Fimmtudagur 27.08.2009 - 10:56 - 2 ummæli

Jón Ásgeir finnur fé!

Þvílík gleðitíðindi!!

Jón Ásgeir segist hafa fundið fé erlendis til að koma með inn í Haga. Nú er í uppsiglingu enn eitt snilldarbragðið á þjóðina og ef af líkum lætur munu fjölmiðlarnir hans dansa með af fullum styrk. Mér verður bumbult að lesa þetta og vona að svo sé hjá fleirum því þetta atriði má ekki ganga fram.

Gaman væri að kallgarmurinn gramsaði í hirslum sínum og galdraði fram fé til að borga eitthvað af skuldum sínum sem ýmist er búið að afskrifa eða á eftir að afskrifa að ég nefni nú ekki skuldirnar sem einhver þarf að borga fyrir hann vegna 365.

Þessi frétt er brandari og þessi tilraun í raun sama móðgunin og hann bar á borð fyrir okkur þegar hann reyndi að fá þessa „vini“ sína erlendis til að kaupa eignir okkar fyrir skít og kanel mínus skuldir á fyrstu dögum hrunsins . Eignir sem nota þarf upp í skuldir sem hann hefur ánafnað okkur af mikilli rausn og myndarskap.

það mega þeir eiga þessi kónar að ekki er gefist upp og endalaust er hægt að reyna að finna smugur. Dugnaður og harka hafa komið þessu gaurum áfram í gegnum tíðina en nú vona ég að við öll höfum séð hvernig fólk hér er á ferðinni.

Þeir sem hafa komið sér upp víðtæku siðleysi kunna ekki að skammast sín og hér sjáum við kennslubókardæmi um slíkt.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Anonymous

    Frjálshyggja Sjálfstæðisflokksins gaf siðlausum stórkapítalistum lausan tauminn. Græðgi þeirra og ósvífni hefur nú orðið til þess að íslenska ríkið er tæknilega gjaldþrota. Þetta á við Jón Ásgeir og viðskiptaveldi hans sem nú er komið að hruni. Þetta veldi var byggt upp með klækjum og ósvífni.Þetta á líka við um vildarvini Davíðs Oddssonar sem „keyptu“ Landsbankann að hluta til með láni frá Búnaðarbankanum og bjuggu til ICESAVE vandann.Þetta á líka við um það ósvífna Framsóknarlið sem „keypti“ Búnaðarbankann með láni frá Landsbankanum og kúlulánaði grimmt m.a. til maka varaformanns Sjálfstæðisflokksins.Stórkapítalistarnir hafa enga samvisku þeirra eina markmið er að græða sem mesta peninga. ÞESS VEGNA er það hlutverk þeirra sem þjóðin hefur kosið sér til forystu á sjá til þess að hafa eftirlit með þessu forherta liði.ÞAÐ brást !!!!!!!Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

  • Anonymous

    Röggi litli.Þú bloggar bara þegar Jón Ásgeir ber á góma!Why?Er eitthvað að því að hann borgi skuldir sínar?Morgunblaðið fann fé uppá 5 milljarða hjá skattgreiðendum.Er það í lagi?Síðan tóku kvótakóngarnir og sérhagsmunaöfl Sjálfstæðisflokksins að reka blaðið.Er það í lagi?Röggi litli, ert þú í lagi?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur