Mogginn er búinn að reka fólk og það sem meira er. Hann rak líka ritstjórann og ætlar að fá sér nýjan. Og allt ætlar um koll að keyra hjá sumum sem sjá skoðanakúgun í þessu. Einhver sé rekinn vegna skoðana sinna. Formaður blaðamannafélagsins er látin fara og vinstri menn ganga af göflum sínum enda á hún auðvitað að fá að vera á Mogganum vegna skoðana sinna…
Eigendur Moggans hafa frá upphafi lýst því yfir að þeir myndu hafa skoðanir á ritstjórnarstefnu blaðsins. Það er heiðarleg nálgun gagnvart lesendum öfugt við aðra sem hér eiga fjölmiðla og þykjast hreint ekki hafa neina skoðun á því hvað þar er til umfjöllunar né heldur hverjir ráða þar húsum.
Þeir sem nú garga hæst á torgum eru auðvitað bara að því vegna þess að þeir eru ósáttir við skoðanir þeirra sem eiga Moggann. Fólk sem hefur ekki haft neina skoðun á því til þessa hvernig aðrir fjölmiðlar hafa verið notaðir til að stjórna almenningsáliti heillar þjóðar í heilann áratug meðan eigendurnir fóru ránshendi um þjóðfélagið fer nú af stað. Og af hverju?
Ekki vegna grundvallarskoðana á eignarhaldi og rekstri fjölmiðla. Heldur meira vegna þess HVERJIR hér eiga í hlut. Slíkt tal er ónýtt í þessari umræðu en var þó viðbúið og er í reynd skoðanakúgun í vissri mynd.
Ég held þó að engin lög komi í veg fyrir að eigendur geti ráðið og rekið fólk. Mogginn má verða argasta íhaldsblað og hvað eina ef eigendum hans finnst það gott. Ég veit ekki til þess að þeir sem andæfa nú hafi haft háværar skoðanir á mannaráðningum hvorki á Fréttablaðið né DV eða stöð 2. Hvernig stendur á því?
Munurinn er að eigandi hinna fjölmiðlanna kannast ekki við glæpinn en eigendur Moggans ljúga engu. Fáir munu efast um hvað Mogginn meinar þegar Davíð Oddsson tekur við blaðinu. Af hverju það er talinn glæpur en ekki hin svívirðan er mér hulin ráðgáta. Af hverju er óeðlilegt að eigendur Moggans skipti út ritstjóra í stað þess að gera eins og eigandi DV gerir, að leikstýra ritstjórum eftir behag? Man einhver eftir upptökunum hans Reynis Traustasonar?
Fyrir mér er þetta sáraeinfalt. Eigendur Moggans eru að iðka heiðarlega fjölmiðlun og upplýsta og það hentar ekki skoðunum sumra sem fara að æpa um skoðankúgun en þjást einmitt af slíku sjálf. Fjaðrafok núna snýst um að verið er að segja „réttu“ fólki upp og ráða „rangt“.
Fóknara er það nú ekki.
Röggi
Ég er alveg sammála þér. Almenningur hefur kvartað undan misgóðri og misgagnrýnni fjölmiðlun undanfarið.Þetta snýst bara um persónuna Davíð, mér er sama hvaðan sannleikurinn kemur, ég vil bara fá gagnrýna blaðamennsku, og ég hef fulla trú á að hann muni gera sitt til þess að svo verði.
Fyrirgefðu en ég sé hvergi að eigendur Morgunblaðsins vilji að blaðið fylgi ákveðinni stefnu. Ef svo er þá máttu endilega benda mér á það. Óskar sagði síðast að blaðið yrði alveg jafn óháð og það fyrir ritstjórnarskiptin. Mér finnst í fínu lagi að blaðið sé íhaldssamt en þá verða þeir að byrja á því að viðurkenna það.
Guðmundur 2. GunnarssonÞað segir alla söguna að Baugsmiðlarnir sjálfir stilla upp eigendum þeirra, þeim Jóni Ásgeiri og Jóhannesi gegn Davíð, varðandi ritstjórnarráðninguna, en ekki sínum eigin ritstjórum, sem segir allt um að þeir eru ekkert annað en aumir leppar eigendanna og þeirra mafíuhyskis, og skammast sín ekkert fyrir þau aumu og skítlegu örlög sinna sem RITSÓÐAR þeirra, frekar en eigendurnir.