Sunnudagur 11.10.2009 - 13:12 - 6 ummæli

Ónýt ríkisstjórn

Ég hef lengi velt því mér fyrir af hverju ofnæmi vinstri manna fyrir öllu sem heitir iðnaður er svona almennt og sterkt. Núna sitjum við uppi með stjórnvöld sem gera hvað þau geta til að ekki verði til fleiri störf í iðnaði.

Álver eru niðadimmar kolanámur í augum vinstri manna en ekki vel borgandi vinnustaðir í iðnaði. Vatnsaflsvirkjanir eru af einhverjum ástæðum sérlega ógeðfelld aðferð til að beisla orku. Vinstri menn á Íslandi eru miklu hrifnari af þvi að ál sé framleitt þar sem notuð eru kol. Kyoto hvað…

Núna er fólkið sem kom í veg fyrir stækkun álversins í Straumsvík í ríkisstjórn. Í dag skilur eiginlega enginn hvers vegna þeirri stækkun var hafnað. Eins og staðan er núna sitjum við upp með ríkisstjórn sem gerir í því að vinna gegn hagsmunum dagsins að ég tali ekki um morgundagsins.

Annar flokkurinn liggur marflatur fyrir ESB og tekur alla afstöðu út frá hagsmunum þess apparats. Við vitum ekki enn hversu dýrkeypt það mun verða okkur en við vitum þó að það verður dýrt að treysta sér ekki til að verja hagsmuni okkar. Hjá þessum flokki eru flokkshagsmunir einu hagsmunirnir.

Hinn flokkurinn leggur nú nótt við nýtan dag í viðleitni sinni til að bregða fæti fyrir þá sem eru að reyna að búa til störf í iðnaði af vel þekktu og kunnu ofstæki undir forsæti umhverfisráðherra.

Fyrir mér er vinstri stjórn afleit hugmynd yfirleitt en ég held að sú sem nú starfar sé jafnvel verri en almennt gerist um slíkar stjórnir. Þar er hver höndin upp í móti annarri og ekkert samkomulag um neitt og því hafa flokkarnir rokið til síðustu daga og vasast nú hver í sínu horni í einkaflippi þvers og kruss og smámál eins og stöðugleikasáttmáli nýundirritaður af skælbrosandi forsætisráðherra léttvægur fundinn.

Sem betur fer hafa vinstri stjórnir ekki verið langlífar og þessi stefnir í verða mjög skammlíf. Við verðum bara að vona að skaðinn sem tekst að vinna ýmist með algeru aðgerðaleysi eða aðgerðum verði ekki óbætanlegur því í dag veit ég hreinlega ekki hvort mér finnst verra, aðgerðaleysið eða þær aðgerðir sem gripið er til.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Erna Magnúsdóttir

    Haha.. frekar fyndið..“Við verðum bara að vona að skaðinn sem tekst að vinna ýmist með algeru aðgerðaleysi eða aðgerðum verði ekki óbætanlegur“Því fráfarandi hægristjórn náði nú að valda Íslandi óbætanlegum skaða. Varla hægt að toppa það!Mjög auðvelt að benda á að allt sé ekki í himnalagi þegar verið er að þrífa upp eftir íhaldið…

  • Anonymous

    Hefði ekki getað orðað þetta betur Erna.Ólafur

  • Frekar ónýtt blogg.

  • Anonymous

    Voru það ekki Hafnfirðingar sem felldu stækkun í Straumsvík?Alveg spurning um að skoða aðeins kollinn á þér með þennan óbætanlega skaða sem vinstri menn eru að valda.Skaðann má skrifa á SjálfstæðisFlokkinn frá a til ö allt frá einkavæðingu til samþykkis Geirs Haarde fyrir því að greiða Icesave.Þú ert í ruglinu Röggi.Held að þú ættir að láta fréttaskýringar vera og halda þig bara við kerlingarnar.

  • Þetta snýst ekki um að vera á móti iðnaði, þetta snýst um að setja öll eggin í sömu körfuna. Við þurfum fjölþættari nýttingu á orku landsins. Það þarf að vera til orka fyrir fleiri vinnslur. Þá vinnslur sem eru að skila meiri virðisauka til Íslands. Einnig hvernig vinnustaðir eru álver, hver er virðisaukin fyrir landið. Það fluttur inn sandur sem er leystur upp í rafsegulsviði og ál losnar úr efnasamböndum sínum. Það eina sem ísland setur í þetta ferli er orka, frekari vinnsla fer fram annars staðar. Þetta merkir líka að aðalsamkeppnisforskot Íslands í þessu dæmi er ódýr orka ef orka verður of dýr þá loka menn sjoppunum sínum. Þetta er bara ekki samkeppnisforskot sem vert er að halda, því það mun koma að því að einhver aðili bjóði ódýrari orku en við. Þá er betra að vera með fleiri notendur og ekki eiga allt undir einni atvinnugrein.

  • Anonymous

    Þú segir: ,,Vinstri menn á Íslandi eru miklu hrifnari af þvi að ál sé framleitt þar sem notuð eru kol. Kyoto hvað… „Raunveruleikinn er sá að vel yfir 50% af orku til álvera í heiminum kemur frá vatnsaflsvirkjunum. Ýmis þessara sömu álvera eru líka mun nær yfirborðsnámunum þaðan sem hráefnið kemur og þurfa því ekki að láta flytja það meira en hálfa leið yfir hnöttinn. Hvaða vit er þá í því að hafa álbræðslur á Íslandi?Þröstur Sverrisson

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur