Fimmtudagur 10.09.2009 - 09:39 - Rita ummæli

Feluleikir Jóhönnu

Í samanburði við Jóhönnu Sigurðardóttur virðist rólegheita maðurinn Geir Haarde hreinlega vera ofvirkur aktivisti. Jóhanna er hvergi og talar hvorki við útlendinga né sína eigin þjóð. Nú er upplýst að hún vilji halda sig til hlés til að sinna undirbúningi ríkisstjórnarfunda og af þeim sökum má hún ekki vera að því að ræða við fjölmiðlamenn sem tala útlensku. Þetta er þvi miður ekki tekið af baggalútur.is.

Jóhanna ræður bara ekki við djobbið og það þarf ekki franska sjónvarpsmenn til að segja okkur það. Hún hvorki sinnir hvorki samskipta hluta starfsins né þeim bráðavanda sem lofað var að sinna af krafti ef bara kjósendur segðu já.

Á sama tíma og talað er um að við þurfum að bæta ímynd okkar erlendis er forsætisráðherra í felum fyrir erlendum fjölmiðla og stjórnmálamönnum, Reyndar lýstu hún því yfir um daginn að hun myndi ræða við forystumenn Breta og Hollendinga ef þörf væri á. Þetta var ekki grín heldur….

Með fullri virðingu fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur þá hefur það verið augljóst nánast frá fyrsta degi eftir skrautsýninguna á landsfundi Samfylkingar þegar hún var klöppuð upp eftir að menn höfðu nöldrað í henni mánuðum saman að taka þetta að sér að hún einfaldlega ræður ekki við verkefnið enda vildi hún aldrei taka það að sér. Það var bara gott plott á þeim tíma.

Hún tók að sér að leiða flokkinn í gegnum kosningar og ná í atkvæði út á sitt góða orðspor og allt gott um það að segja þannig séð en nú er þetta að verða gott, er það ekki? Núna þurfum við alvöru forsætisráðherra sem ekki vill vera í felum og kyrrþey á erfiðustu tímum í okkar sögu.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur