Föstudagur 31.07.2009 - 09:21 - 2 ummæli

Engum öðrum um að kenna.

Nú ryðjast bloggarar Samfylkingarinnar fram og hamast á þeim sem ekki eru tilbúnir að kokgleypa Icesave snilld Svavars Gestsonar hráa. Ríkisstjórnin hefur haldið þannig á málum að AGS og aðrir sem ætla að lána okkur fé treysta sér ekki til þess, í bili.

það er ekki vegna þess að sjálfstæðisflokkurinn vilji fella stjórnina. það þvaður er orðið hlægilegt enda órökstutt og ómálefnalegt. Icesave þvælist nefnilega fyrir fleirum en bara andstöðunni á þingi. Og í raun held ég að fáir trúi því að þar hafi náðst viðunandi lausn en hótanir um ævarandi bannfæringu ESB gerir sitt.

Ekki er langt síðan Samfylkingu tókst með ærinni fyrirhöfn að svínbeygja samstarfsflokkinn til hlýðni. Núna ætlar það að verða erfiðara og pirringurinn yfir því er öllum ljós enda er lýðræðið til leiðinda stundum.

Ríkisstjórnin getur ekki kennt neinum öðrum um en sjálfri sér núna. Og nú er ekki tíminn til að fara á taugum. Nú þarf að sýna styrk en ekki kvarta undan eigin verkum og því að löggjafinn sinni skyldum sínum.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Anonymous

    Það er alltaf gaman að mönnum sem kjósa að berja höfðinu við steininn. Þú ert einn þeirra. Hvað er að þeim sem vilja kenna Skallagrími og Jóku um stöðuna veit eg ekki.Smári.

  • Anonymous

    Af hverju ferðu ekki út í pólitík? Þá getur þú „reddað“ þessu:)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur