Föstudagur 02.10.2009 - 14:23 - 1 ummæli

Væringar innan VG.

Ég get varla varist þeirri hugsun að það styttist í stórtíðindi hjá vinstri grænum. Óánægjan með framgöngu formannsins kraumar greinilega þó á yfirborðinu virðist allt slétt og fellt og óánægjuseggir barðir til hlýðni.

Nú hefur Ögmundur tekið af skarið og stillt sér upp sem valkosti til forystu undir gömlum formerkjum VG sem Steingrímur virðist hafa gleymt í látunum. Svandís Svavarsdóttir hefur ekki sést mánuðum saman en loks þegar hún birtist er það til að tefja fyrir uppbyggingu atvinnulífs nú á þessum krepputímum. Fáum dylst að þetta er fjármálaráðherra ekki til skemmtunar í miðju baslinu.

Stjórnarflokkarnir virðast algerlega sannfærðir um að engin leið sé fær önnur en að ganga að skilyrðum viðsemjenda okkar í Icesave deilunni undir hótunum ESB. Mikið vildi ég að þeim tækist að sannfæra mig og restina af þjóðinni en þar er langur vegur frá og Steingrimur virðist alls ekki hafa sannfært hjörð sína um annað en að gott sé að vera í ríkisstjórn og það sem dugi til þess sé eftirgjöf og aðeins meiri eftirgjöf hvort sem það er gagnvart viðsemjendum eða eigin prinsippum.

Allt bendir þá til þess að samninganefnd okkar geti ekki komið með neinn samning heim sem þessi kvalda þjóð mun samþykkja og þá er undir hælinn lagt að Steingrímur eigi pólitískan möguleika lengur. Hesturinn sem hann hefur veðjað öllu á er nefnilega ekki líklegur núna til þess að draga i mark.

Og mér finnst eins og sumir í VG séu að gera sig gildandi fyrir þann tímapunkt núna….

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    Ef Þjóðverjar hefðu verið jafn vitlausir og við þá hefðu þeir kennt Bretum og Hollendingum o.fl. um ástand Þýskalands eftir seinni heimsstyrjöld svipað og við gerum nú.Þeir vissu betur og bönnuðu FLokkinn.Enn ætla 31% 'Íslendinga að kjósa FLokkinn sem rústaði okkur. Ekki skrýtið þótt Norðmenn og aðrir hiki við að treysta svona ruglaðri þjóð fyrir peningum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur