Þriðjudagur 28.07.2009 - 14:23 - 4 ummæli

Látum þá neita því….

Er hugsi enn einu sinni yfir ábyrgð fréttamanna. Tilefnið er frétt stöðvar 2 um fjármagnsflutninga auðmanna úr landi og viðtal við fréttastjórann i kjölfarið. það er ekki bara að ég treysti ekki þessum tiltekna fréttastjóra heldur er ég líka að hugsa um hvað er lagt til grundvallar þegar vaðið er af stað með sögur í fjölmiðla.

Þeir sem hlusta á viðtalið skynja að fréttastjóranum líður ekki of vel með þetta. Staðan er þannig í okkar þjóðfélagi núna að jarðvegurinn fyrir svona sögur er frjór og kannski hefur hann álpast til að taka sénsinn. Fjölmiðlamenn eiag ekki að taka sénsinn jafnvel þó um sé að ræða menn sem liggja vel við höggi eins og hér. Alls engin ástæða er til að gefa neinn afslátt af fagmennskunni.

Fréttastjórinn lifir eftir gömlu reglunni um að þeir sem bornir eru sökum skuli sýna fram á sakleysi sitt. Hversu hættulegt er það hugarfar? Ég er alfarið á móti svona löguðu enda getum við öll sett okkur í þau spor að þurfa að reka af okkur slyðruorð sem misgáfulegir fjölmiðlamenn gætu fyrir algera óheppni misst á forsíður sínar.

Allra vegna er ljóst að sannleikurinn verður að koma í ljós hér því annars hangir þetta bara yfir mönnum vegna þess að fyrir marga skiptir í raun alls engu hvað skjöl og pappírar þeirra stofnana sem um er að ræða segja. Dómstóll götunnar notast ekki alltaf við staðreyndir heldur stýrist af tilfinningum og nú sem aldrei fyrr.

það er mergurinn málsins og menn eins og Óskar Hrafn eiga að geta bakkað upp sínar sögur ellegar láta kyrrt liggja.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Anonymous

    Þessi frétt er augljóslega komin frá Jóni Ásgeiri og plantað í lygamiðla hans sem illu heilli eru til. Takið eftir því hvernig upplýsingar berast um fjármál, græðgi og siðleysi allra annarra en Jóns Ásgeirs.Það er vegna þess að hann og fólk honum tengt og Samfylkingunni lekur neikvæðum upplýsingum um aðra glæpamenn í fjölmiðla.

  • Anonymous

    Ekki veit ég með Jón Ásgeir.En ég held að atburðarásin hafi verið svona. Útrásarvíkingarnir plotta um að heimildarmaður gefi upplýsingar um millifærslur.Heimildarmaðurinn, sem nýtur væntanlega trausts, hringir í fréttastofu. Fréttastofan rengir hann ekki (enda nýtur hann trausts) og fer af stað með fréttina. Hugsanlega hafa þeir email undir höndum.Svo þegar fréttin birtist, þá bregðast útrásavíkingarnir harkalega við. Já það er brotið verulega á þeim. Þeir hóta að fara í mál eða fá afsökunarbeiðni, hvort sem þeir fá þá hafa þeir unnið ,,sigur'' og eru því allt í einu orðnir fórnarlömb.Ef minn grunur er réttur þá er þetta bara lúaleg aðferð, en það skiptir engu máli. Þessir menn njóta ekki trausts lengur.Það er amk einkennilegt að Magnús Þ. og Bjöggarnir tveir sem hafa ekkert tjáð sig að ráði, eru allt í einu alveg brjálaðir út af þessu.Ef þeir væru saklausir og hefðu ekki plottað um atburðarásina, þá hefðu þeir einfaldlega rengt þetta með gögnum. Ef þeir hefðu valið þá leiðina, þá hefðu þeir hugsanlega fengið einhverja samúð.

  • Sæll Röggi og þakka þér marga góða pistla. Þessum er ég ósammála.Ég er hluti af þeim fimmtungi þjóðarinnar sem kaus Vg sl. vor. Ég kaus þá vegna andstöðunnar við aðild að ESB. Á meðan Jón Bjarna vinnur gegn aðild er hann að vinna fyrir mig sem kjósanda Vg.

  • Vops, ég skrifaði athugasemd við rangt blogg, átti að birtast með gagnrýni Rögga á Jón Bjarna. Afsakið.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur