Föstudagur 09.10.2009 - 09:41 - 3 ummæli

Milljarður er vont orð.

….og auk þess legg ég aftur til að við hendum orðinu milljarður út úr Íslensku máli. þetta annars nokkuð þjála orð ruglar ruglaða þjóð meira en gott er og brenglar skilning manna á tölum og upphæðum.

Vissulega er upphæðin sem Jón Ásgeir og hans líkir eru að stela af okkur 1 000 milljarðar eða 1 000 000 000 000 00….. milljónir…..ég bara kann ekki að setja saman öll núllin aftan við svona tölu þegar við hættum að nota styttinguna sem við höfum notað fyrir 1 000 milljónir

Vita ekki örugglega allir að milljarður eru 1 000 milljónir?

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Anonymous

    Það ætti að vera blindum ljóst að ef þú býrð til kerfi þar sem glæpamenn blómstra þá blómstra glæpamenn. Hættu nú að tala um Jón Ásgeir sérstaklega bara þar sem hann er ekki Sjálfstæðismaður.Kerfislægur vandi þarf að lagast í kerfisbreytingum. Þú ert hluti af þessu kerfi. Með að verja þessa hluti ert þú jafn sekur Jóni Ásgeiri. Ef ekki sekari. Þar sem þitt athvæði stuðlaði að þessu kerfi. Þú stóðst vörð um þetta. Líttu inn en ekki út.Ólafur

  • Anonymous

    …og auk þess legg ég aftur til að við hendum orðinu SjálfstæðisFLokkur út úr Íslensku máli.

  • Anonymous

    Vinur þinn og Sjálfstæðismaðurinn Jón Ásgeir hefur opinberlega gefið það út að hafa oftar kosið SjálfstæðisFlokkinn en aðra flokka.Röggi tappaðu af rassgatinu á þér í kamarinn ekki á netið.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur