Miðvikudagur 29.07.2009 - 10:40 - 3 ummæli

Jóni Bjarnasyni skortir alla staðfestu.

Verulega áhugavert að fylgjast með hvernig hlutum getur stundum verið snúið algerlega á haus. Núna er sú staða uppi að Jóni Bjarnasyni er víða hrósað fyrir að standa fastur á sinni meiningu í ríkisstjórninni varðandi afstöðuna til ESB. Ég sé þetta ekki þannig.

Í minum huga fellur Jón svo gersamlega á staðfestu prófinu að annað eins sést varla. Hann er ráðherra í ríkisstjórn sem hefur tekið ákveðinn kúrs sem hann er fullkomlega andvígur. Getur einhver sem þetta les útskýrt fyrir mér í hverju dygðin er fólgin?

Vissulega er talað um að þingmenn eigi að fylgja sannfæringu sinni og ég skil það en Jón Bjarnason er ekki þingmaður. Hann er ráðherra og þar með framkvæmdavald. Ríkisstjórnir eru myndaðar utan um verkefni og hugmyndir. Þeir sem ekki eru sammála um stefnuna sitja einfaldlega ekki í ríkisstjórninni. það heitir ef ég skil hugtakið rétt að vera staðfastur og trúr sinni sannfæringu.

Ekkert að þvi að berjast fyrir sinni sannfæringu á vetfangi ríkisstjórnar en ef menn hafa ekki sitt fram er bara um tvennt að ræða. Að fylgja stefnumarkandi ákvörðun eftir af fagmennsku eða að kveðja. Jón Bjarnason gerir hvorugt.

Hann situr sem fastast og þiggur sín ráðherralaun og fríðindi í ríkisstjórn sem vinnur þvert gegn öllum lifsgildum mannsins. Og fyrir þetta er honum hrósað víða! Ef hann væri staðfastur og einarður stuðningsmaður eigin skoðana og gilda…

..tæki hann hatt sinn og staf og færi frá borði.

Veit einhver af hveru hann gerir það ekki?

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur