Föstudagur 28.08.2009 - 20:57 - Rita ummæli

Hann er mælskur hann Árni Páll.

Ég horfði á viðtal sem tekið var við félagsmálaráðherra í kastljósi. Árni Páll er um margt nokkuð ásjálegur stjórnmálamaður og honum finnst gaman að hlusta á sjálfan sig tala. Hann kemur vel fyrir sig orði en oft er þar meira magn en gæði. Í þessu viðtali hefði eiginlega þurft að texta kappann því ekki var vel gott að átta sig hvaðan hann var að koma né heldur hvert hann vildi fara.

Mér fannst maðurinn tala eins og hann hefði verið í stjórnarandstöðu undanfarna mánuði. Hann virtist bærilega meðvitaður um að fátt af þvi sem ríkisstjórnin hafi verið að reyna að gera skuldugri þjóð til bjargar hafi mistekist þegar spyrillinn gékk á hann um það.

Og það sem meira er, hann leit út fyrir að halda að hann vissi hvernig betur væri hægt að gera þó ég sjálfur gæti með engu móti verið honum sammála þar. það sem vekur auðvitað furðu er að hann skuli ekki hafa gert eitthvað í því sem hann telur vera lausnir.

Því miður óttast ég að Árni Páll og samherjar hans viti ekkert hvað til bragðs á að taka. Reyndar hélt félagsmálaráðherra þvi blákalt fram í kosningabaráttunni að allt færi á besta veg um leið og hægt væri að koma með umsóknaraðild að ESB. það var í besta falli byggt á óskhyggju.

Ekki dugir endalaust að tuða um vandinn sé öðrum um að kenna. þetta fólk sem nú situr í stjórn lofaði skjaldborgum og bjargráðum hástöfum en efndirnar láta heldur betur á sér standa.

Samræðu og blaður stjórnmál eins og félagsmálaráðherra sýndi okkur í kastljósi eru því miður léttvæg fundin í þeirri stöðu sem margir eru í núna.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur