skoðanir hans með því einu að hann ritstýri blaði í eigu Jóns Ásgeirs?“Þ.e.a.s. að ritstjórinn sé sjálfstæður og gangi ekki erinda eigenda blaðsins.Þann 10. desember 2008 skrifar þú:“Nánast sorglegt að sjá hvernig rítstjórar Fréttablaðsins reyna að telja okkur trú um að engu skipti hver borgar þeim kaup. Blindur maður sér að aðalfréttin er hvernig ekki er skrifað í þetta annars fína blað.“(http://roggi.eyjan.is/2008/12/frttablai-vrn.html)Þ.e.a.s. ritstjórar Fréttablaðsins ganga erinda eigenda sinna.Þetta er umpólun í lagi!

  • Anonymous

    Það „fyndna“ núna er hvernig spillingarliðið sem áður barði hvert á öðru getur sameinast í andúð sinni á Evu Joly.Bara það eitt fær mig til að treysta henni enn betur.Kveðja Ásta

  • Anonymous

    Sammála nafnlausum, því meira sem samtryggingarliðið hamast á Joly, því traustari virkar hún.

  • Anonymous

    Bull er þetta. Það voru fjölmargir sem gagnrýndu Baug harðlega. Fréttablaðið var hinsvegar notað grímulaust sem varnartæki Baugs og Jóns Ásgeirs. Ekki síst af Jóni Kaldal sem virðist hafa starfað sem varðhundur Jóns Ásgeirs frá því hann kom á Fréttablaðið.Er skrítið að fólk bregðist hart við þegar Jón Kaldal heldur áfram varnabaráttu sinni fyrir Jón Ásgeir sem síst af öllu vill að Eva Joly fari að velta við steinum sem opinbera glæpastarfsemi Baugs.

  • Ég er svo yfir mig hneyksluð á þessari færslu að ég á ekki orð Rögnvaldur!……..og þó…nokkur orð kannskiErtu alveg að missa þig! Má Jón Kaldal sem ritstjóri „baugsmiðilsins“ núna allt í einu hafa skoðanir sem treysta má að eru ekki undan rifjum Jóns Ásgeirs?Hvað breyttist?Þú hefur haldið því fram hérna alveg linnulaust að allt sem kemur frá „baugsmiðlunum“ sé með öllu ómarktæktVertu samkvæmur sjálfum þér

  • Anonymous

    Sko fyrirgefið, þetta er nýji Röggi bjartasta peran í seríunni. Eða eins og pabbi gamli sagði ekki beittasti hnífurinn um borð.En Röggi er allur að koma til lesið blöggið hans í vetur hreinn brandari.

  • Gústaf Hannibal

    Frábær pistill. Fyrir þá sem fíla öfugmælavísur.Þú agnúast út í fólk fyrir að vera á móti einhverri skoðun, á þeirri forsendu að fólk á að fá að vera á MÓTI EINHVERRI SKOÐUN!!!Þú ætlar semsagt að ákveða hverjir mega hafa hvaða skoðanir. Fólk má vera á móti Evu Joly, en ekki Jóni Kaldal.Síðan sé ég ekki að fólk hafi verið á einni skoðun um þessa grein eins og þú gefur í skyn.Það sem þú gerir þarna er að sökkva í sama pytt og þú ert að gagnrýna fólk fyrir að hafa sokkið í.Flís…bjálki, allt er þetta úr tré.

  • Samkvæmni maður!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur